Lyf

Fréttamynd

„Ég er alveg skíthrædd við þetta lyf“

Íslensk kona notaði "barbí-lyfið“ í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sólarexem og bruna áður en hún fór til sólarlanda. Hún segist "skíthrædd“ við að nota lyfið en myndi nota það aftur ef hún væri að fara í sólríkt land.

Innlent
Fréttamynd

Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf

Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri lyfjatengd andlát

Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er opið um páskana?

Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kasta upp lyfinu og selja áfram

Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Segir nýja rannsókn líflínu fyrir sig

Hin 26 ára gamla Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur verið rétt líflína í baráttunni við séríslenskan erfðasjúkdóm sem veldur heilablæðingu hjá fólki á þrítugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum

Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum snjall-lyfs

Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara nú við neyslu á efninu tian­eptine og annarra efna sem seld eru á netinu undir heitinu Nootrop­ics.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni

Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg fjármagn til að mæla þungmálma

Ólafur Reykdal og Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís segja skorta gögn og mælingar á óæskilegum efnum og næringarinnihaldi matvæla á Íslandi. Nýleg gögn séu ekki til. Stjórnvöld styðji ekki nægilega vel við slíkar rannsóknir.

Innlent