Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Lyfja­notkun ekki lengur frá­gangs­sök í lögreglunáminu

Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára drengur hryggbrotnaði eftir fall úr leikkastala

Hrönn Óskarsdóttir, móðir sex ára drengs sem brotnaði á hryggjarlið þegar hann féll úr kastala á skólalóð Snælandsskóla, segist hafa talið leiktæki á skólalóðum öruggari en raun ber vitni. Leiktækið sem um ræðir væri líklega óleyfilegt samkvæmt evrópskum stöðlum ef það væri ekki selt í einu lagi.

Innlent
Fréttamynd

Um kyn, kyn­fræðslu, skóla og menntun

Nú hefur Menntamálaráðherra skipað starfshóp um kynfræðslu í skólum, sem ég á sæti í. Það hefur skapast umræða um starfshópinn á samfélagsmiðlum og í framhaldi langar mig að setja fram mína sýn á bæði mönnun starfshópsins og hlutverk hans.

Skoðun
Fréttamynd

Kláraði stúdentinn á tveimur árum í fjarnámi

Hin átján ára gamla Birta Breiðdal getur farið brosandi inn í jólahátíðina. Hún skráði sig í sögubækurnar á föstudaginn þegar hún lauk stúdentsprófi við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Hún er fyrsti nemandinn sem útskrifast við skólann sen stundaði námið alfarið í fjarnámi. Lauk hún auk þess stúdentsprófi á aðeins tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng

Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag.

Innlent
Fréttamynd

Fullkomið verkefni um Brennu-Njáls sögu á Laugarvatni

Sögupersónur Brennu Njáls sögu hafa öðlast nýtt líf í meðförum nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem unnu nokkur myndbönd um söguna í stað þess að sitja í kennslustund og læra söguna þar, því það er bannað vegna heimsfaraldursins. Kennarinn segir verkefnið hafa heppnast fullkomlega.

Innlent
Fréttamynd

„Það hefur náttúru­lega skapast glæ­nýr veru­leiki í kjöl­far heims­far­aldurs“

„Hugmyndin kviknaði út frá því að við vorum allar að kenna námskeið á okkar eigin vegum og vildum sameina þau undir einum námskeiðaskóla. Þetta er því frábær afsökun til að hanga meira saman og um leið efla fólk til kíkja á skemmtileg námskeið,” segir tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir sem stofnaði skapandi skólann Skýið ásamt tveimur öðrum konum, þeim Unni Eggertsdóttur leikkonu og Eddu Konráðsdóttur viðskiptaráðgjafa.

Lífið
Fréttamynd

Misstórir reikningar smábarna

Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Dómari á launa­skrá hjá máls­aðila

Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR.

Innlent
Fréttamynd

Veiran fannst í þremur skólum

Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur staðfestir að símtal Lilju til Ágústu var nóg

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu varðandi skólameistara á Akranesi sem sagt var upp störfum. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólastjóri Fjölbrautarskóla Vesturlands, taldi að skipunartími hennar hefði framlengst sjálfkrafa til fimm ára þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt innan nauðsynlegs fyrirvara að starfið yrði auglýst.

Innlent
Fréttamynd

Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið

Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður

Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur?

Skoðun
Fréttamynd

Sumar­opnun leik­skóla í Hafnar­firði

Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

55 nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví vegna smits

Nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla, grunnskóla í Reykjavík, eru komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af Covid-19. Þetta staðfestir Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri við Vísi. Auk nemendanna, sem eru 55, eru fjórir starfsmenn í sóttkví sömuleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarverkefni LHÍ fær tvær milljónir evra í styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu

Rannsóknarverkefni á vegum Listaháskóla Íslands hefur hlotið tveggja milljóna evru styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu. Verkefnið kallast „Snjallhljóðfæri: að skilja gervigreind 21 aldar gegnum skapandi tónlistartækni“ og hlýtur dr. Þórhallur Magnússon, prófessor og deildarforseti tónlistardeildar Sussex háskóla í Englandi og rannsóknaprófessor við Listaháskóla Íslands styrkinn.

Innlent