Spænski boltinn Ferguson stakk mig í bakið Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid segir að Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi stungið sig í bakið þegar hann ákvað að tefla honum ekki fram í úrslitaleik deildarbikarsins í vor. Fótbolti 7.9.2006 13:49 Verður skrítið að leika gegn Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. Fótbolti 4.9.2006 21:56 Senna framlengir við Villarreal Miðjumaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár. Senna er þrítugur og fæddist í Brasilíu, en er með spænskt ríkisfang og er í landsliðshóp Spánverja. Manchester United hafði augastað á miðjumanninum knáa í sumar, en hann hefur nú ákveðið að ljúka ferlinum hjá spænska liðinu. Fótbolti 4.9.2006 16:52 Framlengir samning sinn við Atletico Madrid Framherjinn skæði Fernando Torres hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Atletico Madrid um eitt ár, eða til ársins 2009. Torres er 22 ára gamall og hefur um árabil verið einn eftirsóttasti framherji Evrópu, en hann er staðráðinn í að vera áfram í herbúðum Madrídarliðsins. Torres mun undirrita nýja samninginn þegar hann snýr aftur frá Norður-Írlandi með spænska landsliðinu í vikunni. Fótbolti 4.9.2006 16:47 Vilja fá Larsson til baka Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðningsmönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar. Fótbolti 3.9.2006 19:29 Þiggur ekki laun frá Real Madrid Zinedine Zidane, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, neitar að taka við launagreiðslum frá Real Madrid þótt hann eigi fullan rétt á þeim. Zidane ákvað sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Real og ákvað spænska félagið að verða við þeirri ósk snillingsins gegn því að hann ynni sem útsendari og sendiherra fyrir félagið á þessu keppnistímabili. Fótbolti 3.9.2006 19:30 Baptista til Arsenal - Reyes til Madrid Arsenal og Real Madrid gengu nú rétt í þessu frá leikmannaskiptum sín á milli þar sem spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes fer til Real Madrid og Arsenal fær í staðinn brasilíska miðjumanninn Julio Baptista. Hér er um að ræða lánssamning í fyrstu, en til greina kemur að skiptin verði gerð að fullu Fótbolti 31.8.2006 19:08 Reyes liggur á bæn Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn. Fótbolti 31.8.2006 15:02 Saviola hafði ekki áhuga á að fara til Aston Villa Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona hefur gefið það upp að leikmaðurinn hafi hafnað tilboði um að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Saviola hefur ekki spilað af neinu viti fyrir spænska liðið í tvö ár og útlit fyrir að hann verði annað hvort seldur eða lánaður frá félaginu enn eina ferðina. Fótbolti 30.8.2006 22:02 Gravesen til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar. Fótbolti 30.8.2006 14:08 Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. Fótbolti 29.8.2006 20:43 Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. Fótbolti 29.8.2006 16:48 Odonkor til Real Betis Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann. Fótbolti 29.8.2006 16:43 Norðanliðin keppast um Woodgate Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann. Fótbolti 29.8.2006 15:06 Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld. Fótbolti 29.8.2006 14:59 Real Madrid náði ekki að sigra Real Madrid og Villareal gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í spænsku deildinni. Miklar væntingar eru gerðar til Real Madrid í vetur enda eru þeir búnir að eyða miklum peningum fyrir tímabilið. Fótbolti 27.8.2006 19:04 Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Fótbolti 25.8.2006 20:40 Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. Fótbolti 25.8.2006 20:38 Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 25.8.2006 19:59 Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. Fótbolti 25.8.2006 17:57 Juaquin til Valencia Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum. Fótbolti 24.8.2006 18:27 Íslendingar þekktari fyrir skíðagöngu en knattspyrnu Á heimasíðu Barcelona er nú hægt að nálgast upplýsingar um feril Eiðs Smára Guðjohnsen sem knattspyrnumanns og þar kemur fram að hann hafi vissulega fetað í fótspor föður síns á knattspyrnuvellinum. Ekki virðast umsjónarmenn síðunnar vera jafn vel að sér í íslenskri íþróttasögu, því þar kemur fram að Íslendingar séu þekktari fyrir afrek sín í skíðagöngu en á knattspyrnuvellinum. Fótbolti 24.8.2006 15:27 Tilboði Atletico Madrid í Reyes hafnað Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid ætlaði sér að slá grönnum sínum í Real Madrid ref fyrir rass í gær með því að gera kauptilboð í spænska landsliðsmanninn Jose Anthonio Reyes hjá Arsenal, en himinn og haf er á milli þeirrar upphæðar sem enska félagið vill fá fyrir hann og þess sem Atletico er tilbúið að borga fyrir hann. Fótbolti 24.8.2006 13:43 Gravesen fer frá Real Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Thomas Gravesen hjá Real Madrid er nú staddur á Bretlandseyjum þar sem hann segist vera í viðræðum við nokkur félög með það í huga að koma leikmanninum frá spænska félaginu. Real er sagt vilja um 2 milljónir punda fyrir miðjumanninn og hefur hann helst verið orðaður við Glasgow Celtic í Skotlandi. Fótbolti 23.8.2006 19:49 Ronaldo á leið til AC Milan? Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 23.8.2006 12:37 Reyes fer ekki til Real Madrid Arsene Wenger segir að ekkert verði af því fyrir lokun félagaskiptagluggans að Jose Antonio Reyes fari til Real Madrid eins og mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Wenger segir að engin tilboð hafi borist frá spænska félaginu og því sé leikmaðurinn ekki að fara neitt. Fótbolti 22.8.2006 18:52 Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum. Fótbolti 21.8.2006 17:00 Auðvelt hjá Evrópumeisturunum Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0. Fótbolti 20.8.2006 21:54 Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 21:07 Barcelona leiðir í hálfleik Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:50 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 268 ›
Ferguson stakk mig í bakið Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid segir að Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi stungið sig í bakið þegar hann ákvað að tefla honum ekki fram í úrslitaleik deildarbikarsins í vor. Fótbolti 7.9.2006 13:49
Verður skrítið að leika gegn Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen sló rækilega í gegn í sínum fyrsta leik með Barcelona í spænsku deildinni, en hann skoraði sigurmarkið gegn Celta Vigo. Félag hans kynnir Eið rækilega til leiks á heimasíðu sinni þessa dagana. Eiður var í athyglisverðu spjalli á heimasíðunni í gær þar sem hann ræddi meðal annars um hvernig það yrði fyrir hann að mæta Chelsea í Meistaradeildinni með Barcelona. Fótbolti 4.9.2006 21:56
Senna framlengir við Villarreal Miðjumaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal hefur framlengt samning sinn við félagið um þrjú ár. Senna er þrítugur og fæddist í Brasilíu, en er með spænskt ríkisfang og er í landsliðshóp Spánverja. Manchester United hafði augastað á miðjumanninum knáa í sumar, en hann hefur nú ákveðið að ljúka ferlinum hjá spænska liðinu. Fótbolti 4.9.2006 16:52
Framlengir samning sinn við Atletico Madrid Framherjinn skæði Fernando Torres hefur samþykkt að framlengja samning sinn við Atletico Madrid um eitt ár, eða til ársins 2009. Torres er 22 ára gamall og hefur um árabil verið einn eftirsóttasti framherji Evrópu, en hann er staðráðinn í að vera áfram í herbúðum Madrídarliðsins. Torres mun undirrita nýja samninginn þegar hann snýr aftur frá Norður-Írlandi með spænska landsliðinu í vikunni. Fótbolti 4.9.2006 16:47
Vilja fá Larsson til baka Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðningsmönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar. Fótbolti 3.9.2006 19:29
Þiggur ekki laun frá Real Madrid Zinedine Zidane, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, neitar að taka við launagreiðslum frá Real Madrid þótt hann eigi fullan rétt á þeim. Zidane ákvað sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Real og ákvað spænska félagið að verða við þeirri ósk snillingsins gegn því að hann ynni sem útsendari og sendiherra fyrir félagið á þessu keppnistímabili. Fótbolti 3.9.2006 19:30
Baptista til Arsenal - Reyes til Madrid Arsenal og Real Madrid gengu nú rétt í þessu frá leikmannaskiptum sín á milli þar sem spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes fer til Real Madrid og Arsenal fær í staðinn brasilíska miðjumanninn Julio Baptista. Hér er um að ræða lánssamning í fyrstu, en til greina kemur að skiptin verði gerð að fullu Fótbolti 31.8.2006 19:08
Reyes liggur á bæn Spánverjinn Jose Antonio Reyes segist enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að losna frá Arsenal og aftur til heimalands síns, þar sem hann segir draum sinn að vera genginn í raðir Real Madrid fyrir 23. afmælisdag sinn á föstudaginn. Fótbolti 31.8.2006 15:02
Saviola hafði ekki áhuga á að fara til Aston Villa Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona hefur gefið það upp að leikmaðurinn hafi hafnað tilboði um að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Saviola hefur ekki spilað af neinu viti fyrir spænska liðið í tvö ár og útlit fyrir að hann verði annað hvort seldur eða lánaður frá félaginu enn eina ferðina. Fótbolti 30.8.2006 22:02
Gravesen til Celtic Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen hefur gengið frá þriggja ára samningi við Glasgow Celtic í Skotlandi, en félagið festi í dag kaup á honum frá spænska félaginu Real Madrid. Í gær bárust þær fréttir að slitnað hefði upp úr viðræðum milli leikmannsins og forráðamanna Celtic, en þær reyndust ekki á rökum reistar. Fótbolti 30.8.2006 14:08
