Neitar að hafa klifrað yfir deyjandi mann á K2 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 19:31 Haila segist vera fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna ásakananna. EPA Fyrsta konan til þess að klífa fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum sætir nú mikilli gagnrýni eftir að myndskeið af gönguhópi að ganga yfir líkama deyjandi burðarmanns á fjallinu K2 daginn sem hún kleif fjallið var birt á samfélagsmiðla. Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023 Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila setti í síðasta mánuði heimsmet þegar hún kleif fjórtán hæstu tinda heims á einungis 92 dögum. Tindana kleif hún ásamt Tenjen Sherpa. Metið var slegið þann 27. júlí síðastliðinn þegar hún náði tindi K2, næst hæsta fjalls heims. Á myndskeiði sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla má sjá gönguhóp, sem Harila tilheyrði ekki, á fjallinu að klifra yfir slasaðan burðarmann sem hafði fallið af klettasyllu, án þess að veita honum hjálp. Maðurinn hét Mohammed Hassan og var pakistanskur burðarmaður fyrir þá sem leggja leið sína upp tindinn. Hann lést nokkrum klukkustundum eftir að myndskeiðið var tekið upp. Reyndu að bjarga honum Myndskeiðið var tekið sama dag og Harila gekk fjallið. Eftir að því var deilt á samfélagsmiðla hefur hún sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hjálpað deyjandi manninum, sem hafði runnið af syllunni og flækst í klifurreipum. Kristin Harila segir í samtali við Sky News að hún sé sé fórnarlamb rógburðar og hatursfullra skilaboða vegna atviksins. Að hennar sögn hafi hópurinn reynt að hjálpa manninum í margar klukkustundir en aðstæðurnar hafi verið of erfiðar. Hún segir að hópurinn hennar hafi verið skammt fyrir aftan manninn þegar hann féll. Hluti fjallsins sem hann féll á er oft líkt við flöskuháls og hættulegt er að vera þar lengi. Harila segir að hópnum hafi verið skipt í tvennt þannig að meðal annars hún og Sherpa héldu förinni áfram en annar hluti hópsins varð eftir og reyndi að bjarga manninum, án árangurs. Sagan önnur ef um Vesturlandabúa ræddi Maðurinn sem tók myndskeiðið er þýski ljósmyndarinn Philip Flaeming. Hann sneri við á miðri leið vegna of hættulegra aðstæðna. Hann segir í samtali við Sky News að ekki sé hægt að svara fyrir hegðun göngufólksins á fjallinu. „Enginn getur sagt mér að manninum hefði ekki getað verið bjargað,“ segir hann. Flaeming segir að í mörgum tilfellum hafi fólki verið bjargað í átta þúsund metra hæð, auðveldlega hefði verið hægt að hjálpa Hassan að komast aftur niður á þessum hluta tindsins. Austurríski fjallgöngumaðurinn Wilhelm Steindl, sem var á K2 sama dag og atvikið átti sér stað, segir að komið hefði verið fram við Hassan eins og annars flokks manneskju á fjallinu. Hefði hann verið frá vesturlöndum hefði honum umsvifalaust verið bjargað. „Enginn bar ábyrgð á honum. Það sem gerðist er til skammar. Lifandi manneskja var skilin eftir til þess að hægt yrði að setja ný met,“ sagði Steindl við austurríska miðla. The Telegraph deildi myndskeiðinu á Twitter, sem nálgast má hér að neðan. WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set. Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023
Fjallamennska Noregur Pakistan Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent