Grindavík

Fréttamynd

Hraunið komið yfir ný­lagðan ljós­leiðara

Ljós­leiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnar­garðinn á gos­stöðvunum síðasta þriðju­dag til að mæla á­hrif hraun­rennslis á ljós­leiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur á­fram mun hraun á endanum renna niður að Suður­stranda­vegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljós­leiðara Mílu sem hring­tengir Reykja­nesið.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­­garðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs

Þó að varnar­­garðarnir á gos­­stöðvunum reynist gagns­lausir í bar­áttunni við að halda hrauninu frá inn­viðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafns­dóttir, um­­hverfis- og byggingar­­verk­­fræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnar­­garðanna, að reynslan af verk­efninu verði gífur­­lega gagn­­leg í fram­­tíðinni ef eld­­stöðvar á Reykja­nesi hafa vaknað til lífsins.

Innlent
Fréttamynd

Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli

Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna.

Innlent
Fréttamynd

Náttúruspjöll við Geldingadali

Eldgos eru einhverjar alstórfenglegustu náttúruhamfarir sem verða á jörðinni. Íslendingar hafa frá upphafi byggðar þurft að takast á við þessi öfl náttúrunnar, og oft á tíðum orðið fyrir miklum búsifjum af völdum jarðelda. Síðari ár höfum við þó einnig notið fegurðar þeirra og margbreytileika.

Skoðun
Fréttamynd

Guðni á gos­stöðvunum: „Ó­lýsan­leg og ó­gleyman­leg stund“

„Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný.

Lífið
Fréttamynd

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Innlent
Fréttamynd

Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum

Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í að hækka varnargarðana

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja allt að 20 milljónum króna til þess að hækka varnargarða fyrir ofan Nátthaga. Nú þegar hafa verið reistir tveir fjögurra metra háir varnargarðar og verða þeir hækkaðir í allt að átta metra.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana

Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að klára varnargarðana á morgun

Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Versta brekkan orðin breiður göngustígur

Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Telja varnar­garða ekki mega bíða lengi

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum.

Innlent
Fréttamynd

Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra

Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi.

Innlent
Fréttamynd

Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum

Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag.

Innlent
Fréttamynd

Elsti gígurinn mættur aftur til leiks

Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir

Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall

Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun.

Innlent
Fréttamynd

Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn

„Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Landsnet kærir ákvörðun Voga

Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi.

Innlent