Lífið Charlize orðin sérfræðingur í bleium Leikkonan Charlize Theron segist vera orðin sérfróð um bleiuskipti eftir að hún eignaðist son sinn Jackson. "Ég elska bleiuskipti, ég lýg því ekki. Og ég er orðin svo góð í þeim að ég gæti gert það sofandi. Ég hef þurft að kaupa bleiur í ólíkum löndum, því Jackson er á kynningarferðalagi með mér, og nú kann ég að skipta á japönskum bleium, spænskum, enskum og þýskum bleium. Bleiur eru svolítið ólíkar á milli landa og ég er orðin sérfróð um þær allar,“ sagði leikkonan um hið nýja hlutverk sitt sem móðir. Lífið 30.5.2012 17:18 Silkimjúkt og sefandi Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Gagnrýni 30.5.2012 17:18 Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. Lífið 30.5.2012 17:18 Keppti í sænskum þætti Dansarinn Linda Ósk Valdimarsdóttir var stödd í Svíþjóð fyrir helgi þar sem hún var við upptökur á sænska sjónvarpsþættinum Rampljuset. Þættirnir njóta mikilla vinsælda meðal sænskra ungmenna og hafa töluvert áhorf. Lífið 30.5.2012 17:18 Ánægð með rassinn Cameron Diaz segir að rassinn á sér líti betur út eftir því sem hún verður eldri. Hún þakkar það dugnaði sínum í líkamsræktinni. Lífið 18.5.2012 18:25 Fótboltakonur fá frekar heilahristing Leikmenn í bandarískum fótbolta eru líklegastir til að fá heilahristing við íþróttaiðkun sína, en næst á eftir þeim er knattspyrnufólk líklegast til að hljóta höfuðhögg. Á einum áratug hefur fjöldi heilahristingstilfella í fótbolta aukist um 58 prósent. Lífið 18.5.2012 18:25 Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Lífið 18.5.2012 18:25 Miðasala fer vel af stað Miðasala á tónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hófst fyrir skömmu og fór hún vel af stað. Nokkur þúsund miðar eru þegar seldir en alls verða sjö þúsund miðar í boði á tónleikana, sem verða þeir einu með hljómsveitinni hér á landi. Lífið 18.5.2012 18:25 Heiðruð af Billboard Whitney Houston verður verðlaunuð á Billboard-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Las Vegas á sunnudaginn. Söngkonan sáluga fær hin svokölluðu Millenium-heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins. Söngkonan Beyoncé fékk sömu verðlaun á síðasta ári. Lífið 18.5.2012 18:25 Hvarf Stahl setur ekki strik í reikninginn „Við erum á áætlun með hann og það er engin breyting,“ segir Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Kill the Poet. Lífið 18.5.2012 18:25 Kaupir villu í Beverly Hills Kynnirinn í American Idol, Ryan Seacrest, ætlar að kaupa glæsivillu leikkonunnar Ellen DeGeneres í Beverly Hills fyrir um sex milljarða króna, samkvæmt vefsíðunni TMZ.com. Lífið 18.5.2012 18:25 Megrun ekki hættuleg Megrun á meðgöngu er ekki hættuleg fyrir konur og felur ekki sér neina áhættu hvað fóstrið varðar. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu The British Medical Journal. Þar voru skoðaðar niðurstöður úr 44 rannsóknum sem höfðu áður verið gerðar og tóku rúmlega sjö þúsund konur þátt í þeim. Lífið 18.5.2012 18:25 Myndband á mæðradegi Leikarinn John Travolta bjó til rómantískt myndband handa eiginkonu sinni Kelly Preston í tilefni af mæðradeginum. „Eiginmaðurinn minn Johnny steig sín fyrstu skref sem leikstjóri og bjó til myndband handa mér á mæðradaginn. Lífið 18.5.2012 18:24 Spiluðu í þrjá tíma Guns N' Roses hóf tónleikaferðalag sitt um Bretland og Írland með tæplega þriggja tíma tónleikum í O2-höllinni í Dublin. Hljómsveitin var sein á sviðið eins og svo oft áður og hóf ekki spilamennskuna fyrir en um hálfellefu um kvöldið. Tónleikunum lauk ekki fyrr en klukkan 1.15 um nóttina. Lífið 18.5.2012 18:25 Obama syrgir diskódívu Barack Obama Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa vottað Donnu Summer virðingu sína. Diskódívan er látin, 63 ára gömul, eftir baráttu við lungnakrabbamein. Lífið 18.5.2012 18:25 Grant heldur tónleika Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og