Jafnréttismál

Fréttamynd

Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu

Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Það er kosið um jafnréttismál

Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn.

Skoðun
Fréttamynd

8 mínútur og 39 sekúndur

Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%.

Skoðun
Fréttamynd

Leið­réttur launa­munur kynjanna 4,1 prósent

Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næsta skref jafn­réttis

„Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sýni­legar konur

Mér svelgdist á í fyrradag við að lesa fyrirsögnina um „lítinn róttækan feminista” og þá smættun á feminisma sem klingdi í eyrum mér. Tvennt stingur við þessa grein sérstaklega.

Skoðun
Fréttamynd

Kröfugöngu kvenna í Kabúl mætt með táragasi

Hópur kvenna sem mótmælti Talibönum í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag segir að þeim hafi verið mætt af hörku. Táragasi og piparúða hafi verið spreyjað yfir hópinn og þær hindraðar í að komast að forsetahöllinni.

Erlent
Fréttamynd

Umfaðmandi sósíalískur femínismi

Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég varð stór rót­tækur femín­isti

Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað nú?

Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Kathy Hochul ríkisstjóri New York fyrst kvenna

Kathy Hochul sór embættiseið í nótt og varð þar með fyrst kvenna til að verða ríkisstjóri New York. Hún tekur við af Andrew Cuomo, sem sagði af sér í kjölfar fjölda ásakana um kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Mikil er skömm þín, KSÍ

Vönduð forysta er auðmjúk, hugrökk, horfist í augu við eigin mistök, með skýra sýn á markmið, ábyrg, trúverðug, traust, með gott siðvit og tilfinningagreind. Í yfirlýsingu KSÍ frá 17. ágúst sl. er grein minni frá 13. ágúst sl. svarað. Þar skoraði ég á KSÍ að axla ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan þeirra raða sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Konur birtast á skjánum á ný

Kvenkyns fréttaþulur birtist á skjánum á ný hjá fréttastofunni Tolo News í Afganistan í gærkvöldi en konur hafa ekki sést á skjánum frá því Talibanar náðu Kabúl höfuðborg landsins á sitt vald á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Um KSÍ og kvenfyrirlitningu

Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir.

Skoðun
Fréttamynd

Listi Mið­flokksins fær blendnar við­tökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“

Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli.

Innlent
Fréttamynd

Góðir landsmenn, ég er femínisti!

Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista.

Skoðun
Fréttamynd

Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna

Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð.

Innlent