Spænski boltinn

Fréttamynd

Guardiola: Ég mun aldrei lofa því að Barcelona vinni titla

Það eru flestir tilbúnir að leggja mikið undir að Barcelona vinni stóru titlana á þessu tímabili en þjálfarinn Pep Guardiola vill þó ekki lofa neinu. Barcelona hefur unnið 12 af 15 titlum í boði síðan að þessi fertugi Spánverji tók við Barcelona-liðinu haustið 2008.

Fótbolti
Fréttamynd

Zagreb-maðurinn Leko: Ég ætlaði aldrei að meiða Cristiano Ronaldo

Jerko Leko, leikmaður Dinamo Zagreb, segir ekkert til í því að hann hafi ætlað sér að meiða Cristiano Ronaldo í leik Dinamo Zagreb og Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Það þurfti að sauma nokkur spor í hægri ökkla Ronaldo eftir tæklingu Leko en Real Madrid vann leikinn 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann og hefur tveggja stiga forskot á Barca

Real Madrid vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum í Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og náði þar með tveggja stiga forystu á erkifjendur sína í Barcelona sem gerðu 2-2 jafntefli við Real Sociedad fyrr í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafael Benitez: Barcelona er þrepi fyrir ofan Real Madrid

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter, segir að Barcelona-liðið sé betra í stakk búið til að vinna titla á þessu tímabili en erkifjendur þeirra í Real Madrid. Barcelona vann tvo stærstu titlana á síðustu leiktíð, Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn, en Real Madrid varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Barca í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Alexander Hleb lánaður til Wolfsburg

Barcelona hefur lánað Hvít-Rússann Alexander Hleb til þýska liðsins Wolfsburg. Hleb hefur átt erfitt uppdráttar í boltanum síðan hann gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal árið 2008.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona skoraði fimm mörk á móti Villarreal

Barcelona-liðið fór á kostum í kvöld þegar liðið vann 5-0 sigur á Villarreal á Nývangi í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona og Villarreal spila bæði í Meistaradeildinni í vetur en það virðist vera himinn og haf á milli þessara liða ef marka má leikinn í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan á leið til Inter

Diego Forlan, leikmaður Atletico Madrid á Spáni, er á leið til Inter á Ítalíu að sögn knattspyrnustjóra fyrrnefnda liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar

Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmaður úr b-liði Barcelona valinn í spænska landsliðið

Vicente del Bosque, þjálfari Heims- og Evrópumeistara Spánverja hefur kallað á þrjá nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Chile og Liechtenstein í næstu viku. Þrír sterkir varnarmenn geta ekki spilað vegna meiðsla og því þurfti Del Bosque að kafa djúpt þegar hann valdi hópinn sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum lokið á Spáni

Verkfalli knattspyrnumanna á Spáni hefur verið aflýst og getur keppni í spænsku úrvalsdeildinni því hafist um helgina. Aðilar sátu á sáttafundi í alla nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho ekki á förum

Jose Mourinho þvertekur fyrir að það sé eitthvað hæft í þeim sögusögnum um að hann sé að hætta störfum hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Augnpot Mourinho tekið til rannsóknar

Spænska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á framgöngu Jose Mourinho í lok síðari viðureignar Barcelona og Real Madrid um spænska ofurbikarinn í síðustu viku. Mourinho stakk þá fingri í auga aðstoðarþjálfara Barcelona sem svaraði með því að slá til Mourinho.

Fótbolti