Samkomubann á Íslandi

Allt of margir á einum skemmtistað og erill hjá lögreglu
Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun.

Sér ekki fram á tilslakanir í ljósi stöðunnar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum.

Björk Orkestral frestað til 2021
Tónleikaröð Bjarkar, Björk Orkestral – Live from Reykjavík, sem fara átti fram í Hörpu hefur verið frestað til ársins 2021.

Rafræn kennsla lögð til grundvallar í HÍ
Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa.

Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum.

Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar
Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur.

Misræmi í upplýsingagjöf skrifast alfarið á stjórnvöld
Forsætisráðherra segir að það skrifist alfarið á stjórnvöld að misræmi hafi verið í auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnareglur og upplýsingum á Covid.is. Mikilvægt sé að upplýsingagjöf sé eins skýr og mögulegt er og eins aðgengileg öllum almenningi og hægt sé.

Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur
Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun.

Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag.

Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu
Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga.

Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur.

Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga
Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga.

„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna.

Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs
Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla.

Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman.

Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina.

Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur.

Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær.

„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna.

Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast.

Engar breytingar varðandi landamærin að svo stöddu
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum verða rýmkaðar en áfram mega að hámarki eitt hundrað koma saman samkvæmt nýjum reglum sem taka gildi á föstudag.

Biðla til yfirvalda að finna lausnir fyrir listalífið
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað.

Aukinn sveigjanleiki í skólastarfi með eins metra reglunni
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir það fagnaðarefni fyrir skólasamfélagið að eins metra reglan verði í gildi í framhalds- og háskólum.

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag
Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi.

Einum veitingastað lokað tímabundið
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöldi einum veitingastað vegna brota á tilmælum um sóttvarnir og tveggja metra reglu.

Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna minni hagsmunum fyrir meiri með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna.

Vonar að viðurlög hafi fælingarmátt til að forðast lokanir: „Einhverjar tekjur eru betri en engar“
Lögreglan er boðin velkomin á Röntgen við Hverfisgötu til þess að taka út sóttvarnaraðgerðir sem staðarhaldarar hafa gripið til að sögn Ásgeirs Guðmundssonar, eins af meðeigendum staðarins.

Menningarnótt aflýst
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa Menningarnótt vegna kórónuveirufaraldursins.

Alma fær frí á hundraðasta fundinum
Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins

Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu
Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi.