Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 22:28 Það var stutt í hláturinn á breska þinginu í kvöld. AP/Jessica Taylor Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur þingmanna um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þingmönnum í dag að hún hyggðist hætta sem forsætisráðherra yrði útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerði hún til þess að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann og til þess að auka líkurnar á að hann yrði samþykktur á þingi. Þingmenn fengu tækifæri til þess að greiða atkvæði um tillögurnar átta í kvöld. Tillögurnar voru margvíslegar, þar á meðal var tillaga um að Bretland gengi út úr ESB þann 12. apríl án samnings, tillaga um að útgöngusamningur May færi í þjóðaratkvæðagreiðslu og tillaga um að Brexit yrði frestað ótímabundið. Tillaga um að samið yrði um tollabandalag við ESB var næst því að verða samþykkt, 264 greiddu atkvæði með henni, 272 gegn tillögunni. Þá var tillögunni um að Brexit-samningurinn yrði lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað með 295 atkvæðum gegn 268. Búist er við því að þingið muni aftur greiða atkvæði um svipaðar tillögur á mánudaginn en Brexitmálaráðherra Bretlands segir að niðurstaðan sýni að enginn kostur sé betri í stöðunni en samningurinn sem May vill að þingið samþykki. Útspil hennar um að stíga til hliðar sem forsætisráðherra hefur haft þau áhrif að 25 þingmenn Íhaldsflokksins sem höfðu efasemdir um samninginn hafa sagst ætla að styðja hann. Það flækir þó málin að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, sem ver minnihlutaríkisstjórn May falli, ætlar ekki að greiða atkvæði með samningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Greiða atkvæði um framhald Brexit-mála Breskir þingmenn munu síðar í dag greiða atkvæði um hvaða leið skuli fara hvað varðar útgöngu Bretlands úr ESB og ganga þannig fram hjá vilja Theresu May. 27. mars 2019 08:45