Landsliðsfyrirliðinn hógvær eftir sigurmarkið gegn Celta Vigo Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins þrettán mínútur að stimpla sig inn í spænska boltann en hann gerði sigurmark Spánar- og Evrópumeistara Barcelona gegn Celta Vigo í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar. Mark Eiðs kom tveim mínútum fyrir leikslok en honum var skipt inn á fyrir Ludovic Guily stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar staðan í leiknum var 2-2. Fótbolti 29.8.2006 20:43
Van Bommel til Bayern Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð. Fótbolti 29.8.2006 16:48
Odonkor til Real Betis Þýski vængmaðurinn David Odonkor hjá Dortmund gekk í gærkvöld frá fimm ára samningi við spænska liðið Real Betis. Odonkor er 22 ára gamall og vakti nokkra athygli á HM í sumar þar sem hann átti góðar innkomur með landsliði Þjóðverja, en hann var nokkuð óvænt tekinn inn í landsliðshópinn á síðustu stundu af Jurgen Klinsmann. Fótbolti 29.8.2006 16:43
Norðanliðin keppast um Woodgate Ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle og Middlesbrough eru nú sögð í kapphlaupi um að reyna að fá fyrrum landsliðsmanninn Jonathan Woodgate að láni frá spænska félaginu Real Madrid. Woodgate hefur átt mjög erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarin ár, en í gær átti hann fund með forráðamönnum Boro. Síðan er talið að Newcastle hafi blandað sér inn í málið með því að bera víurnar í hann. Fótbolti 29.8.2006 15:06
Spænskir fjölmiðlar hæla Eiði Smára Spænskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir ljóshærða víkingnum Eiði Smára Guðjohnsen í dag eftir að hann tryggði Barcelona 3-2 sigur á Celta Vigo í opnunarleik Evrópumeistaranna í spænsku deildinni í gærkvöld. Fótbolti 29.8.2006 14:59
Real Madrid náði ekki að sigra Real Madrid og Villareal gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik liðanna í spænsku deildinni. Miklar væntingar eru gerðar til Real Madrid í vetur enda eru þeir búnir að eyða miklum peningum fyrir tímabilið. Fótbolti 27.8.2006 19:04
Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Fótbolti 25.8.2006 20:40
Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. Fótbolti 25.8.2006 20:38
Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 25.8.2006 19:59
Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. Fótbolti 25.8.2006 17:57
Juaquin til Valencia Spænska stórliðið Valencia hefur náð samkomulagi við Real Betis um kaup á vængmanninum Juaquin fyrir um 25 milljónir evra ef marka má fréttir frá Spáni í dag. Sagt er að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í samningi leikmannsins sem er til fimm ára. Juaquin var um tíma eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni og hafði Liverpool meðal annars verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum. Fótbolti 24.8.2006 18:27
Íslendingar þekktari fyrir skíðagöngu en knattspyrnu Á heimasíðu Barcelona er nú hægt að nálgast upplýsingar um feril Eiðs Smára Guðjohnsen sem knattspyrnumanns og þar kemur fram að hann hafi vissulega fetað í fótspor föður síns á knattspyrnuvellinum. Ekki virðast umsjónarmenn síðunnar vera jafn vel að sér í íslenskri íþróttasögu, því þar kemur fram að Íslendingar séu þekktari fyrir afrek sín í skíðagöngu en á knattspyrnuvellinum. Fótbolti 24.8.2006 15:27
Tilboði Atletico Madrid í Reyes hafnað Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid ætlaði sér að slá grönnum sínum í Real Madrid ref fyrir rass í gær með því að gera kauptilboð í spænska landsliðsmanninn Jose Anthonio Reyes hjá Arsenal, en himinn og haf er á milli þeirrar upphæðar sem enska félagið vill fá fyrir hann og þess sem Atletico er tilbúið að borga fyrir hann. Fótbolti 24.8.2006 13:43
Gravesen fer frá Real Umboðsmaður danska landsliðsmannsins Thomas Gravesen hjá Real Madrid er nú staddur á Bretlandseyjum þar sem hann segist vera í viðræðum við nokkur félög með það í huga að koma leikmanninum frá spænska félaginu. Real er sagt vilja um 2 milljónir punda fyrir miðjumanninn og hefur hann helst verið orðaður við Glasgow Celtic í Skotlandi. Fótbolti 23.8.2006 19:49
Ronaldo á leið til AC Milan? Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 23.8.2006 12:37
Reyes fer ekki til Real Madrid Arsene Wenger segir að ekkert verði af því fyrir lokun félagaskiptagluggans að Jose Antonio Reyes fari til Real Madrid eins og mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Wenger segir að engin tilboð hafi borist frá spænska félaginu og því sé leikmaðurinn ekki að fara neitt. Fótbolti 22.8.2006 18:52
Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum. Fótbolti 21.8.2006 17:00
Auðvelt hjá Evrópumeisturunum Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0. Fótbolti 20.8.2006 21:54
Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 21:07
Barcelona leiðir í hálfleik Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:50