Viðskipti Vanskil lækka Vanskil einstaklinga og fyrirsækja hjá innlánsstofnunum hafa lækkað á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Vanskil einstaklinga lækkuðu úr 5,5 prósentum um síðustu áramót í 4,6 prósent eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Þá lækkuðu vanskil fyrirtækja úr 2,5 prósentum í 1,7 prósent, á sama tímabili. Vanskil lækkuðu í heild úr 3,1 prósenti í 2,2 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Hagnaður ÍAV nam 214 milljónum Hagnaður af rekstri Íslenskra Aðalverktaka á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 að teknu tilliti til skatta nam 214 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Tillögur um bætt viðskiptaumhverfi Nefnd um íslenskt viðskiptaumhverfi sem viðskiptaráðherra skipaði í janúar hefur lokið störfum, en henni var ætlað að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og með hvaða hætti þróa ætti reglur þannig að viðskiptalífið væri skilvirkt og nyti trausts. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Hagnaður Flugstöðvar eykst Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 176 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2004, sem er veruleg hækkun frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam 101 milljón króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Vextir þeir hæstu í Evrópu Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Tekjur af þjónustu aukast Þjónustugreinarnar eru farnar að nálgast hlutfall gjaldeyristekna sem sjávarútvegur aflar. 3,7 prósentustiga aukning varð á gjaldeyristekjum þjóðarinnar af þjónustustarfsemi í fyrra og var þá 36,6% af heildargjaldeyristekjum. Gjaldeyristekjur sjávarútvegs var 39,5% af heildargjaldeyristekjum á síðasta ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Skriðan ekki farin af stað Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar verðtryggða vexti helstu inn- og útlánaforma um 0,5 prósentustig frá og með 1. september. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Fengu 400 milljónir í milli Orkuveitan seldi sjötíu prósenta hlut sinn í Línu.net á 280 milljónir til Og Vodafone. Orkuveitan keypti síðan sex prósenta hlut Og Vodafone í ljósleiðarakerfinu á milli sjö og átta hundruð milljónir króna. Og Vodafone fékk því milli fjögur og fimm hundruð milljónir króna þegar gengið var frá viðskiptunum. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35 Skulda skýringar á viðskiptunum Viðskipti Orra Vigfússonar og Burðaráss með ríflega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka voru undir núverandi gengi bankans. Viðskiptin voru gerð upp á grundvelli framvirks samnings frá því í febrúar. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Hagnaður MP 420 milljónir Hagnaður MP Fjárfestingarbanka á fyrri hluta ársins nam 511,7 milljónum króna miðað við 247,7 milljónir allt árið í fyrra. Hagnaður eftir skatta var 421,4 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 Hagnaður Samherja Hagnaður Samherja á fyrri helmingi ársins nam um 1.100 milljónum króna, en hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 460 milljónir króna. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 1.120 milljónum króna, afskrifaðar voru 554 milljónir, en hlutur í hagnaði annarra félaga nam 573 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti niður fyrir tilboð bankanna. Hallur Magnússon segir að samkeppnin á lánamarkaði í dag sé vegna tilvistar Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn sé því ekki óþarfur. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 KB banki gagnrýnir Íbúðalánasjóð KB banki gagnrýnir Íbúðalánasjóð harkalega fyrir að hafa íbúðabréfaútboð sín lokuð. Bankinn segir að þetta minnki trúverðugleika sjóðsins og fæli frá erlenda fjárfesta. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Bréf lækkuðu um 9 prósent Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féllu hratt í viðskiptum fyrir opnun markaða í gær. Þetta gerðist í kjölfar yfirlýsingar um að endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers væri hætt að starfa fyrir DeCode. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Lífeyrissjóður lækkar vexti Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ákveðið að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga í 4,3% úr 4,83% að því er fram kemur á heimasíðu Landsamtaka lífeyrissjóða. Vaxtabreytingin tekur bæði til nýrri sem eldri lána. Í tilkynningunni segir að ákvörðun þessi sé tekin í kjölfar lækkunar á langtímalánum bankanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Efast um bolmagn bankanna Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði efast um getu bankanna til að bjóða 4,4 prósent vexti. Nefnir sérstaklega Sparisjóðinn. Sparisjóðsstjóri undrast ummælin. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir Íbúðalánasjóðs lækka nú um mánaðamótin niður í 4,35 prósent, sem eru 0,05 prósentustigum lægri vextir en viðskiptabankarnir hafa boðið síðustu daga, og 0,15 prósentustigum lægra en vextir Íbúðalánasjóðs eru nú. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Vextir lífeyrissjóða lækka einnig Lægri vextir Íbúðalánsjóðs og viðskiptankanna verða til þess að lífeyrissjóðirnir lækka vexti til sinna sjóðsfélaga. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Tekjuskattur lækkar um 1 % Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Innlent 13.10.2005 14:34 Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir á lánum Íbúðalánasjóðs lækka um mánaðarmótin og það stefnir í að þeir verði lægri en 4,4 prósenta vextirnir, sem viðskiptabankarnir bjóða. Óvíst er hvort bankarnir grípa til vaxtalækkana í kjölfarið. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Fagnar lækkun vaxta langtímalána Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Varar við lánafylleríi Ráðgjafi hjá Fjármálum heimilanna varar við lánafylleríi í kjölfar nýrra íbúðalána viðskiptabankanna. Þá undrast hann að enn skuli bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð neytendalán, og segir slíkt hvergi tíðkast nema hér á landi. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Sparisjóður Hfn í slaginn Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur nú bæst í slaginn um þá sem þurfa lán til íbúðakaupa. Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að hann bjóði nú viðskiptavinum sínum íbúðarlán með 4,4% föstum, verðtryggðum vöxtum til allt að 40 ára. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 Hagnaður Kögunar Hagnaður Kögunar eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nemur því 174 m.kr. Hagnaður Kögunar á öðrum ársfjórðungi nam 90 milljónum króna samanborið við 43 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra, skamkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34 KB banki býður íbúðarlán KB banki býður nú lán til íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar eldri lána. Íbúðalán KB banka bera 4,4 prósent fasta vexti og er lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri áttatíu prósent af verðmæti hinnar veðsettu eignar en sextíu prósent annars staðar á landinu. Lánin eru verðtryggð og bjóðast til 25 eða 40 ára. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33 Launavísitalan hækkað um 5,1% Hagstofan birti í dag launavísitölu fyrir júlí og hækkaði hún um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,1% en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 3,6%. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33 Kaupir Landsbankinn Íslandsbanka? Grunur um að Landsbankamenn hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka þykir hafa styrkst eftir viðskipti morgunsins. Fjárfestingarfélagið Burðarás er nú fimmti stærsti hluthafi Íslandsbanka með fimm og hálfs prósents hlut. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33 Meira virði en General Motors Þrátt fyrir tómt klúður í aðdraganda þess að viðskipti hófust með hlutabréf bandarísku netleitarvélarinnar Google, var fyrirtækið meira virði en General Motors að loknum fyrsta degi viðskipta. Viðskipti erlent 13.10.2005 14:32 Tetra einskis virði Ný skýrsla frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kemst að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland sé einskis virði og fyrirtækið í raun gjaldþrota. Tetra hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum en félagið rekur fjarskiptakerfi sem neyðarþjónusturnar á Íslandi notast við. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 223 ›
Vanskil lækka Vanskil einstaklinga og fyrirsækja hjá innlánsstofnunum hafa lækkað á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Vanskil einstaklinga lækkuðu úr 5,5 prósentum um síðustu áramót í 4,6 prósent eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Þá lækkuðu vanskil fyrirtækja úr 2,5 prósentum í 1,7 prósent, á sama tímabili. Vanskil lækkuðu í heild úr 3,1 prósenti í 2,2 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Hagnaður ÍAV nam 214 milljónum Hagnaður af rekstri Íslenskra Aðalverktaka á fyrstu sex mánuðum ársins 2004 að teknu tilliti til skatta nam 214 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Tillögur um bætt viðskiptaumhverfi Nefnd um íslenskt viðskiptaumhverfi sem viðskiptaráðherra skipaði í janúar hefur lokið störfum, en henni var ætlað að taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og með hvaða hætti þróa ætti reglur þannig að viðskiptalífið væri skilvirkt og nyti trausts. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Hagnaður Flugstöðvar eykst Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. eftir skatta var 176 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2004, sem er veruleg hækkun frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam 101 milljón króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Vextir þeir hæstu í Evrópu Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Tekjur af þjónustu aukast Þjónustugreinarnar eru farnar að nálgast hlutfall gjaldeyristekna sem sjávarútvegur aflar. 3,7 prósentustiga aukning varð á gjaldeyristekjum þjóðarinnar af þjónustustarfsemi í fyrra og var þá 36,6% af heildargjaldeyristekjum. Gjaldeyristekjur sjávarútvegs var 39,5% af heildargjaldeyristekjum á síðasta ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Skriðan ekki farin af stað Svo virðist sem nýir lánakostir viðskiptabankanna hafi orðið til þess að fólk íhugi nánar en áður þá möguleika sem í boði eru. Að mati Hákons Róberts Jónssonar fasteignasala er þó engin uppsveifla komin af stað í sölu eigna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar verðtryggða vexti helstu inn- og útlánaforma um 0,5 prósentustig frá og með 1. september. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Fengu 400 milljónir í milli Orkuveitan seldi sjötíu prósenta hlut sinn í Línu.net á 280 milljónir til Og Vodafone. Orkuveitan keypti síðan sex prósenta hlut Og Vodafone í ljósleiðarakerfinu á milli sjö og átta hundruð milljónir króna. Og Vodafone fékk því milli fjögur og fimm hundruð milljónir króna þegar gengið var frá viðskiptunum. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:35
Skulda skýringar á viðskiptunum Viðskipti Orra Vigfússonar og Burðaráss með ríflega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka voru undir núverandi gengi bankans. Viðskiptin voru gerð upp á grundvelli framvirks samnings frá því í febrúar. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Hagnaður MP 420 milljónir Hagnaður MP Fjárfestingarbanka á fyrri hluta ársins nam 511,7 milljónum króna miðað við 247,7 milljónir allt árið í fyrra. Hagnaður eftir skatta var 421,4 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
Hagnaður Samherja Hagnaður Samherja á fyrri helmingi ársins nam um 1.100 milljónum króna, en hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 460 milljónir króna. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 1.120 milljónum króna, afskrifaðar voru 554 milljónir, en hlutur í hagnaði annarra félaga nam 573 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs Íbúðalánasjóður lækkaði í gær vexti niður fyrir tilboð bankanna. Hallur Magnússon segir að samkeppnin á lánamarkaði í dag sé vegna tilvistar Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn sé því ekki óþarfur. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
KB banki gagnrýnir Íbúðalánasjóð KB banki gagnrýnir Íbúðalánasjóð harkalega fyrir að hafa íbúðabréfaútboð sín lokuð. Bankinn segir að þetta minnki trúverðugleika sjóðsins og fæli frá erlenda fjárfesta. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Bréf lækkuðu um 9 prósent Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féllu hratt í viðskiptum fyrir opnun markaða í gær. Þetta gerðist í kjölfar yfirlýsingar um að endurskoðunarfyrirtækið Pricewaterhouse Coopers væri hætt að starfa fyrir DeCode. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Lífeyrissjóður lækkar vexti Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ákveðið að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga í 4,3% úr 4,83% að því er fram kemur á heimasíðu Landsamtaka lífeyrissjóða. Vaxtabreytingin tekur bæði til nýrri sem eldri lána. Í tilkynningunni segir að ákvörðun þessi sé tekin í kjölfar lækkunar á langtímalánum bankanna. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Efast um bolmagn bankanna Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði efast um getu bankanna til að bjóða 4,4 prósent vexti. Nefnir sérstaklega Sparisjóðinn. Sparisjóðsstjóri undrast ummælin. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir Íbúðalánasjóðs lækka nú um mánaðamótin niður í 4,35 prósent, sem eru 0,05 prósentustigum lægri vextir en viðskiptabankarnir hafa boðið síðustu daga, og 0,15 prósentustigum lægra en vextir Íbúðalánasjóðs eru nú. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Vextir lífeyrissjóða lækka einnig Lægri vextir Íbúðalánsjóðs og viðskiptankanna verða til þess að lífeyrissjóðirnir lækka vexti til sinna sjóðsfélaga. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Tekjuskattur lækkar um 1 % Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Innlent 13.10.2005 14:34
Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir á lánum Íbúðalánasjóðs lækka um mánaðarmótin og það stefnir í að þeir verði lægri en 4,4 prósenta vextirnir, sem viðskiptabankarnir bjóða. Óvíst er hvort bankarnir grípa til vaxtalækkana í kjölfarið. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Fagnar lækkun vaxta langtímalána Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Varar við lánafylleríi Ráðgjafi hjá Fjármálum heimilanna varar við lánafylleríi í kjölfar nýrra íbúðalána viðskiptabankanna. Þá undrast hann að enn skuli bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum verðtryggð neytendalán, og segir slíkt hvergi tíðkast nema hér á landi. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Sparisjóður Hfn í slaginn Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur nú bæst í slaginn um þá sem þurfa lán til íbúðakaupa. Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að hann bjóði nú viðskiptavinum sínum íbúðarlán með 4,4% föstum, verðtryggðum vöxtum til allt að 40 ára. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
Hagnaður Kögunar Hagnaður Kögunar eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nemur því 174 m.kr. Hagnaður Kögunar á öðrum ársfjórðungi nam 90 milljónum króna samanborið við 43 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra, skamkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:34
KB banki býður íbúðarlán KB banki býður nú lán til íbúðarkaupa eða endurfjármögnunar eldri lána. Íbúðalán KB banka bera 4,4 prósent fasta vexti og er lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri áttatíu prósent af verðmæti hinnar veðsettu eignar en sextíu prósent annars staðar á landinu. Lánin eru verðtryggð og bjóðast til 25 eða 40 ára. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33
Launavísitalan hækkað um 5,1% Hagstofan birti í dag launavísitölu fyrir júlí og hækkaði hún um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,1% en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 3,6%. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33
Kaupir Landsbankinn Íslandsbanka? Grunur um að Landsbankamenn hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka þykir hafa styrkst eftir viðskipti morgunsins. Fjárfestingarfélagið Burðarás er nú fimmti stærsti hluthafi Íslandsbanka með fimm og hálfs prósents hlut. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33
Meira virði en General Motors Þrátt fyrir tómt klúður í aðdraganda þess að viðskipti hófust með hlutabréf bandarísku netleitarvélarinnar Google, var fyrirtækið meira virði en General Motors að loknum fyrsta degi viðskipta. Viðskipti erlent 13.10.2005 14:32
Tetra einskis virði Ný skýrsla frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kemst að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafyrirtækið Tetra Ísland sé einskis virði og fyrirtækið í raun gjaldþrota. Tetra hefur átt í miklum greiðsluerfiðleikum en félagið rekur fjarskiptakerfi sem neyðarþjónusturnar á Íslandi notast við. Viðskipti innlent 13.10.2005 14:33