unnið að nýrri plötu. Grant er mikill tungumálamaður og er byrjaður að spjalla á íslensku við aðdáendur sína, sem eru fjölmargir hér á landi. Hann hyggst halda tónleika í Háskólabíói í júlí og hefur safnað í kringum sig stórskotaliði undirleikara: Pétur Hallgrímsson leikur á gítar, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Gíslason á trommur. Ætli það sé óhætt að byrja að kalla hann Íslandsvin? - afb Lífið 15.5.2012 17:22 Hannar tæknileg föt Fatahönnuðurinn Nicola Formichetti hyggst hanna fatalínu undir eigin nafni. Formichetti vakti fyrst athygli sem stílisti Lady Gaga og sem yfirhönnuður tískumerkisins Mugler. Tíska og hönnun 15.5.2012 17:22 Háski skapar rokkstemningu Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. Tónlist 15.5.2012 17:22 Hjólað í sínu fínasta pússi Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson segja að það vanti almennilega hjólamenningu á Íslandi og standa nú fyrir Tweed Run viðburði í miðbæ Reykjavíkur þann 16.júní þar sem fólk er hvatt til að hjóla saman klætt sínu fínasta pússi. Menning 15.5.2012 17:22 Miðar seldir á Sigur Rós Miðasala á tónleika Sigur Rósar á Airwaves-hátíðinni í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hefst á hádegi í dag á Midi.is. Allir eiga kost á að kaupa sér miða á tónleikana og ekki er skilyrði að kaupa eða eiga miða á Airwaves. Þeir sem eiga miða á Airwaves geta aftur á móti keypt miðann með afslætti til 16. júní. Lífið 15.5.2012 17:22 Nýtt X-Factor-teymi Britney Spears og Demi Lovato eru nýir dómarar í X-Faktor í Bandaríkjunum. Söngkonurnar bætast í hóp með Simon Cowell og L.A. Reid þegar sjónvarpsþættirnir snúa aftur í haust. Lífið 15.5.2012 17:22 Tenging milli matarvenja og sykursýki Fólk sem borðar hratt er líklegra til að þróa með sér tegund 2 af sykursýki en þeir er snæða hægt og rólega. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Litháen og kynnt á ráðstefnunni International Congress of Endocrinology. Erlent 15.5.2012 17:22 Þrjú hundruð hitta goðsögn "Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það,“ segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Tónlist 15.5.2012 17:22 Spennandi hönnunarsýning í Ráðhúsinu um helgina Stórglæsileg sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun fer nú fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur þann 7. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en í fyrsta sinn að vori til... Lífið 4.5.2012 11:48 Aflýsir öllum tónleikum Sinead O‘Connor hefur aflýst öllum tónleikum sínum á þessu ári. Samband hennar og eiginmanns hennar hefur verið stormasamt og sjálf hefur hún átt við þunglyndi að stríða. Tónlist 26.4.2012 17:19 Beyoncé fallegasta konan Lesendur tímaritsins People hafa kosið tónlistarkonuna Beyonce fallegustu konu í heimi. Í öðru sæti var gamanleikkonan Sofia Vergara en Charlize Theron lenti í því þriðja. Lífið 26.4.2012 17:19 Björk þarf að hvíla raddböndin Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum. Tónlist 26.4.2012 17:19 Framhald á ævisögu Tom Bower, sem skrifaði ævisögu Simons Cowell, segir að þeir Cowell séu enn þá vinir þrátt fyrir að ýmislegt vandræðalegt úr einkalífi Cowells hafi verið afhjúpað í sögunni, þar á meðal botox-notkun hans. Lífið 26.4.2012 17:19 Spilar sem plötusnúður Elijah Wood ætlar að spila í fyrsta sinn sem plötusnúður utan Bandaríkjanna á tónlistarhátíð í Norður-Írlandi í júní. Lífið 26.4.2012 17:19 Beach Boys með nýtt lag Hljómsveitin The Beach Boys sendir á næstunni frá sér smáskífulagið That's Why God Made the Radio. Tónlist 25.4.2012 16:31 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 102 ›
