Breiðablik

Sjáðu flautumark Víkinga og grátlega endinn fyrir Fylkismenn
Víkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bestu deild karla í fótbolta í gær eftir dramatískan sigur í Vestmannaeyjum.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 1-2 | Meistararnir mörðu nýliðana
Íslandsmeistarar Breiðabliks þurftu að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Fylkis í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 2-1, Breiðablik í vil, og óhætt að tala um torsóttan sigur gestanna.

„Vorum mjög lélegir og ég get ekki glaðst yfir þessu“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var allt annað en sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Fylki í kvöld.

Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum
Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar.

Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - Breiðablik 0-2 | Stefán Ingi áfram heitur þegar Blikar unnu í Garðabæ
Breiðablik lagði Stjörnuna í 0-2 stórleik 5. umferðar Bestu deildar karla. Leikið var á Samsungvellinum í Garðabæ í þessum leik sem stundum er kallaður baráttan um Arnarneshæðina.

„Hann kemur heim sem fullbúið karldýr“
Stefán Ingi Sigurðarson er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla eftir fjórar umferðir. Hann hefur skorað fimm mörk þrátt fyrir að hafa ekki verið í byrjunarliði Breiðabliks í upphafi móts.

Umfjöllun: Tindastóll - Breiðablik 0-3 | Öruggur fyrsti sigur Blika
Breiðablik sigraði nýliða Tindastóls örugglega á Sauðárkróki í kvöld í annarri umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Breiðablik og voru þetta fyrstu stig liðsins í deildinni en þær þurftu að sætta sig við tap á móti Valskonum í fyrstu umferð. Þó að sigurinn hafi aldrei verið í hættu gáfu heimakonur þeim ágæta mótspyrnu og voru þær óheppnar að ná ekki að skora í kvöld.

Kjóstu besta leikmann apríl
Lesendur Vísis geta nú valið um það hvaða leikmaður skaraði fram úr í Bestu deild karla í fótbolta í fyrsta mánuði leiktíðarinnar, apríl.

Sigurmark Klæmints, þrennan hjá Stefáni Inga og öll hin mörkin
Íslandsmeistaralið Breiðabliks vann Fram í hreint út sagt ótrúlegum leik í Bestu deild karla á föstudagskvöld. Mörkin úr 5-4 sigri Blika má sjá hér að neðan.

Stefán Ingi: Ef þú ert hlutlaus þá var þetta geggjaður leikur
Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, fór á kostum í leik liðsins gegn Fram í kvöld en hann skoraði þrjú mörk og var maður leiksins.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 5-4 | Blikar höfðu betur í lygilegum leik
Breiðablik vann vægast sagt dramatískan sigur er liðið tók á móti Fram í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld, 5-4. Gestirnir virtust vera að sækja ótrúlegt stig eftir að hafa lent 3-0 undir, en Klæmint Olsen reyndist hetja Blika á ögurstundu.

Gríðarleg umsvif Blika: „Auðvitað fylgja smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið“
Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári.

Leikir Breiðabliks og KR eru stærstu leikirnir á Íslandi
Blikarnir eru ekki bara meistarar í karlaflokki og með langstærsta reksturinn á Íslandi. Þeir trekkja að sér langflesta áhorfendur líka.

Félögin selja hamborgara, bjór og varning fyrir tugi milljóna
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.

Leikmenn Vals með hæstu launin
Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.

Breiðablik hefur fengið 390 milljónir frá UEFA á tveimur árum
KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.

Breiðablik lánar Eyþór Aron Wöhler til nágranna sinna í HK
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa ákveðið að lána framherjann Eyþór Aron Wöhler til HK. Þetta herma öruggar heimildir Vísis.

„Óskar verður ekki ánægður með þetta“
ÍBV vann Breiðablik 2-1 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum síðastliðin sunnudag. Varnarleikur gestanna var vægast sagt lélegur í fyrsta marki leiksins.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 1-0 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í fyrsta stórleik tímabilsins
Íslandsmeistarar Vals unnu sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í fyrsta stórleik tímabilsins í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld.

„Hefðum getað skorað fleiri en eitt mark dugði“
Valur vann Breiðablik 1-0 í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði sigurmark Vals og var afar sátt með úrslitin.

„Ekkert séð frá honum“
Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður Breiðabliks í 2-1 tapi liðsins á móti ÍBV. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu frammistöðu hans í leiknum.

„Sambland af spennu og stressi“
„Það er mjög mikill fiðringur í maganum, sambland af mikilli spennu og stressi sem er held ég bara eðlilegt,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, sem mætir Val í stórleik í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Lítið um skipti á lokadögum félagaskiptagluggans
Félagskiptagluggin lokar á miðnætti annað kvöld og ólíklegt er að margar hræringar í viðbót verði fyrir lok gluggans.

Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni?
ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal.

Besta spáin 2023: Ný og beitt vopn duga ekki til
Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta.

„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“
Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna.

Ósáttir Blikar senda pillu til Eyja | „Oft reynist flagð undir fögru skinni“
Lesa má út úr færslu sem stuðningsmenn Breiðabliks birtu á samfélagsmiðlinum Twitter að þeir hafi verið ósáttir með þær vallaraðstæður sem boðið var upp á í leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild karla í dag.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 2-1 Breiðablik | Dramatík í Eyjum
ÍBV gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag þegar að liðin mættust í Bestu deild karla. Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði ÍBV stigin þrjú sem í boði voru með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Meistararnir spila heimaleik í Árbæ því KSÍ bannaði skipti
Íslandsmeistarar Breiðabliks spila næsta heimaleik sinn ekki á Kópavogsvelli heldur í Árbæ, í Bestu deild karla í fótbolta.