Fjallamennska

Fréttamynd

Skoða að setja kláf í Esju­hlíðar

Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Telja göngu­bann ekki sam­ræmast lögum

Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu.

Innlent
Fréttamynd

Banna göngu­ferðir upp Kirkju­fell

Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Tapaði fjall­göngu­ást­ríðunni eftir á­föll

„Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“

Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg.

Innlent
Fréttamynd

Mannskaði í snjóflóði í Himalajafjöllum

Að minnsta kosti fjórir fjallgöngumenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að gönguhópur lenti í snjóflóði í Himalajafjöllum á Indlandi. Hluti hópsins er talinn fastur í jökulsprungu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans

Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal

Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu.

Erlent
Fréttamynd

Missti báða fót­­leggina eftir slys á Trölla­­skaga

Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða.

Innlent
Fréttamynd

„Fórum að sofa og vöknum um vetur“

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar.

Innlent
Fréttamynd

Að gangast við hinu ósanna - leiðin til ábyrgðar?

„Af hverju að skrifa núna?“ „Til hvers að segja frá og leiðrétta?“ „Nú þegar rykið er sest og umræðan fallin í gleymsku.“ Þetta sagði ég þegar ég var hvattur til að stíga fram og nota röddina sem við öll höfum. Svarið er þó ekki flókið. Á meðan árasir, ofbeldi, sögusagnir og lygar grassera í minn garð fæ ég ekki rými til að halda áfram með líf mitt. Og hingað erum við komin.

Skoðun
Fréttamynd

Sóttu átta­tíu manns á Lauga­veginn

Ferðaskrifstofan South Coast Adventure sótti um áttatíu manns frá Emstrum, þriðja áfanga gönguleiðarinnar um Laugaveginn, í gær. Veðrið var slæmt og höfðu tveir ofkælst, þar af annar þeirra verulega.

Innlent
Fréttamynd

Grunnbúðir Everest færðar vegna hverfandi jökuls

Yfirvöld í Nepal hafa hafið undirbúning á tilfærslu grunnbúðanna við Everestfjall. Að sögn yfirvalda er það vegna þess að búðirnar eru orðnar hættulegar vegna áhrifa loftslagsbreytinga og ágangs manna á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjallagarpar fórust í íshruni

Tveir fjallgöngumenn fórust og níu slösuðust þegar íshnullungar féllu úr fjalli ofan á þá í suðvestanverðu Sviss í dag. Meiriháttar björgunaraðgerð var sett af stað til að koma fólkinu til hjálpar.

Erlent