Charlize orðin sérfræðingur í bleium Leikkonan Charlize Theron segist vera orðin sérfróð um bleiuskipti eftir að hún eignaðist son sinn Jackson. "Ég elska bleiuskipti, ég lýg því ekki. Og ég er orðin svo góð í þeim að ég gæti gert það sofandi. Ég hef þurft að kaupa bleiur í ólíkum löndum, því Jackson er á kynningarferðalagi með mér, og nú kann ég að skipta á japönskum bleium, spænskum, enskum og þýskum bleium. Bleiur eru svolítið ólíkar á milli landa og ég er orðin sérfróð um þær allar,“ sagði leikkonan um hið nýja hlutverk sitt sem móðir. Lífið 30.5.2012 17:18
Silkimjúkt og sefandi Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgrímssonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúósins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We Float From Here? sem bandaríska útgáfan n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út tónlist Asonat. Gagnrýni 30.5.2012 17:18
Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. Lífið 30.5.2012 17:18
Keppti í sænskum þætti Dansarinn Linda Ósk Valdimarsdóttir var stödd í Svíþjóð fyrir helgi þar sem hún var við upptökur á sænska sjónvarpsþættinum Rampljuset. Þættirnir njóta mikilla vinsælda meðal sænskra ungmenna og hafa töluvert áhorf. Lífið 30.5.2012 17:18
Ánægð með rassinn Cameron Diaz segir að rassinn á sér líti betur út eftir því sem hún verður eldri. Hún þakkar það dugnaði sínum í líkamsræktinni. Lífið 18.5.2012 18:25
Fótboltakonur fá frekar heilahristing Leikmenn í bandarískum fótbolta eru líklegastir til að fá heilahristing við íþróttaiðkun sína, en næst á eftir þeim er knattspyrnufólk líklegast til að hljóta höfuðhögg. Á einum áratug hefur fjöldi heilahristingstilfella í fótbolta aukist um 58 prósent. Lífið 18.5.2012 18:25
Fótboltamaður fær hæstu einkunn í Harvard-háskóla Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður í KR og nemandi í hagfræði við Háskóla Íslands, fékk hæstu einkunn frá hinum virta Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði skiptinám í vetur. Guðmundur Reynir er kominn aftur heim til Íslands og lék sinn fyrsta leik með KR á þriðjudaginn var. Lífið 18.5.2012 18:25
Miðasala fer vel af stað Miðasala á tónleika Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hófst fyrir skömmu og fór hún vel af stað. Nokkur þúsund miðar eru þegar seldir en alls verða sjö þúsund miðar í boði á tónleikana, sem verða þeir einu með hljómsveitinni hér á landi. Lífið 18.5.2012 18:25
Heiðruð af Billboard Whitney Houston verður verðlaunuð á Billboard-tónlistarhátíðinni sem verður haldin í Las Vegas á sunnudaginn. Söngkonan sáluga fær hin svokölluðu Millenium-heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins. Söngkonan Beyoncé fékk sömu verðlaun á síðasta ári. Lífið 18.5.2012 18:25
Hvarf Stahl setur ekki strik í reikninginn „Við erum á áætlun með hann og það er engin breyting,“ segir Margrét Hrafnsdóttir, framleiðandi kvikmyndarinnar Kill the Poet. Lífið 18.5.2012 18:25
Kaupir villu í Beverly Hills Kynnirinn í American Idol, Ryan Seacrest, ætlar að kaupa glæsivillu leikkonunnar Ellen DeGeneres í Beverly Hills fyrir um sex milljarða króna, samkvæmt vefsíðunni TMZ.com. Lífið 18.5.2012 18:25
Megrun ekki hættuleg Megrun á meðgöngu er ekki hættuleg fyrir konur og felur ekki sér neina áhættu hvað fóstrið varðar. Þetta kemur fram í grein í tímaritinu The British Medical Journal. Þar voru skoðaðar niðurstöður úr 44 rannsóknum sem höfðu áður verið gerðar og tóku rúmlega sjö þúsund konur þátt í þeim. Lífið 18.5.2012 18:25
Myndband á mæðradegi Leikarinn John Travolta bjó til rómantískt myndband handa eiginkonu sinni Kelly Preston í tilefni af mæðradeginum. „Eiginmaðurinn minn Johnny steig sín fyrstu skref sem leikstjóri og bjó til myndband handa mér á mæðradaginn. Lífið 18.5.2012 18:24
Spiluðu í þrjá tíma Guns N' Roses hóf tónleikaferðalag sitt um Bretland og Írland með tæplega þriggja tíma tónleikum í O2-höllinni í Dublin. Hljómsveitin var sein á sviðið eins og svo oft áður og hóf ekki spilamennskuna fyrir en um hálfellefu um kvöldið. Tónleikunum lauk ekki fyrr en klukkan 1.15 um nóttina. Lífið 18.5.2012 18:25
