Björgunarsveitir

Fréttamynd

Fýkur ofan af sýslumanni

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið er til húsa.

Innlent
Fréttamynd

62 m/s á Kjalarnesi

Aðgerðastjórn gerir ráð fyrir að aftakaveður gangi inn á höfuðborgarsvæðið núna klukkan 7

Innlent
Fréttamynd

Flest banaslys á fjöllum á Esjunni

Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu viðbrögð við snjóflóðum í Bláfjöllum

Stór snjóflóðaleitaræfing hófst í Bláfjöllum í morgun, þar sem hundar og fjöldi fólks koma við sögu. Skipuleggjandi æfingarinnar segir snjóflóð síðustu vikna sýna fram á mikilvægi þess að björgunarsveitir séu ávallt viðbúnar, og kunni réttu handtökin.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk er eðlilega í sjokki“

Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikil áfallahjálp framundan

Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum

Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Innlent
Fréttamynd

Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri

Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina.

Innlent