Íþróttir
Ronaldinho segir að Barca muni sækja til sigurs
Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist sannfærður um að Barcelona verði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Katalóníu í dag.
Snæfell á toppinn
Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík á útivelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 68-75. Með sigrinum komst Snæfell á topp deildarinnar.
Leikmenn Bremen óttast ekki Barcelona
Þýski landsliðsmaðurinn Thorsten Frings og leikmaður Werder Bremen segir að leikmenn liðsins óttist Evrópumeistara Barcelona ekki neitt og að liðið muni spila til sigurs í viðureign liðanna í Meistaradeildinni á morgun. Lið Bremen kom til Barcelona í morgun og æfði á Nou Camp í morgun.
Benitez spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé spenntur fyrir hugsanlegri yfirtöku International Capital fyrirtækisins frá Dubai á félaginu. Benitez segir mikilvægt fyrir liðið að fá meiri pening til leikmannakaupa.
Liverpool staðfestir viðræður
Rick Parry, stjórnarformaður Liverpool, hefur staðfest að félagið eigi í viðræðum við Dubai International Capital fyrirtækið um mögulega yfirtöku þess á enska félaginu. Parry segir í yfirlýsingu sem send var út nú síðdegis að nýir eigendur komi með mikla möguleika inn í félagið.
Eggert: Argentínumennirnir klára tímabilið hjá West Ham
Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano munu ekki fara frá West Ham þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Þetta heldur Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, fram í viðtali við Sky Sports í dag.
Doyle stefnir á markakóngstitilinn
Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Baros vantar mikið upp á sjálfstraustið
Milan Baros getur orðið frábær fyrir Aston Villa – ef hann nær að vinna aftur upp sjálfstraustið sem hann hefur skort svo mánuðum skiptir. Þetta segir Martin O´Neill, stjóri Villa.
Saha segir Ferguson hafa bjargað ferli sínum
Louis Saha, framherji Manchester United, hefur greint frá því að hann hafði komist mjög nálægt því að leggja skóna á hillunna fyrir ekki löngu síðan en að Alex Ferguson hefði fengið hann ofan af því með sínum sannfæringarkrafti.
Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér
Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér.
Þetta er maðurinn sem vill kaupa Liverpool
Á myndinni hér til hliðar sést Mohammad bin Rashid Al Maktoum, krónprins Dubai, og maðurinn sem stendur á bakvið yfirtökutilboð Dubai International Capital á Liverpool. Ef forráðamenn Liverpool samþykkja tilboð Maktoum er ljóst að það mun kveða við nýjan tón í flóru erlendra eigenda félaga í ensku úrvalsdeildinni.
Henry tjáir sig um meiðslin og Wenger
Thierry Henry staðfesti nú í hádeginu að hann yrði frá út árið vegna meiðsla á hálsi. Hann sagði jafnframt að ekkert væri til í fregnum um ósætti milli hans og Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal.
Við munum vinna Werder Bremen
Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum.
KR tapaði óvænt í Hveragerði
Skallagrímur komst upp að hlið KR og Snæfells á topp Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Þór á Þorlákshöfn í kvöld, 98-80. Á sama tíma tapaði topplið KR fyrir Hamar/Selfoss í Hveragerði, 83-69. Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld.
Drogba ætlar að verða bestur á Englandi
Didier Drogba, framherji Chelsea, skortir ekki sjálfstraust. Í dag lýsti hann því yfir að markmið hans á tímabilinu væri að verða besti framherji Bretlandseyja. Drogba, sem spilað hefur frábærlega það sem af er leiktíð, segist enn eiga mikið inni.
Real einu stigi á eftir Barcelona
Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins.
Ólafur með þrjú í sigri Ciudad
Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real sem lagði danska liðið GOG af velli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag, 33-28. Þetta var fyrri viðureign liðanna.
Grétar spilaði í stórsigri AZ
Grétar Steinsson lék allan leikinn en Jóhannes Karl Guðjónsson var allan tímann á varamannabekknum þegar AZ Alkmaar burstaði Excelsior 5-0 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Hvað er í gangi á milli Wenger og Henry?
Það ríkir undarlegt ástand í herbúðum Arsenal um þessar mundir og orðrómurinn um ósætti milli fyrirliðans Thierry Henry og stjórans Arsene Wenger fer vaxandi. Wenger hefur nú gefið í skyn að Henry muni ekki spila meira á árinu, þrátt fyrir að hann sé heill heilsu, og að hann muni ekki koma neinn leikmann í janúar.
West Ham tapaði fyrir Everton
Eggert Magnússon og lærisveinar hans í West Ham máttu þola 2-0 tap gegn Everton í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bjarni Þór Viðarsson var í leikmannahópi Everton en fékk ekki tækifærið að þessu sinni.
Óvænt tap HK gegn Stjörnunni
HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri.
Liverpool tekur á móti Arsenal í bikarnum
Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirri fyrstu sem liðin úr úrvalsdeildinni taka þátt í. Núverandi bikarmeistarar í Liverpool drógust gegn Arsenal nú síðdegis og munu liðin mætast á Anfield í byrjun janúar.
Baptista vill spila meira
Julio Baptista, brasilíski sóknarmaðurinn sem kom til Arsenal í haust frá Real Madrid, kveðst ósáttur með að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliði liðsins. Baptista hefur fengið að spila afar lítið síðan hann kom til Arsenal og aðeins skorað eitt mark í vetur.
Rikjaard óánægður með nýtingu sinna manna
Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, skaut föstum skotum að leikmönnum sínum í samtali við spænska fjölmiðla eftir jafntefnisleikinn gegn Levante í gær og gagnrýndi þá fyrir að nýta færin ekki nægilega vel.
Vince Carter var maður næturinnar
Vince Carter hjá New Jersey var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 41 stig og var maðurinn á bakvið 112-107 sigur liðs síns á Philadelphia. Þetta var það mesta sem Carter hefur skorað í einum leik í ár.
Faðir leikmanns fékk hjartaáfall og lést
Hörmulegt atvik átti sér stað í viðureign Tenerife og Ponferradina í spænsku 2. deildinni í gær þegar faðir eins leikmanns Tenerife fékk hjartaáfall er hann horfði á leikinn úr áhorfastúkunum og lést.
Nýtt upphaf fyrir Bellamy
Craig Bellamy gæti orðið eins og nýr leikmaður fyrir Liverpool eftir að hans persónulegu vandamál eru nú úr sögunni, að sögn Rafael Benitez, stjóra liðsins. Bellamy var hreinsaður af ákærum um líkamlegt ofbeldi í vikunni og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk gegn Wigan í gær.
Southgate æfur út í Ronaldo
Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, sakaði portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. um að vera svindlara eftir viðureign liðana í gær. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik með því sem virtust vera leikrænir tilburðir.
Kvennalandsliðið hafnaði í 3. sæti
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í 3. sæti í undanriðli sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta eftir góðan fimm marka sigur á Ítölum í morgun, 30-25. Rúmenía hafnaði í efsta sæti riðilsins og komst áfram í lokakeppnina.
Houllier bætti eigið met í Frakklandi
Lyon setti nýtt stigamet í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar liðið lagði Le Mans af velli 1-0. Lyon, meistarar síðustu fimm ára, hafa unnið 14 af fyrstu 16 leikjum sínum í deildinni og bættu þannig 20 ára gamalt met Paris St. Germain sem þá vann 13 af fyrstu 16 leikjum sínum, einmitt undir stjórn Gerard Houllier, núverandi stjóra Lyon.