Bretland

Fréttamynd

Kamilla Breta­drottning greinir frá kyn­ferði­sof­beldi

Kamilla Bretadrottning greindi í dag frá blygðunarsemisbroti sem hún varð fyrir á unglingsárum. Árásin hafi reitt hana til reiði en hún haldið henni leyndri í fjölmörg ár þar til hún heyrði aðrar konur greina frá ofbeldisreynslu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn

Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk.

Lífið
Fréttamynd

Frí­múrara­reglan vill lög­bann á nýjar lögreglureglur

Frímúrarareglan á Bretlandseyjum hafa leitað til dómstóla til að freista þess að fá lögbann á nýjar reglur lögregluyfirvalda í Lundúnum sem kveða á um að að lögreglumenn greini yfirmönnum sínum frá því ef þeir tilheyra félagsskapnum.

Erlent
Fréttamynd

Við­skilnaður Breta við ESB: Sárs­auki, frelsi og veð­málið um fram­tíðina

Eftir áratuga sambúð ákvað Bretland að segja skilið við Evrópusambandið (ESB). Þetta var ekki einungis breyting á tollasamningum heldur sögulegt veðmál um þjóðarhag. Líkingin um að Bretland hafi farið úr „ömurlegu hjónabandi“ og staðið eftir „á nærbuxunum“ lýsir vel þeirri stöðu sem landið hefur verið í undanfarin ár.

Skoðun
Fréttamynd

Brenndu rangt lík

Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar á­kærur á hendur Rus­sell Brand

Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum.

Erlent
Fréttamynd

Vísa á­sökunum Skinner um kosningasvindl á bug

Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum.

Lífið
Fréttamynd

Út­gefandi Walliams lætur hann róa

Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. 

Lífið
Fréttamynd

Sel­foss stöðvaður í Bret­landi

Flutningaskipið Selfoss var stöðvað af hafnarríkiseftirliti í Bretlandi á dögunum. Þar gerðu eftirlitsmenn athugasemdir við búnað um borð í skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Taka á kven­fyrir­litningu með sér­stöku nám­skeiði fyrir drengi

Börn allt niður í ellefu ára, sem sýna af sér hegðun sem markast af kvenfyrirlitningu, munu fá sérstaka kennslu um samskipti kynjanna verði áform breskra stjórnvalda að veruleika. Markmiðið með sérstöku námskeiði sem miðað verði að drengjum er að vinda ofan af og koma í veg fyrir ofbeldisfull viðhorf og hegðun í garð stúlkna og kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Við­skila í London eftir að hafa hent vega­bréfinu í ruslið

Íslensk kona á leið til Ástralíu með syni sína tvo lenti í einni stærstu martröð ferðalangsins þegar vegabréf eldri sonarins endaði í ruslinu á flugvelli í Lundúnum. Þau rótuðu í tunnunni en þá var vegabréfið horfið. Leiðir skildu, móðirin og yngri sonurinn flugu áfram en sá eldri varð eftir með síma, hleðslutæki og einbeittan vilja til að endurheimta vegabréfið.

Ferðalög
Fréttamynd

Það hafi víst verið haft sam­ráð við sjávarút­veginn

Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 

Innlent
Fréttamynd

Vill fimm milljarða Banda­ríkja­dala frá BBC

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú ákveðið að fara í mál við breska ríkisútvarpið og krefst fimm milljarða Bandaríkjadala í bætur. Málið á rætur sínar að rekja til þess að framleiðendur í fréttaskýringaþættinum Panorama klipptu orð hans í ræðu þann 6. janúar 2021 úr samhengi. Þannig mátti á forsetanum skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Úkraína fái tryggingar sem jafn­gilda 5. greininni

Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands auk átta annarra Evrópuríkja hafa heitið hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu í samvinnu við Bandaríkin, sem er ætlað að koma í stað 5. greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins.

Erlent
Fréttamynd

Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester

Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á meintri gagna­öflun um Giuffre felld niður

Fullyrðingar um að Andrew Mountbatten-Windsor fyrrverandi Bretaprins hafi beðið lögreglumann, sem sinnti fyrir hann lífvörslu, um upplýsingar um konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi verða ekki rannsakaðar frekar af lögreglunni í Lundúnum. 

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn bannaðir á krám vegna skatta­hækkana

Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Klámleikkona slapp með sekt og brott­vísun

Klámleikkonan Bonnie Blue, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, slapp við þungan dóm í Indónesíu og þarf einungis að greiða sekt sem nemur um 1500 íslenskum krónum. Hún verður jafnframt að yfirgefa landið og flýgur á brot í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Sel­foss dreginn til hafnar á Hjalt­lands­eyjum

Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík.

Innlent
Fréttamynd

Abba skilar 350 milljörðum í kassann

Sýningin ABBA Voyage hefur algjörlega slegið í gegn í Bretlandi og hefur fólk komið hvaðan af úr heiminum til að sjá hana. Þessi einstaka tónleikaupplifun sem sýnir svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum sænsku sveitarinnar flytja sín stærstu lög hefur skilað rúmum tveimur milljörðum punda út í breska efnahagskerfið. 

Tónlist
Fréttamynd

Hylmdu yfir með „Steikar­hnífnum“ í Írska lýðveldis­hernum

Breska leyniþjónustan hélt hlífiskildi yfir flugumanni sínum innan Írska lýðveldishersins þrátt fyrir að hann væri eftirlýstur fyrir morð. Hún hélt áfram að þagga mál útsendarar sem hafði dulnefnið „Steikarhnífurinn“ niður löngu eftir að mesta ófriðnum á Norður-Írlandi lauk.

Erlent
Fréttamynd

Segir að taka þurfi mikil­vægar á­kvarðanir

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir.

Erlent