Fjármálafyrirtæki

Ríkissjóður fær sérstaka arðgreiðslu frá Landsbankanum upp á sex milljarða
Bankaráð Landsbankans hefur lagt til sérstaka arðgreiðslu til hluthafa sem nemur 6.141 milljón króna sem til stendur að greiða út í lok næsta mánaðar. Sú greiðsla kemur til viðbótar áður boðuðum arðgreiðslum bankans vegna afkomu ársins 2021 upp á 14,4 milljarða.

Rúmlega þrjátíu milljarðar á innlánsreikningum Auðar
Staða innlána hjá Auði, fjármálaþjónusta Kviku, er rúmlega þrjátíu milljarðar króna og viðskiptavinir bankans telja á annan tug þúsunda. Auður vakti mikla athygli við stofnun fyrir þremur árum því hún bauð hæstu mögulegu innlánsvexti.

„Það getur alveg komið til að ríkið grípi inn í eins og það gerði á Covid-tímum“
Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki að ríkið komi með stuðning að einhverju leyti vegna mikilla hækkana á hrávöruverði eins og olíu. Hún bendir á að fjármálastofnanir geti líka haft áhrif fari verðbólgan á flug. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar vill hraða orkuskiptum.

Vægi hlutabréfa „fullmikið“ í efnahagsreikningi Kviku
Þrátt fyrir að lánastarfsemi Kviku banka hafi skilað góðri afkomu í fyrra þá er hún „afskaplega smá í sniðum“ og stendur undir rúmlega 29 prósentum af heildareignum félagsins. Hlutfall efnahagsreiknings Kviku sem fellur undir útlánastarfsemi er þannig vel undir helmingur þess sem gerist hjá viðskiptabönkunum.

Búast við jafnvægi á íbúðamarkaði á næsta ári
Greiningardeild Íslandsbanka segir íbúðamarkað enn vera á blússandi siglingu og mikla eftirspurnarspennu ríkja á markaði. Þó er hún þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða.

Íslandsbanki á von á 700 milljónum sem hafa legið óhreyfðar vegna dómsmáls
Íslandsbanki getur átt von á því að fá greiddar 676 milljóna króna, sem hafa um árabil legið óhreyfðar á bankareikningi á meðan óvissa var um niðurstöðu í dómsmáli, eftir nýlegan úrskurð Landsréttar í málinu.

Landsbankinn varar við sannfærandi svikapóstum
Landsbankinn varar við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni bankans. Póstarnir innihalda hlekk á innskráningarsíðu sem virðist vera netbanki Landsbankans en með innskráningunni komast óprúttnir aðilar yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavina.

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT
Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi.

Tinder-svindlarinn og hætturnar á netinu
Tilraunir til fjársvika á netinu aukast stöðugt og dæmi eru um að Íslendingar hafi tapað milljónum til svindlara á netinu. Oft er verið að spila með tilfinningar og góðmennsku fólks og mikilvægt að fólk þekki einkenni svikatilrauna, hvort sem þau beinast gegn þér eða þínum nánustu.

Virði Arion væri um 70 milljörðum lægra ef „reksturinn væri í gamla horfinu“
Með hagræðingu, sterkari grunnrekstri og lækkun bankaskatts hefur stjórnendum Arion banka tekist frá árinu 2019 að bæta verulega hlutfall þjónustutekna og annarra tekna umfram fastan rekstrarkostnað.

Kristín Hildur hjá Fortuna Invest til Íslandsbanka
Kristín Hildur Ragnarsdóttir, eina af meðlimum Fortuna Invest, hefur verið ráðin til starfa hjá Íslandsbanka og þar sem hún mun leiða vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar.

Frekari sala á hlutum í Íslandsbanka virðisaukandi fyrir ríkið og aðra hluthafa
Heppilegur tími er nú fyrir áframhaldandi sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og með auknu floti, þ.e. þeir hlutir sem má ætla að geti gengið kaupum og sölum, má ganga út frá því að það verði enn auðveldara að eiga viðskipti með hlutabréf í bankanum á markaði.

Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins
Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020.

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti
Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Fækkun í hópi þeirra sem þurfa sértæk úrræði hjá Landsbankanum
Á síðustu tveimur árum hefur fækkað í hópi þeirra einstaklinga sem hafa fengið sérstök úrræði hjá Landsbankanum vegna greiðsluerfiðleika. Almennt er fjöldi slíkra mála hjá viðskiptabönkunum þremur lágur í sögulegu samhengi.

Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum.

Frekari bankaskattur kemur atvinnulífinu spánskt fyrir sjónir
Forstöðumaður efnahagssviðs SA og stjórnarformaður Viðskiptaráðs eru sammála um að hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að leggja sérstakan, frekari skatt á fjármálafyrirtæki gangi gegn yfirlýstum markmiðum ráðherrans með aðgerðinni. Yfirvöld vilji ólíklega rýra virði eignarhlutar síns í fjármálakerfinu þegar sala á frekari hlut ríkisins í Íslandsbanka er framundan.

Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum.

Stefna á öðruvísi bankasölu en síðast
Íslenska ríkið verður að öllum líkindum ekki lengur meirihlutaeigandi í Íslandsbanka eftir útboð sem stefnt er að í næsta mánuði. Útboðið verður fyrir fagfjárfesta en ekki almenning eins og síðast.

Nýr banki kominn með starfsleyfi hjá Seðlabankanum
Seðlabanki Íslands veitti í dag áskorendabankanum indó leyfi til að starfa sem sparisjóður. Indó tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust.

Að blekkja gegn betri vitund
Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.

Daníel hættur hjá Landsbankanum, stýrt hagfræðideild bankans frá 2010
Daníel Svavarsson, sem hefur verið forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans frá árinu 2010, hefur hætt störfum hjá bankanum.

Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána
Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði.

Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga
Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja.

Um „ofurhagnað“ bankanna
Verðum við ekki að ætlast til þess að viðskiptaráðherra viti að raunvextir í landinu eru í dag neikvæðir, þannig að nú á sér stað stórfelld yfirfærsla sparifjár frá sparifjáreigendum til lántakenda.

Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir
Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna.

Bankarnir sýni heimilunum svigrúm
Forsætisrráðherra og fjármálaráðherra segja góða stöðu banka í eigu ríkisins koma sér vel með miklum argreiðslum í ríkissjóð sem nýtist til fjármögnunar félagslegra verkefna. Fjármálaráðherra segir heimilin þó standa vel og vanskil þeirra séu í algeru lágmarki.

Lífeyrissjóðir hafa bætt 6 prósentum við hlut sinn í Íslandsbanka
Lífeyrissjóðir hafa bætt töluvert við hlut sinn í Íslandsbanka frá hlutafjárútboði bankans í júní á síðasta ári en á sama tíma hefur hlutdeild erlendra fjárfesta í bankanum minnkað. Þetta má lesa úr skýrslu fjármálaráðherra um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, sem var lögð fyrir Alþingi.

Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann.

Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar.