Utanríkismál Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Innlent 30.7.2025 10:33 Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Innlent 30.7.2025 00:04 Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Prófessor í stjórnmálafræði segir yfirlýsingu forsætisráðherra Breta ekki nægilega og fulla af skilyrðingum. Íslensk yfirvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel heldur fylgt forystu annarra ríkja. Ísrelar beri ábyrgð á að engin neyðaraðstoð berist Gasabúum. Erlent 29.7.2025 22:54 Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00 Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Innlent 28.7.2025 21:40 Alþjóðalög eða lögleysa? Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Skoðun 28.7.2025 15:00 Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35 Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03 Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Innlent 27.7.2025 18:36 Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. Innlent 27.7.2025 12:03 „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. Innlent 25.7.2025 23:55 ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Innlent 25.7.2025 19:18 Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22.7.2025 18:01 Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Innlent 22.7.2025 12:14 Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst. Innlent 22.7.2025 08:17 Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust. Erlent 22.7.2025 07:36 Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Innlent 21.7.2025 20:06 Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Innlent 21.7.2025 18:30 Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Innlent 21.7.2025 16:10 Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra. Innlent 21.7.2025 15:17 Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Innlent 21.7.2025 14:02 Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Innlent 21.7.2025 12:10 Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. Skoðun 21.7.2025 10:03 „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Innlent 19.7.2025 20:04 „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Innlent 19.7.2025 19:17 Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Innlent 19.7.2025 12:16 Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18.7.2025 19:48 Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18.7.2025 19:01 Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 47 ›
Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Innlent 30.7.2025 10:33
Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. Innlent 30.7.2025 00:04
Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Prófessor í stjórnmálafræði segir yfirlýsingu forsætisráðherra Breta ekki nægilega og fulla af skilyrðingum. Íslensk yfirvöld hafi ekki staðið sig nægilega vel heldur fylgt forystu annarra ríkja. Ísrelar beri ábyrgð á að engin neyðaraðstoð berist Gasabúum. Erlent 29.7.2025 22:54
Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Innlent 28.7.2025 21:40
Alþjóðalög eða lögleysa? Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Skoðun 28.7.2025 15:00
Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB. Innlent 28.7.2025 13:35
Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað. Innlent 28.7.2025 11:47
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03
Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar og meðlimur í utanríkismálanefnd segir fulltrúa minnihlutans í nefndinni sammála um að fyrirhugaðar tollahækkanir ESB á kísiljárn hafi ekki verið ræddar á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Innlent 27.7.2025 18:36
Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið. Innlent 27.7.2025 12:03
„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. Innlent 25.7.2025 23:55
ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Innlent 25.7.2025 19:18
Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22.7.2025 18:01
Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Innlent 22.7.2025 12:14
Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst. Innlent 22.7.2025 08:17
Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust. Erlent 22.7.2025 07:36
Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Innlent 21.7.2025 20:06
Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Innlent 21.7.2025 18:30
Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra Íslands er á meðal 25 utanríkisráðherra sem fordæma hvernig staðið er að mannúðaraðstoð á Gasa og dráp á almennum borgurum. Innlent 21.7.2025 16:10
Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra. Innlent 21.7.2025 15:17
Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Innlent 21.7.2025 14:02
Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Innlent 21.7.2025 12:10
Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. Skoðun 21.7.2025 10:03
„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Innlent 19.7.2025 20:04
„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Innlent 19.7.2025 19:17
Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Innlent 19.7.2025 12:16
Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18.7.2025 19:48
Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18.7.2025 19:01
Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17.7.2025 21:34