Utanríkismál

Fréttamynd

Lilja segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman

Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu

Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Konur í þágu friðar

Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fer fram í Veröld húsi Vigdísar í Háskóla Íslands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland

Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða.

Innlent
Fréttamynd

Rick Perry mættur til Íslands

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi

Rasmus Dahlberg, doktor við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir nái saman um að koma upp flotastöð fyrir Bandaríkjaher í suðurhluta Grænlands. Dahlberg flutti fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í gær um stöðu mála á norðurskautssvæðinu, varnarmál og björgunarmál.

Erlent
Fréttamynd

Hverjum má treysta?

Sú dapurlega orðræða sem þjóðin varð vitni að um orkupakkann dró fram hvaða stjórnmálaflokkum má treysta í Evrópumálum.

Skoðun