Tölvuárásum fjölgar mjög á tímum fjarvinnu Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 12:19 Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. EPA/RITCHIE B. TONGO Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína. Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tölvuárásum gegn fyrirtækjum í Bandaríkjunum og víðar hefur fjölgað verulega að undanförnu, samhliða aukinni heimavinnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Tölvuþrjótar hafa reynt að nýta sér það að fólk sé að vinna heima en það hefur gert netöryggissérfræðingum erfitt að tryggja innri kerfi fyrirtækja. Það er vegna þess hve margir vinna að heiman, á mismunandi tölvur, með mismunandi netbúnað og misgott öryggi. Það að svo margir tengi sig við innri kerfi fyrirtækja utan frá, hefur sömuleiðis aukið hættu á tölvuárásum, samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn netöryggisfyrirtækisins VMWare Carbon Black sögðust hafa tekið eftir 148 prósenta aukningu í svokölluðum „ransomware“ árásum í mars, samanborið við mars í fyrra. Slíkar árásir ganga út á að tölvuþrjótar reyna að ná stjórn á tölvum og kerfum og þvinga fólk og fyrirtæki til að greiða svo gögnum sé ekki eytt. Finnskir rannsakendur segja einnig að tíðni tölvuárása í Bandaríkjunum og víða í Evrópu hafi tvöfaldast frá janúar til mars. Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því á miðvikudaginn að tölvuþrjótar á vegum einræðisstjórnar Norður-Kóreu væru að reyna árásir á alþjóðafjármálastofnanir og fyrirtæki. Markmið þeirra væri að stela peningum og skaða stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. Í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, segir að einræðisstjórn Kim Jong Un reiði sig sífellt meira á tölvuárásir til að verða sér út um fé til vopnaþróunar og framleiðslu. Til marks um það megi benda á WannaCry 2.0 árásina í maí 2017. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og olli gífurlegu tjóni. Politico sagði frá því í gær að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa greint mikla aukningu í tölvuárásum á bandarísk fyrirtæki sem vinna að verkefnum fyrir herafla ríkisins og búa yfir leynilegum upplýsingum. Þar á meðal eru fyrirtæki sem vinna í heilbrigðistækni. Árásirnar hafa verið raktar til tölvuþrjóta á vegum Kommúnistaflokks Kína.
Fjarvinna Netöryggi Netglæpir Norður-Kórea Kína Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira