Ólympíuleikar 2024 í París

Fréttamynd

Bald­vin setur stefnuna á Ólympíu­­leikana: „Væri al­gjör draumur“

Ís­­lenski lang­hlauparinn Bald­vin Þór Magnús­­son hefur átt afar góðu gengi að fagna á árinu og sett fjögur ný Ís­lands­­met. Í 5000 metra hlaupi innan­­húss, í mílu innan­­húss, 1500 metra utan­­húss og 3000 metra hlaupi utan­­húss. Það er aðal­­­lega löngun Bald­vins í að bæta sig í sí­­fellu, fremur en löngun hans í Ís­lands­­met sem ýtir undir hans árangur upp á síð­kastið og hefur hann nú sett stefnuna á að upp­­­fylla draum sinn um að komast á Ólympíu­­leikana.

Sport
Fréttamynd

Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag.

Sport
Fréttamynd

Segir gert lítið úr lands­liðinu og af­reks­mönnum

Margfaldur Íslandsmeistari í Júdó sem er jafnframt sá besti á landinu í dag samkvæmt punktalista var ekki valinn í a-landsliðið og fær því ekki möguleika á að fara á næstu Ólympíuleika. Hann segist vonsvikinn og Júdósambandið gera lítið úr landsliðinu og afreksmönnum með því að velja ekki þá bestu.

Sport
Fréttamynd

LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíu­leikana í París

LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Sterk byrjun dugði skammt gegn Úkraínu

Ísland beið lægri hlut fyrir Úkraínu í forkeppni Ólympíuleikanna í dag en leikið er í Istanbúl í Tyrklandi. Ísland byrjaði leikinn af krafti og leiddi 18-17 eftir fyrsta leikhluta en náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný

Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar.

Sport
Fréttamynd

ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Sala áfengis bönnuð á Ólympíuleikunum í París

Ekki verður hægt að kaupa áfenga drykki á leikvöngum Ólympíuleikana í París á næsta ári eftir að skipuleggjendur ákváðu að sækja ekki um undanþágu á frönsku Evin-lögunum sem banna hverskyns auglýsingar á áfengi og tóbaki.

Sport
Fréttamynd

Klitschko segir Bach spila leik við Rússa

Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev.

Sport
Fréttamynd

Ísland ein af 34 þjóðum sem segja nei

Ísland er í hópi 34 þjóða sem hafa mótmælt því formlega að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að taka þá í Ólympíuleikunum í París á næsta ári.

Sport