
Reykjavíkurmaraþon

Hvergerðingar flykkjast í hlaupahóp til minningar um Mikael Rúnar
Jafnvel mestu sófakartöflur eru búnar að kaupa hlaupaskó og ætla að láta gott af sér leiða.

Ellefu ára hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu: „Einhverfir eru alls konar“
Ellefu ára einhverfur drengur ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Bláan apríl. Hann segir mikilvægt að almenningur læri um einhverfu og ætlar ekki að láta það stoppa sig að vera stundum tapsár.

Landslið leikara í nýrri hlaupaauglýsingu
Fyrsta auglýsingin fyrir Reykjavíkurmaraþonið og hlaupastyrk hefur verið birt á Facebook-síðu Íslandsbanka.

Ilmur, Ólafur Darri og fleiri leikarar andlit Reykjavíkurmaraþonsins
Hópur landsþekktra íslenskra leikara er í forsvari fyrir hlaupastyrk í ár.

Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“
Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það.

Ætlar heilt maraþon ef hann nær að safna 300 þúsund: "Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég“
Þorvaldur Daníelsson stofnandi Hjólakrafts ætlaði að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu en gæti endað á því að hlaupa heilt maraþon.

Camilla Rut sýnir frá undirbúningnum: „Það er erfitt að hlaupa þegar maður er að byrja“
Camilla Rut segir að undirbúningurinn fyrir Reykjavíkurmaraþonið hafi ekki verið auðveldur, hvorki andlega né líkamlega.

Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“
Stundar köfun og tekur þátt í björgunarstarfi Landsbjargar.

Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi
"Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman.

Hinir raunverulegu sigurvegarar Reykjavíkurmaraþonsins
Fimm einstaklingar fóru yfir milljónamarkið í áheitasöfnunum sínum á vefsíðunni Hlaupastyrkur.is.

Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn
Tíu fangar á Kvíabryggju ætla að hlaupa maraþon á Menningarnótt. Misjafnt hvað hver fangi hleypur langt. Safnað er fyrir Afstöðu, félagi fanga. Fangaverðir keyra á eftir föngunum sem hlaupa eingöngu innan Kvíabryggjusvæðisins.