Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Sigurganga KFÍ heldur áfram | öll úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurganga KFÍ frá Ísafirði heldur áfram en liðið sigraði ÍG í Grindavík örugglega 78-120. KFÍ hefur unnið alla sex leiki sína. Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki en Borgnesingar unnu Ármenninga á útivelli, 77-98. Þór frá Akureyri er eina liðið í deildinni sem er án stiga en Þórsarar töpuðu sínum sjöunda leik í kvöld og nú gegn Hetti frá Egilsstöðum 74-84.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrslit og stigaskor í Lengjubikarnum - KFÍ vann Hauka á Ásvöllum

Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og óvæntustu úrslitin urðu á Ásvöllum þegar 1. deildarlið KFÍ vann 79-76 sigur á Iceland Express deildarliði Hauka. Það munaði líka litlu að topplið Grindavíkur tapaði á heimavelli á móti Fjölni. ÍR, Njarðvík og Keflavík unnu hinsvegar öll nokkuð örugga heimasigra.

Körfubolti
Fréttamynd

KR vann eftir framlengingu - myndir

KR-ingar standa vel að vígi í Lengjubikarkeppni karla en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í A-riðli. Liðið mátti þó hafa fyrir sigrinum gegn Þór frá Þorákshöfn í gær en framlengja þurfti leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu

KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt eftir bókinni í Lengjubikar karla í körfubolta

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta, en KFÍ tók á móti Grindavík á Ísafirði, en suðurnesjaliðið var aldrei í vandræðum með Ísfirðingana og unnu þá með 25 stiga mun 100-75. Giordan Watson var með 18 stig og sex stoðsendingar fyrir Grindvíkinga, en Ari Gylfason gerði 29 stig fyrir KFÍ.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað sögðu þjálfarar og leikmenn á kynningarfundi IE deildarinnar?

KR er spáð sigri í karlaflokki í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og Keflavík er spáð sigri í keppni kvennaliða í sömu deild. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 var á kynningarfundinum í Laugardalshöllinni í dag og ræddi hann við þjálfara og leikmenn. Myndböndin eru öll að finna á Vísir.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík

KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflavík, Haukar og Valur unnu leiki sína í kvöld

Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru búnar að vinna báða leiki sína í keppninni og Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sinn fyrsta leik sem fram fór í Hólminun. Valskonur eru búnar að vinna tvo leiki í röð eftir tap í Njarðvík í fyrsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur

Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara.

Körfubolti