Obama syrgir diskódívu Barack Obama Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem hafa vottað Donnu Summer virðingu sína. Diskódívan er látin, 63 ára gömul, eftir baráttu við lungnakrabbamein. Lífið 18.5.2012 18:25
Grant heldur tónleika Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og unnið að nýrri plötu. Grant er mikill tungumálamaður og er byrjaður að spjalla á íslensku við aðdáendur sína, sem eru fjölmargir hér á landi. Hann hyggst halda tónleika í Háskólabíói í júlí og hefur safnað í kringum sig stórskotaliði undirleikara: Pétur Hallgrímsson leikur á gítar, Jakob Smári Magnússon á bassa og Arnar Gíslason á trommur. Ætli það sé óhætt að byrja að kalla hann Íslandsvin? - afb Lífið 15.5.2012 17:22
Hannar tæknileg föt Fatahönnuðurinn Nicola Formichetti hyggst hanna fatalínu undir eigin nafni. Formichetti vakti fyrst athygli sem stílisti Lady Gaga og sem yfirhönnuður tískumerkisins Mugler. Tíska og hönnun 15.5.2012 17:22
Háski skapar rokkstemningu Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. Tónlist 15.5.2012 17:22
Hjólað í sínu fínasta pússi Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson segja að það vanti almennilega hjólamenningu á Íslandi og standa nú fyrir Tweed Run viðburði í miðbæ Reykjavíkur þann 16.júní þar sem fólk er hvatt til að hjóla saman klætt sínu fínasta pússi. Menning 15.5.2012 17:22
Miðar seldir á Sigur Rós Miðasala á tónleika Sigur Rósar á Airwaves-hátíðinni í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember hefst á hádegi í dag á Midi.is. Allir eiga kost á að kaupa sér miða á tónleikana og ekki er skilyrði að kaupa eða eiga miða á Airwaves. Þeir sem eiga miða á Airwaves geta aftur á móti keypt miðann með afslætti til 16. júní. Lífið 15.5.2012 17:22
Nýtt X-Factor-teymi Britney Spears og Demi Lovato eru nýir dómarar í X-Faktor í Bandaríkjunum. Söngkonurnar bætast í hóp með Simon Cowell og L.A. Reid þegar sjónvarpsþættirnir snúa aftur í haust. Lífið 15.5.2012 17:22
Tenging milli matarvenja og sykursýki Fólk sem borðar hratt er líklegra til að þróa með sér tegund 2 af sykursýki en þeir er snæða hægt og rólega. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Litháen og kynnt á ráðstefnunni International Congress of Endocrinology. Erlent 15.5.2012 17:22
Þrjú hundruð hitta goðsögn "Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það,“ segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Tónlist 15.5.2012 17:22
Spennandi hönnunarsýning í Ráðhúsinu um helgina Stórglæsileg sýning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun fer nú fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og lýkur þann 7. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð en í fyrsta sinn að vori til... Lífið 4.5.2012 11:48
Aflýsir öllum tónleikum Sinead O‘Connor hefur aflýst öllum tónleikum sínum á þessu ári. Samband hennar og eiginmanns hennar hefur verið stormasamt og sjálf hefur hún átt við þunglyndi að stríða. Tónlist 26.4.2012 17:19
Beyoncé fallegasta konan Lesendur tímaritsins People hafa kosið tónlistarkonuna Beyonce fallegustu konu í heimi. Í öðru sæti var gamanleikkonan Sofia Vergara en Charlize Theron lenti í því þriðja. Lífið 26.4.2012 17:19
Björk þarf að hvíla raddböndin Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum. Tónlist 26.4.2012 17:19
Framhald á ævisögu Tom Bower, sem skrifaði ævisögu Simons Cowell, segir að þeir Cowell séu enn þá vinir þrátt fyrir að ýmislegt vandræðalegt úr einkalífi Cowells hafi verið afhjúpað í sögunni, þar á meðal botox-notkun hans. Lífið 26.4.2012 17:19
Spilar sem plötusnúður Elijah Wood ætlar að spila í fyrsta sinn sem plötusnúður utan Bandaríkjanna á tónlistarhátíð í Norður-Írlandi í júní. Lífið 26.4.2012 17:19
Beach Boys með nýtt lag Hljómsveitin The Beach Boys sendir á næstunni frá sér smáskífulagið That's Why God Made the Radio. Tónlist 25.4.2012 16:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent