Eldri borgarar

Fréttamynd

Er öldrunarhjúkrun gefandi?

Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. 

Skoðun
Fréttamynd

Liljan er vin­sælasta lagið á Dal­vík

Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið.

Lífið
Fréttamynd

Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn

Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­þeginn hefði átt að láta reyna á skerðinguna fyrr

Hæstiréttur hefur sýknað Tryggingastofnun ríkisins af kröfum lífeyrisþega og Öryrkjabandalags Íslands um afturvirka leiðréttingu á bótum, sem höfðu verið ólöglega skertar. Hæstiréttur taldi lífeyrisþegann og bandalagið hafa búið yfir nægum upplýsingum um kröfur sínar til að láta á þær reyna fyrir dómstólum fyrr.

Innlent
Fréttamynd

„Við þolum ekki þetta á­stand mikið lengur“

Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. 

Innlent
Fréttamynd

Að eldast – ertu undir­búin?

Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum?

Skoðun
Fréttamynd

Gaf lang­ömmu tattú í af­mælis­gjöf

Langamma á Akureyri segir vini sína hlæja að nýju skrauti á handlegg hennar sem þeim finnst öllum hræðilegt. Langömmubarnið kom á óvart með óvæntri afmælisgjöf sem ekki var hægt að hafna. Þær stöllur fengu sér samstæð húðflúr á upphandlegginn. 

Lífið
Fréttamynd

Er­lend þjófagengi herja á verslanir

Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Öldrunar­þjónustan – tæki­færi og á­skoranir

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. Með hækkandi aldri þjóðarinnar er brýnt að tryggja öldruðum vandaða, virðulega og skilvirka þjónustu. Umönnun aldraðra nær yfir fjölþætta þjónustu sem tekur mið af líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Alzheimer - mennska og mildi

Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Er krónan að valda á­tökum á milli kyn­slóða?

Eins og hlutirnir hafa verið að þróast í samfélaginu undanfarin ár með auknum kröfum á stjórnvöld og sveitarfélög er að mínu viti að byggjast upp mikil spenna á milli kynslóða. Þessi spenna lýsir sér þannig að unga fólkið sem er að koma sér af stað í samfélaginu með því að stofna fjölskyldur kallar eftir meiri og meiri stuðningi opinberra aðila við að koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn. Nýjasta krafan sem fékkst fram eru fríar máltíðir í skólum óháð efnahag foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni

„Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur verið með kindur í Reykja­vík í 67 ár

Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Biðin sem veikir og tekur

Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér.

Skoðun
Fréttamynd

Halló! Er ein­hver til í að hlusta?

Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer fjölgandi á Íslandi. Ástæðan er ekki sú að um faraldur sé að ræða heldur eru að eldast núna stórar kynslóðir eftirstríðsáranna og aldur er því miður einn af áhættuþáttum þess að þú fáir heilabilunarsjúkdóm.

Skoðun
Fréttamynd

Elsti karl­maður landsins fallinn frá

Karl Sigurðsson, elsti íslenski karlmaðurinn, er fallinn frá 106 ára að aldri. Karl fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1918 og var skírður 1. desember 1918 á sama degi og Ísland varð fullvalda. Karl lætur eftir sig stóran hóp afkomenda. 

Innlent
Fréttamynd

Gott að eldast á Vest­fjörðum

Nú standa stjórnvöld fyrir vegferðinni „Gott að eldast“ þar sem tekið er utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti þar sem aðgerðaráætlun er fylgt eftir til að tryggja betri þjónustu við eldra fólk, meðal annars með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa ekki tíma í sam­skipti vegna mönnunarvanda

Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­ævi­lengd Ís­lendinga styttist

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs.

Innlent
Fréttamynd

97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum

Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert.

Innlent
Fréttamynd

Að verða fórnar­lamb ís­lenskra skatt­yfir­valda

Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­skeru­há­tíð öldrunarfræða á Norður­löndum

27. Norðurlandaráðstefnan um öldrunarfræðum var haldin dagana 12.-14. júní 2024 á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ageing in a transforming world, sem mætti útleggja sem Að eldast í síbreytilegum heimi.

Skoðun