Fréttir Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Erlent 17.1.2007 18:13 Margrét útilokar ekki formannsframboð Margrét Sverrisdóttir útilokar ekki framboð til formennsku Frjálslynda flokksins. Margrét lýsti yfir framboði til varaformanns í gærkvöldi, en eftir að formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson lýsti yfir eindregnum stuðningi við sitjandi varaformann skipuðust veður í lofti. Innlent 17.1.2007 18:36 Stela verkfærum til að selja eða flytja úr landi Verkfærum fyrir á þriðju milljón króna var stolið nýlega úr tveimur nýbyggingum hjá byggingaverktaka. Starfsmaður hjá fyrirtækinu segir menn fara á milli verktaka til að selja notuð, stolin verkfæri. Innlent 17.1.2007 18:15 Stjórn Stork í órétti Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork. Viðskipti erlent 17.1.2007 16:19 AMR snýr frá taprekstri til hagnaðar Bandaríska flugsamsteypan AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði 17 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir tæpum 1,2 milljarða króna hagnaði sem er viðsnúningur frá milljarða taprekstri á sama tíma árið 2005. Viðskipti erlent 17.1.2007 14:59 Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. Erlent 17.1.2007 12:04 Kynjahlutfall óbreytt þrátt fyrir framkvæmdir Í fyrra var 844 einstaklingum af erlendum uppruna veitt íslenskt ríkisfang. Það eru 118 fleiri en árið áður, eða rúmlega sextán prósentum fleiri, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 17.1.2007 10:04 Óbreytt króna næsta hálfa árið Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. Viðskipti innlent 17.1.2007 10:04 ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Erlent 17.1.2007 12:01 10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. Erlent 17.1.2007 12:13 Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Erlent 17.1.2007 12:09 Góður hagnaður hjá FL Group á árinu Gengi bréfa í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation hækkaði um 7,11 prósent í gær og endaði hlutabréfaverðið í 40,23 bandaríkjadölum á hlut. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í félaginu fyrir um 28 milljarða íslenskar krónur undir lok desember í fyrra. Gengi AMR hefur hækkað um 33 prósent það sem af er árs og hefur verðmæti hluta FL Group vaxið sem því nemur.. Viðskipti innlent 17.1.2007 12:16 Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan á næstunni. Hann var í Afganistan til þess að ræða við herforingja um stöðu baráttunnar þar í landi. Erlent 17.1.2007 12:00 Aukinn viðbúnaður í Rússlandi Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands. Erlent 17.1.2007 11:38 Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi. Viðskipti erlent 17.1.2007 11:38 Boeing komið fram úr Airbus Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi. Viðskipti erlent 17.1.2007 11:11 Danól og Ölgerðin skipta um eigendur Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung. Viðskipti innlent 17.1.2007 11:08 Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag. Erlent 17.1.2007 11:01 Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust. Viðskipti erlent 17.1.2007 10:04 Nintendo sigurvegari Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs. Leikjavísir 17.1.2007 10:03 Sammála um að kynjakvóti væri neyðarúrræði Á fjölsóttri námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í síðustu viku spunnust kröftugar umræður um konur sem stjórnendur og í stjórnarsetu. Viðskipti innlent 17.1.2007 10:03 Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja. Viðskipti innlent 17.1.2007 09:33 Íranar skjóta niður njósnavél Bandaríkjanna Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skotið niður njósnavél bandaríska hersins. Vélin var ómönnuð og var á könnunarflugi