Tækni

Fréttamynd

Yfirsjóræningi dæmdur

Höfuðpaur umsvifamikils tölvuglæpahrings var dæmdur af bandarískum dómstólum í 51 mánaðar fangelsi á dögunum. Maðurinn, sem er Breti að nafni Hew Griffith, hafði áður verið handsamaður og fangelsaður í Ástralíu en krafist þess að verða framseldur til Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Blockbuster velur Blu-ray

Bandaríska myndbandaleigukeðjan Blockbuster ætlar að einbeita sér að kaupum og útleigu á DVD-myndum á Blu-ray formi. Ákvörðunin þykir nokkuð áfall fyrir Toshiba og önnur fyrirtæki, sem hafa lagt allt sitt á að HD-DVD-staðallinn verði ráðandi í nýrri kynslóð háskerpumynddiska.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Airbus senuþjófur á flugvélasýningu

Frönsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus þykja hafa stolið senunni á fyrsta degi flugvélasýningarinnar í Le Bourget í Frakklandi á mánudag en fyrirtækið greindi þar frá nokkrum stórum samningum. Heildarverðmæti samninganna fram til þessa hljóðar upp á rúma 45 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Yahoo

Terry Semel, forstjóri bandaríska netfyrirtækisins Yahoo, hefur sagt af sér. Jerry Yang annar stofnandi fyrirtækisins mun taka við. Frá því 2001 hefur Semel verið undir þrýstingi vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ein ný skilaboð

Helmingur Breta getur ekki lifað af án tölvupósts og er aldurshópurinn 25 - 44 ára háðari póstinum en unglingar. Þetta kemur fram í könnun sem ICM markaðsrannsóknafélagið kynnti í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vefurinn að fyllast

Nú gerast raddir háværari sem segja að veraldarvefur sé óðum að fyllast. Allt frá því að vefurinn varð að veruleika hafa menn velt því fyrir sér hversu miklu og lengi hann getur tekið við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðmætalisti Sþ í smíðum

Nefnd innan Sameinuðu þjóðanna vinnur að smíði lista með 37 af helstu menningar-, og náttúruarfleifðum heims. Lokaval nefndarinnar verður opinbert á fundi í næstu viku. Með þessu framtaki sínu hyggjast Sameinuðu þjóðirnar tryggja til frambúðar vernd og virðingu fyrir verðmætum heimsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sony biðst afsökunnar

Tölvuleikjaframleiðandinn Sony hefur beðist afsökunar á heldur umdeildri notkun sinni á útliti dómkirkjunnar í Manchesterborg. Í skotleiknum Resistance: Fall of Man er dómkirkjan vettvangur hvínandi byssubardaga og blóðsúthellinga. Það þótti kirkjunnar mönnum óviðunnandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eitraðar tannkremseftirlíkingar í umferð

Forsvarsmenn framleiðanda Colgate tannkremsins hafa varað við eftirlíkingum af kremi sínu. Segja þeir að vörur þessar séu heilsuspillindi. Nánar tiltekið eiga kremin að innihalda hættulegt lífefni að nafni diethylene glycol.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæti útrýmt flassinu

Talsmenn Kodak, sem er stærsti filmuframleiðandi í heimi, segja að félagið sé búið að hanna nýja tækni fyrir stafrænar myndavélar sem geri flass nánast óþarft.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone styður web 2.0

Talsmenn Apple hafa nú tilkynnt að iPhone, sem fer í sölu í Bandaríkjum í lok þessa mánaðar, muni styðja gagnvirkni á vefnum, eða svokallaða Web 2.0 þróun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eins og að finna mús á stærð við hest

Fornleifafræðingar í Kína hafa fundið leifar af risaflugeðlu sem var um fimm metra há. Hún líkist frekar fugli en eðlu. Uppgötvunin varpar nýju ljósi á þróunarferli fugla sem virðist vera flóknara en áður var talið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjarnamælir á markað

Dýraverndunarsinnar hafa komið höndum yfir nýja tækni í baráttu sinni gegn illri meðferð á björnum. Um er að ræða tæki sem nemur lífræn efni úr bjarnarlíkama. Þekkt er að vörur unnar úr björnum eru notaðar í lyf og aðrar vörur, svo sem sjampó og vín. Viðskipti með birni og efni úr þeim eru ólögleg samkvæmt reglugerð CITES.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Safari vafrinn fyrir Windows

Apple fyrirtækið kynnti Windows útgáfuna af Safari vafranum í dag. Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple fyrirtækisins, sagði við það tækifæri að Safari væri framúrstefnulegasti og kröftugasti vafrinn í heiminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Föt sem mæla heilsu fólks

Hópur evrópskra vísindamanna hannar þessa dagana fatnað sem getur mælt heilsu þess sem klæðist þeim. Þessi föt eru þó ekki væntanleg á almennan markað heldur eru þau ætluð nýútskrifuðum sjúklingum, fólki með króníska sjúkdóma og slösuðum íþróttamönnum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðlaun úr hendi Pútíns

Forseti Rússlands veitti Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir Þorsteins á sviði orkumála. Ein æðsta viðurkenning Rússa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rannsakar nýjar örrásir

Dr. Kristján Leósson eðlisverkfræðingur hlaut í gær hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrkt geti stoðir mannlífs á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldsneyti í skiptum fyrir blóð

Rauði kross Bandaríkjanna hefur tekið uppá því að gefa eldneyti til að hvetja fólk til blóðgjafar. Verkefnið stendur yfir í allt sumar og fer fram í tveimur ríkjum Bandaríkjanna, þeim Pennsylvaníu og New Jersey.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Intel og Asustek gera ódýra fartölvu

Örgjörvarisinn Intel hefur hafið samvinnu við Asustek um að fjöldaframleiða ódýrar fartölvur sem ætlaðar eru til sölu í þróunarlöndunum. Asustek er stærsti framleiðandi móðurborða í fartölvur í heiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iTunes-lög geyma persónuupplýsingar

Upp hefur komist að allar iTunes-skrár innihalda upplýsingar um hver keypti skrána, líka þær sem ekki eru varðar af afritunarlás. Nýlega byrjaði iTunes að selja tónlistarskrár án afritunarlása. Framtakið hefur mælst vel fyrir þrátt fyrir að lögin séu dýrari á þessu formi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gott dæmi um virðingarleysi

Samkvæmt árlegri rannsókn alþjóðlegra samtaka hugbúnaðarframleiðenda (Business Software Alliance) voru 53 prósent af hugbúnaði á Íslandi ólöglega fengin árið 2006. Til samanburðar var Svíþjóð með 26 prósent, Noregur með 29 prósent, Danmörk með 25 prósent og Finnland með 27 prósent. Heimsmeðaltalið er þrjátíu og fimm prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi

Helstu erkifjendur tölvubransans settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Bill Gates og Steve Jobs, forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum. Sjáið myndbandið.

Viðskipti erlent