Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Pálína líklega á leið til Grindavíkur

Það vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar besti leikmaður Dominos-deildarinnar síðasta vetur, Pálína Gunnlaugsdóttir, lýsti því yfir að hún væri hætt að spila með Íslandsmeistaraliði Keflavíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Magni á leiðinni í KR

Körfuknattleiksmaðurinn Ingvaldur Magni Hafsteinsson mun leika með KR á næsta tímabili en hann hefur verið á mála hjá Fjölni að undanförnu. Þetta kom fram á vefsíðunni karfan.is í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús bætti metið hans Herberts

Magnús Þór Gunnarsson skoraði fimm þriggja stiga körfur í 41 stigs sigri Íslands á San Marínó í gær, 94-53, en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hann bætti með þessu met Herbert Arnarsonar og er orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur á Smáþjóðaleikum.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír sigrar og eitt tap á eistneskum degi

Íslensku unglingalandsliðin í körfubolta unnu þrjá af fjórum leikjum sínum á fyrsta degi Opna Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem fer fram í Stokkhólmi eins og undanfarin ár. Ísland mætti Eistlandi í leikjum sínum í dag. Bæði 16 ára og 18 ára strákarnir unnu sína leiki sem og 16 ára stelpurnar en 18 ára stelpurnar urðu að sætta sig við tap.

Körfubolti
Fréttamynd

Snorri til Njarðvíkur

Snorri Hrafnkelsson er genginn til liðs við meistaraflokk karla hjá Njarðvík. Miðherjinn samdi við Njarðvík til tveggja ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Barist um íslensku strákana

"Það er svolítið síðan að ég framlengdi. Maður er bara ekkert að slá um sig með einhverjum Facebook-færslum,“ segir Benedikt Guðmundsson, sem verður þjálfari Þórs í Þorlákshöfn næstu tvö árin.

Körfubolti
Fréttamynd

Svanasöngur Teits

Stjörnumenn glöddust í gær þegar Teitur Örlygsson ákvað að halda áfram að þjálfa körfuboltalið félagsins. Teitur tók aðra ákvörðun en hún er sú að hætta með liðið eftir næsta tímabil. Þjálfaranum er létt að hafa tekið ákvörðun.

Körfubolti
Fréttamynd

Það féllu tár inni í klefanum

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí.

Körfubolti
Fréttamynd

McCallum kýldi Pálínu

Keflavík tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna með sigri á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbænum.

Körfubolti
Fréttamynd

Dómari rekinn úr húsi fyrir mótmæli

Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Fór beint til tannlæknis

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, leikmaður KR, fékk olnbogann í munninn í fjórða leik Keflavíkur og KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Hann á afmæli í dag

Liðsmenn Stjörnunnar skelltu í sig bollakökum og fögnuðu 33 ára afmæli Jovan Zdravevski eftir gott dagsverk í Grindavík í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Mesta sveifla í sögunni

Stjarnan svaraði 24 stiga tapi í fyrsta leiknum gegn Grindavík í úrslitakeppni karla um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með 37 stiga sigri í Garðabæ.

Körfubolti
Fréttamynd

McCallum var hökkuð í spað

"Hún er hökkuð í spað og henni er ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn en það er ekki dæmd ein einasta villa á það," sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta eftir tap gegn Keflavík í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Alda Leif sleit krossband

Alda Leif Jónsdóttir leikmaður Snæfells er með slitið krossband á vinstra hné en þetta kom í ljós eftir segulómskoðun.

Körfubolti
Fréttamynd

Pálína hefur aldrei tapað

Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið.

Körfubolti