Innlent Með 30.000 lítra af bensíni Bensínflutningabíll með tengivagni með 30 þúsund lítra af bensíni, valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Bílstjórinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, en hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi leikið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Innlent 25.7.2006 10:51 Vegurinn um Ljósavatnsskarð lokaður vegna veltu flutningabíls Bensínflutningabíll valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Ökumaður bílsins var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á akureyri en ekki er vitað með meiðsl hans að svo stöddu. Veginum hefur verið lokað en mikið bensín lekur úr tönkum flutningabílsins. Innlent 25.7.2006 09:12 Mikið af ferðamönnum til Hornstranda Mikill fjöldi ferðamanna hefur farið á Hornstrandafriðlandið frá Norðurfirði í sumar. Fréttavefurinn Strandir punktur is greinir frá því að hundruðir gesta hafi siglt með bátnum Sædísi sem flytur fólk til Hornstranda. Ferðir eru farnar þrisvar í viku en vegna mikils áhuga ferðamanna á svæðinu þá hefur þurft að bæta við nokkuð af aukaferðum í sumar. Innlent 25.7.2006 09:37 Missti ökuskírteinið vegna ölvunaraksturs Menn fagna af minna tilefni en því að endurheimta ökuskírteinið, eftir að hafa misst það vegna ölvunaraksturs. Og það gerði ökumaðurinn sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði við eftirlit í gærkvöldi, en komst þá að því dýrkeyptu, að það er einmitt og akkúrat við svona tækifæri, sem maður á ekki að lyfta glasi og skála fyrir góðum áfanga, því hann missti ökuskírteinið umsvifalaust aftur. Innlent 25.7.2006 08:06 Von er á 21 skemmtiferðaskipi til Ísafjarðar í sumar Von er á ríflega tvö þúsund ferðamönnum til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum í vikunni og tæplega þrjú þúsund í vikunni þar á eftir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að komur skemmtiferðaskipa standa nú sem hæst en von er á fjórum skipum til Ísafjarðar í vikunni. Innlent 25.7.2006 08:03 Leiðtogar Serba og Albana funda í Vín Viðræður milli serbneskra og albanskra leiðtoga um framtíð Kosovo báru lítinn árangur á fundi leiðtoganna í Vín í Austurríki í gær. Fundurinn var haldinn fyrir tilstillan Sameinuðu þjóðanna og miðast viðræðurnar við að leysa framtíð Kosovo héraðs fyrir lok ársins. Erlent 25.7.2006 07:58 Fyllti fis flugvél sína af bensíni á bensínstöð Lögreglan á Ísafirði veltir nú fyrir sér hvort eða hvaða umferðarlög flugmaðurinn braut, sem lenti fis flugvél sinni á þjóðveginum við Flateyri í gær. Hann ók henni síðan á bensínstöð fyrir bíla, fyllti geyminn, ók henni yfir veginn á ný og út á tún, þar sem flugið var tekið á ný. Fis vélar eru mjög léttar og lúta ekki sömu skráningarákvæðum og venjulegar flugvélar, hvað þá bílar eða bifhjól. Innlent 25.7.2006 07:50 Lögreglan hraðamælir í íbúðargötum Einn ökumaður missir ökuréttindi í þrjá mánuði, tveir í tvo mánuði og sautján til viðbótar fá fjársektir, eftir hraðamælingar lögreglunnar í Reykjavík í nokkrum íbúðargötum í gær. Þar er hámarkshraðinn aðeins 30 kílómetrar á klukkustund, enda geta börn verið að leik á þessum götum. Í ljósi þess hversu margir voru bortlegir, ætlar lögregla að halda viðlíka mælingum áfram til að reyna að ná hraðanum niður. Innlent 25.7.2006 07:56 Flugumferðarstjórar deila við ríkið um vaktafyrirkomulag Icelandair er að skoða rétt sinn til að krefja ríkið um skaðabætur vegna kostnaðar, sem félagið hefur orðið fyrir vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra. Talsmaður félagsins segir í viðtali við Morgunblaðið að veikindin hafi valdið töfum og þar að auki hafi vélar félagsins ekki fengið að fljúga í hagkvæmustu flughæðum. Innlent 25.7.2006 08:09 Hótaði afsögn á fundinum Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hótaði uppsögn á aðalstjórnarfundi ef ráðningarsamningur nýs framkvæmdastjóra yrði ekki samþykktur. Margir sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Innlent 24.7.2006 21:34 Stýrir