Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Skrifa undir samning um út­flutning korns frá Úkraínu

Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu  föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Varar við hamförum vegna matvælaskorts

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Edda Her­manns­dóttir nýr stjórnar­for­maður UNICEF

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. 

Innlent
Fréttamynd

Tedros endur­kjörinn fram­kvæmda­stjóri WHO

Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri

Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda

Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu

Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Að­eins í annað sinn í sögunni sem landi er vikið úr Mann­réttinda­ráðinu

Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að víkja Rússum úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir gróf og kerfisbundin brot á mannréttindum en 93 greiddu atkvæði með tillögunni, 24 greiddu atkvæði á móti, og 58 sátu hjá. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu vegna brota á mannréttindum og í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráðinu er vikið úr ráði Sameinuðu þjóðanna. 

Erlent
Fréttamynd

Segir hryllinginn í Bucha að­eins eitt dæmi af mörgum og krefst að­gerða

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út

Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sjálf­bær, femínísk endur­reisn

Nú þegar við höldum upp á Alþjóðlegan dag kvenna, 8.mars, blasir við að afturkippur hefur orðið í réttindabaráttu kvenna.Við súpum öll seyðið af því. Þær hamfarir sem riðið hafa yfir undanfarin ár hafa fært okkur heim sanninn um hve þýðingarmikil forysta kvenna er.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær hafnarborgir í suðurhluta Úkraínu á valdi Rússa

Hafnarborgin Kherson er á valdi Rússa og Mariupol er við það að falla þótt heimamenn berjist enn við árásarherinn. Utanríkisráðherra Rússlands segir að þegar búið verði að splunda her Úkraínumanna og hreinsa landið af nasismanum verði almenningur í Úkraínu að ákveða framtíð landsins.

Erlent