Fréttir

Fréttamynd

Krónan styrkist lítillega

Gengi krónunnar hefur styrkst lítillega, um 0,4 prósent,á þeim stundarfjórðungi sem liðinn er síðan gjaldeyrisviðskipti hófust á millibankamarkaði í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágæt byrjun nýjum ársfjórðungi

Fyrsti ársfjórðungur byrjað vel á flestum fjármálamörkuðum í gær, nema hér. Þannig rauk Nikkei-vísitalan upp um 4,21 prósent við lokun markaða í Asíu í morgun auk þess sem vísitölur á meginlandi Evrópu hafa sveiflast beggja vegna núllsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Feiknastuð á Wall Street

Hlutabréf fóru flest hver á flug á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna fyrir uppsveiflunni þá að fjárfestar séu bæði glaðir yfir því að fyrsta fjórðungi ársins - sem var einkar erfiður - sé lokið og horfi þeir bjartsýnir fram til næstu þriggja mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Föstudagsstemning á hlutabréfamarkaðnum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi rauk upp um tæp 5,4 prósent í Kauphöll Íslands í dag og um rúm átta prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta var langmesta hækkunin í Kauphöll Íslands. Á sama tíma féll gengi Icelandic Group um tæp 10 prósent þriðja daginn í röð og hefur það hrunið um 35 prósent á jafn mörgum dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group selur allan hlut sinn í Finnair

FL Group hefur selt allan hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair fyrir 13,6 milljarða króna. FL Group átti lengi vel um 25 prósenta hlut í félaginu en seldi helminginn fyrir nokkru. Eftir stóðu 12,69 prósent sem nú voru seld. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta fjórðungi sem nemur 1,7 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist um tæp þrjú prósent

Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frakkar tóku sænska vodkann

Franski líkkjörarisinn Pernod Ricard bar sigur úr býtum í miklu tilboðskapphlaupi um sænska áfengisframleiðandann Vin & Sprit, sem framleiðir hinn þekkta Absolut-vodka. Kaupverð var 55 milljarðar sænskra króna, jafnvirði rúmra 725 milljarða íslenskra, og var þetta stærsta einkavæðing sænska ríkisins til þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Al-Sadr dregur herlið til baka

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr skipaði í dag hersveitum sínum að hverfa af götum borga í suðurhluta Íraks og hætta árásum á íraska hermenn. Átök síðan á þriðjudag hafa kostað nærri 240 manns lífið.

Erlent
Fréttamynd

ESB hættir við mozzarella bann

Evrópusambandið hefur fallið frá áformum sínum um evrópubann á ítalskan mozzarella ost frá sunnanverðri Ítalíu. Ráðamenn á Ítalíu hafi brugðist rétt við gruni um að ostur frá tilteknum framleiðendum hefði mengast.

Erlent
Fréttamynd

Betancourt gæti fengið frelsi

Kólumbíumenn hafa boðist til að láta skæruliða lausa úr fangelsi í skiptum fyrir forsetaframbjóðandann Ingrid Betancourt. Hún hefur verið í gíslingu hjá FARC skæruliðum í frumskógum Kólumbíu í 6 ár.

Erlent
Fréttamynd

Barist um Basra

Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst.

Erlent
Fréttamynd

Icelandic Group fellur annan daginn í röð

Gengi Icelandic Group féll um rúm 10,6 prósent í dag og hefur það því fallið um rúm 25 prósent á tveimur síðustu dögum vikunnar. Þetta var jafnframt langmesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 1,93 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista leiddi hækkun í byrjun dags

Gengi bréfa í Existu rauk upp um tæp 3,9 prósent þegar mest lét í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins og þriðji dagurinn í röð sem sprettur er í Kauphöllinni eftir að Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti á þriðjudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar Kaupþing í Svíþjóð

Gengi bréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 2,4 prósent í dag og hefur rokið upp um rúm 24 prósent síðan fyrir páska. Bréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista, stærsti hluthafi Kaupþings, á fimmtungshlut í, hefur hækkað um tvö prósent. Þetta er nokkuð yfir meðalhækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Indverjar næla sér í bresk djásn

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að selja framleiðslu á bresku bílunum Jagúar og Land Rover til Tata, stærstu iðnsamsteypu Indlands sem sérhæfir sig í bílaframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hækkun og lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um rúm tvö prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa sem þar eru skráð hafa bæði hækkað og lækkað. Mesta lækkunin er á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, en það hefur lækkað um rúm þrjú prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist lítillega

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,65 prósent á gjaldeyrismarkaði það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 154,25 stigum. Krónan styrktist um 3,5 prósent eftir snarpa stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svartsýni í Bandaríkjunum

Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið lélegri í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs hafa sveiflast í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjármálakreppunni lokið?

Fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum hafa verið afar jákvæðir í dag og hafa nokkrir þeirra kveðið svo fast að orði að aðgerðir bandaríska seðlabankans hafi leitt til þess að versta hríðin á hlutabréfamörkuðum sé yfirstaðin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður

Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðsaðstæður éta upp hagnaðinn

Hagnaður svissneska alþjóðabankans Credit Suisse nam 7,76 milljörðum franka, jafnvirði 620,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Erfiðar markaðsaðstæður í byrjun árs munu líklega éta upp hagnað bankans á fyrsta ársfjórðungi, að mati stjórnenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur á síðustu metrunum

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi

Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum

Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Forstjórinn spáir því að aðstæður verði erfiðar næstu mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni

Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Visa skráð á markað í dag

Ef allt gengur eftir verður kortafyrirtækið Visa skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Tæpir átján milljarðar bandaríkjadalir, jafnvirði 1.384 milljarðar króna, söfnuðust í almennu hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað og hefur viðlíka tala aldrei áður sést fyrir skráningu nokkurs félags í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fær ekki að deyja

Dómari í Dijon í Frakklandi hafnaði í gær kröfu frönsku kennslukonunnar Chantal Sebire um að fá að deyja með aðstoð lækna. Sebire, sem er 52 ára og 3 barna móðir, þjáist af ólæknandi krabbameini í nefholi og hefur æxli afmyndað andlit hennar.

Erlent