fundi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stýrir ríkisstjórnarfundi í dag. Eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta sinn sem kona situr í forsæti ríkisstjórnar Íslands. Innlent 24.7.2006 21:34 Tengsl milli námsárangurs og þyngdar Tengsl eru á milli námsárangurs og þyngdar nemenda í grunnskóla, samkvæmt rannsókn sem Heilsugæslan á Akureyri, Ráðgjafastofan Reynir og Háskólinn á Akureyri hafa gert og greint er frá í Morgunblaðinu. Fram kemur að of þungum nemendum gengur lakar i námi en krökkum í kjörþyngd þótt ekkert bendi til að þeir hafi minni námshæfileika. Þetta vriðist eiga nokkuð jafnt við pilta og stúlkur. Innlent 25.7.2006 07:34 Þörf á fleiri úrræðum Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeilar Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH), segir að starfsemi geðdeildarinnar þurfi stöðuga umræðu og mikilvægt sé að fjölbreytt meðferðarúrræði standi sjúklingum til boða bæði innan og utan geðdeildar. Innlent 24.7.2006 21:34 Verða feitari og óheilbrigðari Norðurlandabúar verða sífellt feitari og óheilbrigðari en samkvæmt nýlegri skýrslu er fimmta hvert barn of þungt og rúmlega fjörutíu prósent fullorðinna glíma við sama vandamál. Innlent 24.7.2006 21:34 Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn Guðjón Hjörleifsson segir að það hafi verið nauðsynlegt að brjóta hlutafélagalög til þess að Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja gæti keypt Íslenskar matvörur, sem rak félagið nánast í þrot. Lögmenn segja brotið geta falið í sér refsiábyrgð. Innlent 24.7.2006 21:34 Dorrit verður Íslendingur Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður íslenskur ríkisborgari næstkomandi mánudag, hinn 31. júlí. Umsókn hennar hefur verið afgreidd úr dómsmálaráðuneytinu og mun taka gildi á mánudaginn. Þetta staðfestir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Innlent 24.7.2006 21:34 Metár í utanlandsferðum Það er ekki logið á ferðagleði landans, eins og kemur skýrast fram hjá íslenskum ferðaskrifstofum þessa dagana. Uppselt er í flestar ferðir til sólarlanda næstu þrjár vikurnar. Þegar allt er talið eru seld hundruð þúsunda sæta á hverju ári í sólina, skíðaferðir, borgarferðir og sérferðir margs konar. Athygli vekur að mikið er spurt um sólarlandaferðir þegar veður er gott hér á landi. Innlent 24.7.2006 21:34 Önnin kostar 236 þúsund Viðskiptaháskólinn á Bifröst er einn þeirra háskóla sem hafa hækkað skólagjöld sín. Aðstoðarrektor segir hækkanir tilkomnar vegna aukinnar þjónustu við nemendur og að málið sé unnið í fullri sátt. Innlent 24.7.2006 21:34 Kísilblanda borin á vegkanta Styrkja ætti vegkanta á þjóðvegum landsins með því að bera á þá blöndu úr sandi, sementi og kísilryki. Þetta segir Steingrímur Sigurjónsson, byggingarfræðingur, hópferðabílstjóri og hugvitsmaður, sem lætur sér ekkert óviðkomandi þegar öryggi mannvirkja er annars vegar, hvort heldur það eru vegir eða byggingar. Innlent 24.7.2006 21:34 Byggja 200 þjónustuíbúðir „Við ræddum undirbúning á byggingu um það bil 200 þjónustuíbúða og fórum svo vítt og breitt yfir allt sem viðkemur þjónustu við þennan hóp,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem sat fyrsta fund samráðsnefndar Reykjavíkurborgar um málefni eldri borgara sem haldinn var í gærdag. Innlent 24.7.2006 21:34 Tilkynnt um fljótandi lík Lögregla bjargaði manni á floti rétt fyrir utan Grafarvog um þrjú leytið í gærnótt. Tilkynnt var að sést hefði lík á floti en þegar lögregla kom á staðinn, á litlum gúmmíbát, var maðurinn á lífi. Innlent 24.7.2006 21:34 Vegagerðin hafnar vegaskiltum á ensku Sjóvá-Almennar hefur lagt til við Vegagerðina að settar verði merkingar á ensku á þeim stöðum þar sem malarslitlag tekur við af bundnu slitlagi, en malarvegir reynast mörgum erlendum ferðamönnum skeinuhættir. Vegagerðin telur ekki ástæðu til að setja upp merkingar á ensku. Innlent 24.7.2006 21:34 Mati á eignum RÚV að ljúka Mati á eignum Ríkisútvarpsins lýkur um miðjan ágúst en nefnd fjögurra manna, undir forystu Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda, hefur unnið að matinu. Innlent 24.7.2006 21:34 Segir forsvarsmenn Neyðarlínu rjúfa sátt Stjórnarformaður Atlassíma telur framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar rjúfa sátt með kæru, sem vísað hefur verið frá. