Óttast um heilsu nígerska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 10:39 Mynd af Bazoum forseta sem stuðningsmenn hans festu upp við nígerska sendiráðið í París um síðustu helgi. Herinn steypti honum af stóli 26. júlí og hann hefur verið í stofufangelsi síðan. AP/Sophie Garcia Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós. Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bazoum er í stofufangelsi í forsetahöllinni en herforingjastjórnin hefur ekki gefið uppi um ástand réttkjörins forseta landsins. Stjórnmálaflokkur forsetans fullyrðir að honum sé haldið við „grimmilegar“ og „ómannúðlegar“ aðstæður ásamt eiginkonu hans og syni. Þau hafi hvorki aðgang að rennandi vatni, rafmagni, ferskum matvælum eða heilbrigðisþjónustu. Antonio Guterres, framvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa áhyggjur af Bazoum sem búi við „hörmulegar“ aðstæður. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti einnig áhyggjum af heilsu og öryggi Bazoum og fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Eftir því sem tíminn líður og honum er haldið í einagrun fara áhyggjur okkar af stöðunni vaxandi,“ sagði Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS), sem hefur gefið valdaræningjunum frest til sunnudags til þess að skila völdunum aftur í hendur Bazoum, ætlar að funda um málefni Nígers í dag. Það hefur hótað hernaðaríhlutun verði stjórnarskrárbundnu stjórnarfari ekki komið á aftur í landinu. Malí og Búrkína Fasó hafa þó lýst yfir stuðningi við valdaræningjana en þeim er báðum stjórnað af herforingjastjórnum. Níger hefur verið síðasta áreiðanlega bandalagsríki vestrænna ríkja í baráttu við íslamska öfgamenn á Sahel-svæðinu sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Rúmlega 1.100 bandarískir hermenn eru í landinu en framtíð þeirra þar er óljós.
Níger Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45