Fótbolti

Fréttamynd

„Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað“

Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lék á EM í fyrra en spriklar nú í stráka­bolta fyrir vestan

Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann.

Fótbolti
Fréttamynd

Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum

Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust.

Fótbolti
Fréttamynd

Diljá Ýr til Belgíu

Framherjinn Diljá Ýr Zomers hefur gengið í raðir belgíska félagsins Leuven frá sænska félaginu Norrköping. Ekki kemur fram um hversu langan samning er að ræða.

Fótbolti
Fréttamynd

Ha­vertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal

Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna].

Enski boltinn