Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Skoðun 6.2.2025 07:04
Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Undanfarna mánuði höfum við kennarar og skólafólk keppst við að senda inn greinar til þess að reyna að opna augu fólks fyrir því hve alvarleg staðan er í íslensku menntakerfi. Það eru rauð blikkandi ljós alls staðar, það er staðreynd, en samt erum við einhvern veginn enn á þeim stað að við erum að reyna að sannfæra samfélagið um að starf kennara sé mikilvægt, að menntun sé mikilvæg. Að börn séu mikilvæg. Í hvernig samfélagi þarf eiginlega að sannfæra almenning um það? Skoðun 5.2.2025 21:32
Óvenjulegt að allt landið sé undir Rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir eru um allt land í kvöld og á morgun og hættustig almannavarna er í gildi. Margar tilkynningar um fok- og vatnstjón hafa borist viðbragðsaðilum. Óvissa er með skólastarf í höfuðborginni. Veður 5.2.2025 20:13
Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. Innlent 5. febrúar 2025 11:10
Hver er ábyrgð barna? Í umræðunni um skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna erum við fullorðnu einstaklingarnir oft dugleg að benda á hvert annað og varpa ábyrgðinni frá okkur. Foreldrar þurfa að taka sig á, skólar verða að vera símalausir, og stjórnvöld þurfa að setja miðlæg lög um símanotkun í skólum og hærra aldurstakmark á samfélagsmiðla. Skoðun 5. febrúar 2025 11:02
Ég er foreldri, ég er kennari Það hefur líklega farið framhjá fáum að verkföll standa nú yfir í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eftir árangurslausar samningaviðræður. Verkföll í nokkrum framhaldsskólum eru einnig í bígerð samkvæmt fréttum. Skoðun 5. febrúar 2025 10:02
Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. Innlent 4. febrúar 2025 22:42
Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Kennarar heyja nú baráttu sem varðar okkur öll, en samfélagið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. Íslenskt menntakerfi stendur á krossgötum, þar sem kennarar eru þvingaðir til verkfalla í leit að réttlátum kjörum á sama tíma og áhrifamiklir einstaklingar og foreldrar draga stöðu þeirra í efa opinberlega. Þetta er hættuleg þróun sem setur framtíð menntunar í landinu í stórhættu. Skoðun 4. febrúar 2025 21:00
Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum. Innlent 4. febrúar 2025 11:47
Elskar þú að taka til? Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Skoðun 4. febrúar 2025 11:32
Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Innlent 4. febrúar 2025 10:45
Kirkjusókn ungra drengja Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Skoðun 4. febrúar 2025 10:30
Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? „Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði. Lífið 3. febrúar 2025 23:52
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Innlent 3. febrúar 2025 22:03
Vígðu bleikan bekk við skólann Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. Innlent 3. febrúar 2025 20:02
Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Innlent 3. febrúar 2025 19:07
Stefna kennurum Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt. Innlent 3. febrúar 2025 15:35
Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Iðjuþjálfinn Sólveig Kristín Björgólfsdóttir hefur vakið athygli fyrir skrif sín og gagnrýni á skólamat barna í grunnskólum. Lífið 3. febrúar 2025 13:01
Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Innlent 3. febrúar 2025 12:41
Slæmt hjónaband Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði orðrétt í viðtali þann 2. febrúar: „Það er ekki heppilegt þegar maður er að stofna hjónaband að vera í slagsmálum.” Skoðun 3. febrúar 2025 12:30
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Skoðun 3. febrúar 2025 10:32
Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Það fór eins og við mörg óttuðumst. Verkföll eru skollin á aftur. Ég er því miður ekki hissa. Skoðun 3. febrúar 2025 07:30
Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Innlent 3. febrúar 2025 07:20
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Innlent 2. febrúar 2025 22:39