við landamæri Íraks og Íran. Talsmaður íranskra yfirvalda vildi ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á atvikinu né nokkur önnur atriði. Erlent 17.1.2007 07:46 Snjóflóð féll á Óshlíðarveg Snjóflóð féll á Óshlíðarveg á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í gærkvöldi og lokaði honum. Engin var á ferð þegar það féll og ruddu vegagerðarmenn því af veginum þannig að hann varð aftur fær. Ekki féllu fleiri flóð á veginn í nótt. Innlent 17.1.2007 07:28 ESB og Kína í viðræðum Evrópusambandið og Kína eru nú í viðræðum til þess að bæta samband sitt og hefur Evrópusambandið ákveðið að opna lagaskóla í Kína til þess að bæta samskipti aðilanna tveggja. Skólinn á að leggja áherslu á höfundarréttarlög og á að veita kínverskum forstjórum kennslu. Erlent 17.1.2007 07:26 Bandaríkin senda flugmóðurskip til Persaflóa Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskipið John C. Stennis, sem hefur 3.200 manna áhöfn, áleiðis til Persaflóa. Verður það búið alls 80 árásar- og sprengjuvélum. Verður þetta í fyrsta sinn síðan við upphaf innrásarinnar í Írak árið 2003 sem tvö flugmóðurskip verða í flóanum. Erlent 17.1.2007 07:11 Margrét býður sig fram til varaformanns Margrét Sverrisdóttir tilkynnti í gærkvöldi að hún gæfi kost á sér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Kosið verður í forystusveit flokksins á landsþingi 27. janúar næstkomandi og þá væntanlega á milli hennar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, sitjandi varaformanns, sem vill halda þeirri stöðu. Innlent 17.1.2007 07:10 Ban hittir Bush Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, tók á móti nýjum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í Hvíta húsinu í gær. Bush sagði þar að Bandaríkin vildu vinna með Sameinuðu þjóðunum að friði með því að breiða út frelsi um heim allan. Innlent 17.1.2007 07:03 Talað til miðnættis Þriðju umræðu um frumvarp til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið lauk undir miðnætti í gærkvöldi, þá hafði þingfundur staðið frá hálftíu í gærmorgun með einu hálftíma þinghléi. Valdimar Leó Friðriksson, óflokksbundinn þingmaður, talaði í gær alls í 5 klukkustundir. Innlent 17.1.2007 07:01 Þriggja bíla óhapp í Svínahrauni Tvær konur misstu stjórn á bílum sínum með skömmu millibili í Svínahrauni á Suðurlandsvegi í gærkvöldi og höfnuðu báðir bílarnir á girðingu á milli vegarhelminga. Þriðju konunni, sem kom aðvífandi á jeppa, tókst að sveigja í gegnum fallna girðinguna yfir á rangan vegarhelming og afstýra þannig árekstri við þær. Einn bílinn festist í girðingunni og þurfti að klippa hann lausan. Innlent 17.1.2007 07:06 « ‹ 251 252 253 254 255 256 257 258 259 … 334 ›
Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Erlent 17.1.2007 18:13
Margrét útilokar ekki formannsframboð Margrét Sverrisdóttir útilokar ekki framboð til formennsku Frjálslynda flokksins. Margrét lýsti yfir framboði til varaformanns í gærkvöldi, en eftir að formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson lýsti yfir eindregnum stuðningi við sitjandi varaformann skipuðust veður í lofti. Innlent 17.1.2007 18:36
Stela verkfærum til að selja eða flytja úr landi Verkfærum fyrir á þriðju milljón króna var stolið nýlega úr tveimur nýbyggingum hjá byggingaverktaka. Starfsmaður hjá fyrirtækinu segir menn fara á milli verktaka til að selja notuð, stolin verkfæri. Innlent 17.1.2007 18:15
Stjórn Stork í órétti Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork. Viðskipti erlent 17.1.2007 16:19
AMR snýr frá taprekstri til hagnaðar Bandaríska flugsamsteypan AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði 17 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir tæpum 1,2 milljarða króna hagnaði sem er viðsnúningur frá milljarða taprekstri á sama tíma árið 2005. Viðskipti erlent 17.1.2007 14:59
Ísrael: Yfirmaður hersins hættur Yfirmaður ísraelska hersins hefur sagt af sér embætti vegna rannsóknar hersins á stríðinu gegn skæruliðum Hisbollah í Líbanon í fyrrasumar. Þrýst hefur verið á afsögn hans allt frá því átökum lauk. Erlent 17.1.2007 12:04
Kynjahlutfall óbreytt þrátt fyrir framkvæmdir Í fyrra var 844 einstaklingum af erlendum uppruna veitt íslenskt ríkisfang. Það eru 118 fleiri en árið áður, eða rúmlega sextán prósentum fleiri, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 17.1.2007 10:04
Óbreytt króna næsta hálfa árið Hætta er á veikingu krónunnar þegar horft er fram yfir næsta hálfa árið, að sögn Steingríms Arnars Finnssonar, sérfræðings greiningardeildar Kaupþings. Til lengri tíma litið segir hann að krónan muni leita í átt að jafnvægisgildi sínu, 125 til 135 stigum. Ef horft er til skemmri tíma, þriggja til sex mánaða, er gert ráð fyrir að krónan haldi sig á svipuðu bili og verið hefur. Viðskipti innlent 17.1.2007 10:04
ESB: Áhersla á stjórnarskrá Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Erlent 17.1.2007 12:01
10 létust og 42 særðust 10 manns létust og 42 særðust í Kirkuk í Írak morgun þegar sjálfsmorðssprengjumaður klessti bifreið sinni, sem var hlaðin sprengiefnum, á lögreglustöð. Þetta kom fram í yfirlýsingum frá sjúkrahúsum og lögreglu á svæðinu. Vitni sögðu að hús í nágrenninu hefðu hrunið og að margir væru enn fastir í rústunum. Erlent 17.1.2007 12:13
Magnús Magnússon jarðsunginn í Skotlandi Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi nú skömmu fyrir hádegi. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn 7. janúar síðastliðinn, 77 ára að aldri. Erlent 17.1.2007 12:09
Góður hagnaður hjá FL Group á árinu Gengi bréfa í bandarísku flugsamsteypunni AMR Corporation hækkaði um 7,11 prósent í gær og endaði hlutabréfaverðið í 40,23 bandaríkjadölum á hlut. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í félaginu fyrir um 28 milljarða íslenskar krónur undir lok desember í fyrra. Gengi AMR hefur hækkað um 33 prósent það sem af er árs og hefur verðmæti hluta FL Group vaxið sem því nemur.. Viðskipti innlent 17.1.2007 12:16
Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkjamenn gætu fjölgað í herliði sínu í Afganistan á næstunni. Hann var í Afganistan til þess að ræða við herforingja um stöðu baráttunnar þar í landi. Erlent 17.1.2007 12:00
Aukinn viðbúnaður í Rússlandi Lögreglumönnum í stærstu borgum Rússlands var í dag fjölgað um rúmlega fimm þúsund til þess að bregðast við aukinni hryðjuverkaógn í landinu. Í gær sendu yfirvöld í Rússlandi frá sér yfirlýsingu um að hryðjuverkamenn gætu gert árásir á samgöngukerfi stærstu borga Rússlands. Erlent 17.1.2007 11:38
Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi. Viðskipti erlent 17.1.2007 11:38
Boeing komið fram úr Airbus Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi. Viðskipti erlent 17.1.2007 11:11
Danól og Ölgerðin skipta um eigendur Samningar hafa tekist um sölu Danól og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson sem verið hafa í eigu Einars Kristinssonar og fjölskyldu undanfarin ár. Kaupendur eru aðalstjórnendur fyrirtækjanna, Andri Þór Guðmundsson og Októ Einarsson, sem fara með um 70 prósenta hlut ásamt Kaupþingi sem eignast um þriðjung. Viðskipti innlent 17.1.2007 11:08
Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Christopher Hill, sagði frá því í dag að hann hefði átt sex klukkustunda langan fund með fulltrúa Norður-Kóreu í Berlín í gær. Fundurinn gekk vel og ákveðið var að halda fleiri. „Við búumst við því að ræðast við í dag og í fyrramálið.“ sagði Hill við fréttamenn í dag. Erlent 17.1.2007 11:01
Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust. Viðskipti erlent 17.1.2007 10:04
Nintendo sigurvegari Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs. Leikjavísir 17.1.2007 10:03
Sammála um að kynjakvóti væri neyðarúrræði Á fjölsóttri námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í síðustu viku spunnust kröftugar umræður um konur sem stjórnendur og í stjórnarsetu. Viðskipti innlent 17.1.2007 10:03
Þokast í jafnréttisátt ... á hraða snigilsins Umræðan um stöðu í nútímasamfélaginu sprettur af og til upp með látum. Flestir virðast þá gera sér grein fyrir því að það sé öllum Íslendingum jafnmikilvægt að virkja konur til áhrifa. Þær séu helmingur vinnuaflsins, upp til hópa vel menntaðar og hafi alla jafna aðra sýn á hlutina en karlmenn. Aukin þátttaka þeirra muni því leiða til meiri fjölbreytni og betri ákvarðanatöku innan stjórna fyrirtækja. Viðskipti innlent 17.1.2007 09:33
Íranar skjóta niður njósnavél Bandaríkjanna Írönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu skotið niður njósnavél bandaríska hersins. Vélin var ómönnuð og var á könnunarflugi við landamæri Íraks og Íran. Talsmaður íranskra yfirvalda vildi ekki gefa upp nákvæma dagsetningu á atvikinu né nokkur önnur atriði. Erlent 17.1.2007 07:46
Snjóflóð féll á Óshlíðarveg Snjóflóð féll á Óshlíðarveg á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í gærkvöldi og lokaði honum. Engin var á ferð þegar það féll og ruddu vegagerðarmenn því af veginum þannig að hann varð aftur fær. Ekki féllu fleiri flóð á veginn í nótt. Innlent 17.1.2007 07:28
ESB og Kína í viðræðum Evrópusambandið og Kína eru nú í viðræðum til þess að bæta samband sitt og hefur Evrópusambandið ákveðið að opna lagaskóla í Kína til þess að bæta samskipti aðilanna tveggja. Skólinn á að leggja áherslu á höfundarréttarlög og á að veita kínverskum forstjórum kennslu. Erlent 17.1.2007 07:26
Bandaríkin senda flugmóðurskip til Persaflóa Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskipið John C. Stennis, sem hefur 3.200 manna áhöfn, áleiðis til Persaflóa. Verður það búið alls 80 árásar- og sprengjuvélum. Verður þetta í fyrsta sinn síðan við upphaf innrásarinnar í Írak árið 2003 sem tvö flugmóðurskip verða í flóanum. Erlent 17.1.2007 07:11
Margrét býður sig fram til varaformanns Margrét Sverrisdóttir tilkynnti í gærkvöldi að hún gæfi kost á sér í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Kosið verður í forystusveit flokksins á landsþingi 27. janúar næstkomandi og þá væntanlega á milli hennar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, sitjandi varaformanns, sem vill halda þeirri stöðu. Innlent 17.1.2007 07:10
Ban hittir Bush Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, tók á móti nýjum aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í Hvíta húsinu í gær. Bush sagði þar að Bandaríkin vildu vinna með Sameinuðu þjóðunum að friði með því að breiða út frelsi um heim allan. Innlent 17.1.2007 07:03
Talað til miðnættis Þriðju umræðu um frumvarp til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið lauk undir miðnætti í gærkvöldi, þá hafði þingfundur staðið frá hálftíu í gærmorgun með einu hálftíma þinghléi. Valdimar Leó Friðriksson, óflokksbundinn þingmaður, talaði í gær alls í 5 klukkustundir. Innlent 17.1.2007 07:01
Þriggja bíla óhapp í Svínahrauni Tvær konur misstu stjórn á bílum sínum með skömmu millibili í Svínahrauni á Suðurlandsvegi í gærkvöldi og höfnuðu báðir bílarnir á girðingu á milli vegarhelminga. Þriðju konunni, sem kom aðvífandi á jeppa, tókst að sveigja í gegnum fallna girðinguna yfir á rangan vegarhelming og afstýra þannig árekstri við þær. Einn bílinn festist í girðingunni og þurfti að klippa hann lausan. Innlent 17.1.2007 07:06