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar neitar því. Yfirlýsing milli Atlassíma og Neyðarlínunnar var undirrituð 25. nóvember. Innlent 24.7.2006 21:34 Fundar í Sviss um Schengen Innlent 24.7.2006 21:34 Uppbygging á Vestfjörðum Ferðamálastofa hefur undirritað undir samning vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. Þeir sem koma að samningnum eru klasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri og Ísafjarðarbær. Sjávarþorpið Suðureyri fær styrk til uppbyggingar á upplýsingamiðlunartorgi sem staðsett er við innkeyrsluna í bæinn, og Ísafjarðarbær fær styrk til úrbóta á aðstöðu fyrir ferðafólk á Hornströndum. Innlent 24.7.2006 21:34 Íslendingar aldrei fleiri Íbúum landsins hefur fjölgað um fjögur þúsund það sem af er árinu en það er mesta fjölgun síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Að sögn Ólafar Garðarsdóttur hjá Hagstofunni er rúmur helmingur fjölgunarinnar til kominn vegna fólks sem flyst til landsins en flestir flytjast frá Póllandi. Innlent 24.7.2006 21:34 Logaði allt í slagsmálum Innlent 24.7.2006 21:34 Fleiri banaslys í dreifbýli Tveir létu lífið í umferðinni um helgina og eru banaslysin því orðin ellefu það sem af er ári. Sex slysanna ellefu hafa orðið í dreifbýli og fimm í þéttbýli, en í fyrra urðu einnig áberandi flest umferðarslys í dreifbýli. Þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Innlent 24.7.2006 21:34 Skemmdarverk í Sólbrekkuskógi Fólk sem hafði verið með gleðskap í Sólbrekkuskógi við Seltjörn skildi eftir sig sviðna jörð og var aðkoman ekki fögur þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins sneru aftur til vinnu í gærmorgun. Margvísleg spjöll höfðu verið unnin á eignum og gróðri. Innlent 24.7.2006 21:34 « ‹ 309 310 311 312 313 314 315 316 317 … 334 ›
Með 30.000 lítra af bensíni Bensínflutningabíll með tengivagni með 30 þúsund lítra af bensíni, valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Bílstjórinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, en hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi leikið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Innlent 25.7.2006 10:51
Vegurinn um Ljósavatnsskarð lokaður vegna veltu flutningabíls Bensínflutningabíll valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Ökumaður bílsins var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á akureyri en ekki er vitað með meiðsl hans að svo stöddu. Veginum hefur verið lokað en mikið bensín lekur úr tönkum flutningabílsins. Innlent 25.7.2006 09:12
Mikið af ferðamönnum til Hornstranda Mikill fjöldi ferðamanna hefur farið á Hornstrandafriðlandið frá Norðurfirði í sumar. Fréttavefurinn Strandir punktur is greinir frá því að hundruðir gesta hafi siglt með bátnum Sædísi sem flytur fólk til Hornstranda. Ferðir eru farnar þrisvar í viku en vegna mikils áhuga ferðamanna á svæðinu þá hefur þurft að bæta við nokkuð af aukaferðum í sumar. Innlent 25.7.2006 09:37
Missti ökuskírteinið vegna ölvunaraksturs Menn fagna af minna tilefni en því að endurheimta ökuskírteinið, eftir að hafa misst það vegna ölvunaraksturs. Og það gerði ökumaðurinn sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði við eftirlit í gærkvöldi, en komst þá að því dýrkeyptu, að það er einmitt og akkúrat við svona tækifæri, sem maður á ekki að lyfta glasi og skála fyrir góðum áfanga, því hann missti ökuskírteinið umsvifalaust aftur. Innlent 25.7.2006 08:06
Von er á 21 skemmtiferðaskipi til Ísafjarðar í sumar Von er á ríflega tvö þúsund ferðamönnum til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum í vikunni og tæplega þrjú þúsund í vikunni þar á eftir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að komur skemmtiferðaskipa standa nú sem hæst en von er á fjórum skipum til Ísafjarðar í vikunni. Innlent 25.7.2006 08:03
