Kína

Fréttamynd

Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan

Kjörstöðum hefur verið lokað í eyríkinu Taívan en þar fóru í dag fram forsetakosningar. Stefnur tveggja aðalframbjóðandanna í samskiptum við Kína eru gjörólíkar.

Erlent
Fréttamynd

Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína

Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar taka annað flugmóðurskip í notkun

Kínverjar hafa lagt mikið í það að koma upp nútíma flota á undanförnum árum með framleiðslu herskipa, kafbáta og svokallaðra stuðningsskipa. Xi Jinping sagði í fyrra að floti Kína þyrfti að vera af "heimsklassa“.

Erlent
Fréttamynd

Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum

Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild.

Erlent
Fréttamynd

Flug milli Kína og Keflavíkur hefst í vor

Fyrsta flug kínverska flugfélagsins Juneyao Air frá Sjanghæ til Íslands með viðkomu í Helsinki verður 31. mars næstkomandi. Flogið verður hingað tvisvar í viku út árið. Félagið áætlar 20 þúsund farþega á næsta ári. Miðaverð báðar leiðir er frá 68 þúsund krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir milljón múslimar í fangabúðum

Á sunnudag voru birt skjöl sem lekið hafði verið úr gagnagrunni kínverska Kommúnistaflokksins. Í skjölunum kemur fram að á bilinu ein til ein og hálf milljón múslima er í keðju fangabúða í vesturhluta landsins. Markmiðið er að endurmennta múslima.

Erlent
Fréttamynd

Segir kostnaðar­samara fyrir Kín­verja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna

"Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“

Erlent