Spænski boltinn

Fréttamynd

Guardiola: Ég mun þjálfa á ný ef einhverju liði tekst að tæla mig

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Barcelona getur þarna unnið sinn fjórtánda titil undir stjórn Guardiola en hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að taka sér hvíld frá þjálfun.

Fótbolti
Fréttamynd

Litli og stóri mætast á morgun

Tvö sigursælustu liðin í spænsku bikarkeppninni í fótbolta mætast annað kvöld í úrslitaleik á Vicente Calderon vellinum, heimavelli Atletico Madrid. Barcelona hefur 25 sinnum unnið bikarinn en mótherjar þeirra á morgun, Athletic Bilbao 23 sinnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo: Gef sjálfum mér tíu

Cristiano Ronaldo var ánægður með frammistöðu sína með Real Madrid á nýliðnu tímabili. Hann gefur sjálfum sér hæstu einkunn - hærri einkunn en liðinu sjálfu.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Alves missir af úrslitaleiknum

Barcelona hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Dani Alves sé viðbeinsbrotinn og verði frá næstu tvo mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi búinn að slá markametið

Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er það skellti Malaga, 4-1, á heimavelli sínum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo

Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Tito stígur úr skugga Guardiola

Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Fótbolti