Leiðtogar Serba og Albana funda í Vín Viðræður milli serbneskra og albanskra leiðtoga um framtíð Kosovo báru lítinn árangur á fundi leiðtoganna í Vín í Austurríki í gær. Fundurinn var haldinn fyrir tilstillan Sameinuðu þjóðanna og miðast viðræðurnar við að leysa framtíð Kosovo héraðs fyrir lok ársins. Erlent 25.7.2006 07:58
Fyllti fis flugvél sína af bensíni á bensínstöð Lögreglan á Ísafirði veltir nú fyrir sér hvort eða hvaða umferðarlög flugmaðurinn braut, sem lenti fis flugvél sinni á þjóðveginum við Flateyri í gær. Hann ók henni síðan á bensínstöð fyrir bíla, fyllti geyminn, ók henni yfir veginn á ný og út á tún, þar sem flugið var tekið á ný. Fis vélar eru mjög léttar og lúta ekki sömu skráningarákvæðum og venjulegar flugvélar, hvað þá bílar eða bifhjól. Innlent 25.7.2006 07:50
Lögreglan hraðamælir í íbúðargötum Einn ökumaður missir ökuréttindi í þrjá mánuði, tveir í tvo mánuði og sautján til viðbótar fá fjársektir, eftir hraðamælingar lögreglunnar í Reykjavík í nokkrum íbúðargötum í gær. Þar er hámarkshraðinn aðeins 30 kílómetrar á klukkustund, enda geta börn verið að leik á þessum götum. Í ljósi þess hversu margir voru bortlegir, ætlar lögregla að halda viðlíka mælingum áfram til að reyna að ná hraðanum niður. Innlent 25.7.2006 07:56
Flugumferðarstjórar deila við ríkið um vaktafyrirkomulag Icelandair er að skoða rétt sinn til að krefja ríkið um skaðabætur vegna kostnaðar, sem félagið hefur orðið fyrir vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra. Talsmaður félagsins segir í viðtali við Morgunblaðið að veikindin hafi valdið töfum og þar að auki hafi vélar félagsins ekki fengið að fljúga í hagkvæmustu flughæðum. Innlent 25.7.2006 08:09
Hótaði afsögn á fundinum Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hótaði uppsögn á aðalstjórnarfundi ef ráðningarsamningur nýs framkvæmdastjóra yrði ekki samþykktur. Margir sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Innlent 24.7.2006 21:34
Stýrir fundi ríkisstjórnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stýrir ríkisstjórnarfundi í dag. Eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta sinn sem kona situr í forsæti ríkisstjórnar Íslands. Innlent 24.7.2006 21:34
Tengsl milli námsárangurs og þyngdar Tengsl eru á milli námsárangurs og þyngdar nemenda í grunnskóla, samkvæmt rannsókn sem Heilsugæslan á Akureyri, Ráðgjafastofan Reynir og Háskólinn á Akureyri hafa gert og greint er frá í Morgunblaðinu. Fram kemur að of þungum nemendum gengur lakar i námi en krökkum í kjörþyngd þótt ekkert bendi til að þeir hafi minni námshæfileika. Þetta vriðist eiga nokkuð jafnt við pilta og stúlkur. Innlent 25.7.2006 07:34
Þörf á fleiri úrræðum Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeilar Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH), segir að starfsemi geðdeildarinnar þurfi stöðuga umræðu og mikilvægt sé að fjölbreytt meðferðarúrræði standi sjúklingum til boða bæði innan og utan geðdeildar. Innlent 24.7.2006 21:34
Verða feitari og óheilbrigðari Norðurlandabúar verða sífellt feitari og óheilbrigðari en samkvæmt nýlegri skýrslu er fimmta hvert barn of þungt og rúmlega fjörutíu prósent fullorðinna glíma við sama vandamál. Innlent 24.7.2006 21:34
Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn Guðjón Hjörleifsson segir að það hafi verið nauðsynlegt að brjóta hlutafélagalög til þess að Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja gæti keypt Íslenskar matvörur, sem rak félagið nánast í þrot. Lögmenn segja brotið geta falið í sér refsiábyrgð. Innlent 24.7.2006 21:34
Dorrit verður Íslendingur Dorrit Moussaieff, eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður íslenskur ríkisborgari næstkomandi mánudag, hinn 31. júlí. Umsókn hennar hefur verið afgreidd úr dómsmálaráðuneytinu og mun taka gildi á mánudaginn. Þetta staðfestir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Innlent 24.7.2006 21:34
