Vinnustaðurinn

Fréttamynd

Stað­reynda­úttektir í ein­elti- og á­reitni­málum á vinnu­stöðum

Einelti og áreitni á vinnustöðum er erfitt fyrirbæri sem eyðileggur starfsanda, dregur úr starfsánægju og spillir árangri verkefna. Einnig dregur þetta ástand úr sálrænu öryggi fólks á vinnustað og getur orðið til þess að hæft starfsfólk flæmist út af vinnumarkaði og andleg og líkamleg heilsa er í hættu.

Skoðun
Fréttamynd

Notuðu ryksugu og gömul verkfæri frá foreldrunum þegar þeir byrjuðu

„Við Örn stofnuðum Stoð með 500 þúsund krónum í hlutafé og síðan lögðu fjölskyldurnar bara í púkk. Þetta var bara eins og það var þá. Við vorum til dæmis með gamla ryksugu frá tengdaforeldrum Arnars sem við notuðum sem sogkerfi og síðan vorum við með gömul verkfæri frá pabba,“ segir Sveinn Finnbogason þegar hann rifjar upp upphaf fyrirtækisins Stoð sem hann og Örn Ólafsson stofnuðu haustið 1982.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni

„Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa

„Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira

„Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla

„Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki hlust­að á starfs­fólk sem vill hald­a sínu vinn­u­rým­i

Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnuumhverfi að sögn prófessors við skólann. Rannsóknir sýni að afköst og starfsánægja minnki við breytingarnar. Leita þurfi annarra lausna og taka mið af eðli starfsins en ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Í kjölfar Covid: Miklu fleira en Stóra uppsögnin í gangi

Í kjölfar heimsfaraldurs hefur mikið verið fjallað um Stóru uppsögnina, eða The Great Resignation tímabilið. Þar sem sú þróun sýndi sig á vinnumarkaði um allan heim að hlutfallslega hefðu aldrei jafn margir sagt upp störfum sínum og hreinlega tekið ákvörðun um að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Opin­bert starfs­fólk færist úr lokuðum skrif­stofum

Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“

„Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman

„Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Geta öll dýrin í skóginum verið vinir?

Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun

Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Með­virkni á vinnu­stað

Meðvirkni á vinnustað er vandamál sem bæði almennt starfsfólk og stjórnendur þurfa að vera meðvitað um. Skilgreining á meðvirkni samkvæmt Psychology Today er; ójafnvægi í sambandi, þar sem einn einstaklingur fórnar eigin þörfum og vellíðan fyrir sakir hins.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír nýir stjórnendur hjá Coca-Cola á Íslandi

Vilborg Anna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framlegðar og tekjustýringar Coca-Cola á Íslandi. Vilborg kemur til Coca-Cola á Íslandi frá UN Women á Íslandi þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri. Áður en hún starfaði hjá UN Women var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sixt í tæp tíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

Atvinnulíf