Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Þingflokkur sýnir tennurnar

Guðni Ágústsson segir að stjórn þingflokksins hafi ekki lagt í veturinn nema að sýna tennurnar á þann hátt sem hún gerði er hún útilokaði Kristin H. Gunnarsson frá fastanefndum Alþingis. Vestfirðingar eru orðlausir og vilja að forustan útskýri fyrir þeim hvernig byggja eigi flokkinn upp á ný. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vissi af sviptingu Kristins

Magnúsi Ólafssyni, formanni kjördæmissambands Framsóknarflokksins, var tilkynnt fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gærkvöld að til stæði að svipta Kristin H. Gunnarsson öllum nefndarsetum á vegum flokksins. Hann sagði í samtali við fréttastofu að honum hefði jafnframt verið sagt að Kristni yrði tilkynnt þessi ákvörðun fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn fékk viðvörun

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn.</b />

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðarbrestur orsökin

Formaður Framsóknarflokksins segir að samstarfsörðugleikar og trúnaðarbrestur hafi valdið því að flokkurinn hafi ekki viljað að Kristinn H. Gunnarsson tæki sæti í þingnefndum.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar sviptir áhrifum

Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélagsins í Bolungarvík, segir að þingflokkur Framsóknarflokksins hafi svipt Vestfirðinga eina talsmanninum sem þeir hafi átt í þingliðinu.

Innlent
Fréttamynd

Einn á báti

Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Heimskulegt segir Kristinn H.

"Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn H. fallinn í ónáð

Þingflokkur Framsóknar treystir Kristni H. Gunnarssyni ekki til að sitja í nefndum á vegum þingsins. Kristinn segir að sjálfstæði hans í tveimur málum hafi valdið óánægju innan forystu flokksins. Ætlar að starfa áfram innan þingflokksins. </font /></b />

Innlent