Landspítalinn

Fréttamynd

Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki lengur þörf fyrir bráða­mót­töku?

Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er þetta ekki í lagi?

Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags

Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 

Innlent
Fréttamynd

Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram

Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt.

Innlent
Fréttamynd

Kapellan þyrfti að víkja fyrir Co­vid-sjúk­lingum

Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Land­spítala sem átti að koma í stað fyrir Co­vid-göngu­deildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heil­brigðis­ráðu­neytinu drög að út­færslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Co­vid-sjúk­linga.

Innlent
Fréttamynd

Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað

Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm

Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella

Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19.

Innlent