Metár í utanlandsferðum Það er ekki logið á ferðagleði landans, eins og kemur skýrast fram hjá íslenskum ferðaskrifstofum þessa dagana. Uppselt er í flestar ferðir til sólarlanda næstu þrjár vikurnar. Þegar allt er talið eru seld hundruð þúsunda sæta á hverju ári í sólina, skíðaferðir, borgarferðir og sérferðir margs konar. Athygli vekur að mikið er spurt um sólarlandaferðir þegar veður er gott hér á landi. Innlent 24.7.2006 21:34
Önnin kostar 236 þúsund Viðskiptaháskólinn á Bifröst er einn þeirra háskóla sem hafa hækkað skólagjöld sín. Aðstoðarrektor segir hækkanir tilkomnar vegna aukinnar þjónustu við nemendur og að málið sé unnið í fullri sátt. Innlent 24.7.2006 21:34
Kísilblanda borin á vegkanta Styrkja ætti vegkanta á þjóðvegum landsins með því að bera á þá blöndu úr sandi, sementi og kísilryki. Þetta segir Steingrímur Sigurjónsson, byggingarfræðingur, hópferðabílstjóri og hugvitsmaður, sem lætur sér ekkert óviðkomandi þegar öryggi mannvirkja er annars vegar, hvort heldur það eru vegir eða byggingar. Innlent 24.7.2006 21:34
Byggja 200 þjónustuíbúðir „Við ræddum undirbúning á byggingu um það bil 200 þjónustuíbúða og fórum svo vítt og breitt yfir allt sem viðkemur þjónustu við þennan hóp,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem sat fyrsta fund samráðsnefndar Reykjavíkurborgar um málefni eldri borgara sem haldinn var í gærdag. Innlent 24.7.2006 21:34
Tilkynnt um fljótandi lík Lögregla bjargaði manni á floti rétt fyrir utan Grafarvog um þrjú leytið í gærnótt. Tilkynnt var að sést hefði lík á floti en þegar lögregla kom á staðinn, á litlum gúmmíbát, var maðurinn á lífi. Innlent 24.7.2006 21:34
Vegagerðin hafnar vegaskiltum á ensku Sjóvá-Almennar hefur lagt til við Vegagerðina að settar verði merkingar á ensku á þeim stöðum þar sem malarslitlag tekur við af bundnu slitlagi, en malarvegir reynast mörgum erlendum ferðamönnum skeinuhættir. Vegagerðin telur ekki ástæðu til að setja upp merkingar á ensku. Innlent 24.7.2006 21:34
Mati á eignum RÚV að ljúka Mati á eignum Ríkisútvarpsins lýkur um miðjan ágúst en nefnd fjögurra manna, undir forystu Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda, hefur unnið að matinu. Innlent 24.7.2006 21:34
Segir forsvarsmenn Neyðarlínu rjúfa sátt Stjórnarformaður Atlassíma telur framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar rjúfa sátt með kæru, sem vísað hefur verið frá. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar neitar því. Yfirlýsing milli Atlassíma og Neyðarlínunnar var undirrituð 25. nóvember. Innlent 24.7.2006 21:34
Uppbygging á Vestfjörðum Ferðamálastofa hefur undirritað undir samning vegna verkefna í uppbyggingu og úrbótum á ferðamannastöðum á Vestfjörðum. Þeir sem koma að samningnum eru klasafyrirtækið Sjávarþorpið Suðureyri og Ísafjarðarbær. Sjávarþorpið Suðureyri fær styrk til uppbyggingar á upplýsingamiðlunartorgi sem staðsett er við innkeyrsluna í bæinn, og Ísafjarðarbær fær styrk til úrbóta á aðstöðu fyrir ferðafólk á Hornströndum. Innlent 24.7.2006 21:34
Íslendingar aldrei fleiri Íbúum landsins hefur fjölgað um fjögur þúsund það sem af er árinu en það er mesta fjölgun síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Að sögn Ólafar Garðarsdóttur hjá Hagstofunni er rúmur helmingur fjölgunarinnar til kominn vegna fólks sem flyst til landsins en flestir flytjast frá Póllandi. Innlent 24.7.2006 21:34
Fleiri banaslys í dreifbýli Tveir létu lífið í umferðinni um helgina og eru banaslysin því orðin ellefu það sem af er ári. Sex slysanna ellefu hafa orðið í dreifbýli og fimm í þéttbýli, en í fyrra urðu einnig áberandi flest umferðarslys í dreifbýli. Þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Innlent 24.7.2006 21:34
Skemmdarverk í Sólbrekkuskógi Fólk sem hafði verið með gleðskap í Sólbrekkuskógi við Seltjörn skildi eftir sig sviðna jörð og var aðkoman ekki fögur þegar umsjónarmenn útivistarsvæðisins sneru aftur til vinnu í gærmorgun. Margvísleg spjöll höfðu verið unnin á eignum og gróðri. Innlent 24.7.2006 21:34