
Uppreist æru

Forsetinn fundaði með fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta
Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau ákvörðunina um að veita Hjalta uppreist æru og hvernig ferlið fór fram.

Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta.

Greint verður frá því hverjir hinir valinkunnu menn eru
Fjölmiðlar aðgang að gögnum um Róbert Downey en með takmörkunum.

„Okkur finnst eins og að hann hafi sannað sakleysi sitt með uppreist æru“
Baráttan fyrir breytingum á reglum og verklagi varðandi uppreist æru hafi verið eins og vekja steinrunnið tröll af dvala.

Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru.

Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum
Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.

Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru
Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan.

Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar
Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag.

Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins
Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans.

Segir Brynjar Níelsson vera siðleysingja
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segir frá veikindum sínum.

Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey
ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin.

Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru.

Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar.

Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag.

Birta yfirlit yfir þá sem hlotið hafa uppreist æru
Þrjátíu og tveir hafa fengið uppreist æru á síðustu 20 árum, þar af þrír sem dæmdir höfðu verið fyrir morð.

Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna
Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Kynnir gögn um mál Róberts Downey
Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug.

Faðir segir Robert Downey fá uppreist æru eins og eftir umsókn um Costco kort
Faðir einnrar stúlkunnar sem Robert Downey var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota kynferðislega, segir að það sé nánast eins auðvelt að fá uppreist æru og sækja um Costoco kort.

Undirskriftin staðfestir orð Bjarna
Forsætisráðherra var ekki starfandi innanríkisráðherra þegar tillagan um að veita kynferðisbrotamanninum Robert Downey uppreist æru var afgreidd úr ráðuneytinu.

Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun.

Svandís Svavars segir framkvæmd beiðna um uppreist æru vera of vélræna
Þetta var niðurstaða fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir og fór fram í dag.

Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi
Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru.

„Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“
Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar.