38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 07:00 Barcelona-menn fagna hér einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. Mynd/NordicPhotos/Getty Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira