38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 07:00 Barcelona-menn fagna hér einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. Mynd/NordicPhotos/Getty Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira