Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Aftur­köllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals

Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar.

Innlent
Fréttamynd

Hart­nær átta­tíu prósent leigj­enda ná ekki endum saman

Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu

Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar

Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla

Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi

Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. 

Innlent
Fréttamynd

Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax

Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í boði að gefast upp

Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna að­gerða­leysis

Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hlýtur að teljast ó­á­sættan­legt“

Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út.

Innlent
Fréttamynd

Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til nýtt úr­ræði fyrir al­var­lega veika fanga

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra skammar stjórnvöld vegna iðnmenntunar

Ráðherra í ríkisstjórninni skammast út í stjórnvöld fyrir að sinna ekki iðnmenntun betur í landinu því á sama tíma og ungt fólk hefur áhuga á menntuninni er ekki pláss fyrir það í skólunum, sem sé óboðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega sjö hundruð manns starfa í ráðu­neytunum

Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Flens­borgar uggandi og óttast uppsagnir

Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir. 

Innlent
Fréttamynd

Hvorki gengur né rekur að koma æfinga­flugi úr Vatns­mýrinni

Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eining Kvennó og MS?

Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um.

Skoðun
Fréttamynd

Krist­rún vill að minnsta kosti Lands­bankann eftir sem áður í eigu ríkisins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“

Innlent
Fréttamynd

Katrín fundar með Selenskí

Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.

Innlent