Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Valið er skýrt í Reykja­vík

Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt.

Skoðun
Fréttamynd

Vel­ferð og um­hyggja í Rang­ár­þingi eystra

Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann.

Skoðun
Fréttamynd

Bærinn þar sem allir vilja búa

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Við erum með alþjóðaflugvöllinn, stórskipahöfn, duglegasta fólkið og fallegasta sveitarfélagið. Öll stærstu tækifærin eru hér og það er okkar að grípa þau.

Skoðun
Fréttamynd

Hringtorg á vinstri hönd

Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægi íþrótta og hreyfingar

Íþróttir og hvers konar hreyfing er mikilvæg fyrir samfélög alls staðar á landinu og er Skagafjörður þar engin undantekning. Við búum svo vel að við höfum mikið úrval íþrótta og hvers kyns afþreyinga sem fela í sér hreyfingu.

Skoðun
Fréttamynd

Minnkum báknið og fækkum borgar­full­trúum

Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægar kosningar

Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk til á­hrifa í Múla­þingi

Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið.

Skoðun
Fréttamynd

Til móts við nýja tíma í Garða­bæ

Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík – fram­sækin menningar­borg

Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur.

Skoðun
Fréttamynd

Stéttaskipting í Reykjavík

Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir unga for­eldra og börnin þeirra

Mikilvægi leikskólans sem menntastofnun er ótvírætt og ábyrgð leikskólakennara er mikil í öllum þeim fjölbreytta þroska sem fram fer á fyrstu árum barna sem læra í gegnum leik innan veggja leikskólanna.. Börnin okkar eru það verðmætasta sem við eigum og skiptir umönnun og velferð þeirra foreldra og forráðamenn öllu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Hafn­firðingar eru hamingju­samir

Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á.

Skoðun
Fréttamynd

Saman eru okkur allir vegir færir

D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla.

Skoðun
Fréttamynd

Píratar mælast stærri en Sjálf­stæðis­menn í borginni

Píratar eru orðnir stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins um fylgi flokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á laugardag. Meirihlutiflokkarnir myndu samkvæmt könnuninni halda velli og raunar bæta við sig einum borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna pólitískur sveitar­stjóri?

D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar.

Skoðun