Spænski boltinn Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26 Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06 Raul meiddur á hné Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar. Sport 21.11.2005 15:43 Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58 Ronaldo, Baptista og Zidane klárir gegn Barcelona Real Madrid er nú óðum að fá stjörnur sínar til baka úr meiðslum fyrir leik ársins í spænska boltanum á laugardaginn, en þá mætast erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid í uppgjöri stórliðanna á Spáni. Sport 16.11.2005 17:53 Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07 Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár. Sport 10.11.2005 14:12 Verður frá í tvo mánuði Miðvallarleikmaðurinn Mark van Bommel hjá Barcelona verður frá keppni í um tvo mánuði eftir að að hann meiddist illa á æfingu með hollenska landsliðinu. Hann fór í aðhlynningu hjá læknum í Amsterdam og hefur verið ráðlagt að fara ekki strax til Barcelona vegna þess að hann er enn mikið bólginn. Sport 9.11.2005 17:30 Barcelona á siglingu Spánarmeistarar Barcelona unnu fjórða leik sinn í röð í deildinni í gær þegar liðið lagði Getafe 3-1 á útivelli. Þetta var fyrsta tap Getafe á heimavelli í ellefu mánuði. Samuel Eto´o, Ludovic Guily og Thiago Motta skoruðu mörk Barcelona. Real Madrid vann nauman sigur á Zaragoza með marki Roberto Carlos úr víti. Sport 7.11.2005 02:40 Börsungar í stuði í gær Barcelona smellti sér í annað sæti spænsku deildarinnar í gær þegar liðið burstaði Real Sociedad 5-0. Osasuna er í efsta sæti deildarinnar eftir 2-0 á Espanyol í gær. Sport 31.10.2005 03:39 Real Madrid á toppinn Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Sport 30.10.2005 13:42 Getafe missti af toppsætinu Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut. Sport 27.10.2005 21:59 Annað tap Real Madrid í röð Stjörnum prýtt lið Real Madrid steinlá fyrir Deportivo 3-1 í spænska boltanum í gærkvöldi og tapaði þar með öðrum leik sínum í röð í deildinni. Barcelona sigraði Malaga 2-0 með mörkum frá Ronaldinho og Larsson. Sport 27.10.2005 03:45 Spjald Beckham dregið til baka David Beckham verður klár í slaginn með Real Madrid í spænska boltanum annað kvöld eftir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn Valencia um helgina var dregið til baka nú rétt áðan. Sport 25.10.2005 16:02 Félagar Beckham hissa á rauða spjaldinu Pablo Garcia hjá Real Madrid sagðist mjög hissa á dómaranum að reka David Beckham af leikvelli fyrir litlar sakir í tapleiknum gegn Valencia á sunnudagskvöldið. Sport 25.10.2005 05:34 Ekki hrifin af uppátækjum Beckham Íþróttasíður bresku blaðanna eru yfirfullar af myndum af David Beckham í dag, eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyrir fíflagang í leik Real Madrid og Valencia í spænska boltanum í gærkvöldi og dálkahöfundar spyrja sig hvort Beckham sé í raun fyrirliðaefni enska landsliðsins eftir svona framkomu. Sport 24.10.2005 11:05 Real tapaði heima Real Madrid tapaði 2-1 á heimavelli í æsilegum kvöldleik í spænska boltanum nú fyrir stundu. Zinedine Zidane misnotaði vítaspyrnu í leiknum og þeir David Beckham og Thomas Gravesen voru reknir af leikvelli. Sport 23.10.2005 20:53 Laporta ætlar að ná í Henry Joan Laporta, forseti Barcelona, er sagður ætla að tryggja sér áframhaldandi setu í embætti með því að ná að lokka Thierry Henry til félagsins frá Arsenal, ef marka má frétt frá The Daily Star. Sú staðreynd að Henry hefur neitað að ræða nýjan samning við Arsenal, hefur nú ýtt frekar undir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu. Sport 23.10.2005 17:51 Real Madrid komið á toppinn Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller. Sport 23.10.2005 15:04 Spánn: Taplausu liðin töpuðu Spútniklið spænska fótboltans á þessu tímabili, Getafe, mistókst að endurheimta toppsætið í La Liga í dag þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni, 1-0 á útivelli fyrir Real Betis. Osasuna skaust upp í 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Celta Vigo og er nú jafnt toppliði Real Madrid að stigum. Sport 23.10.2005 15:05 Woodgate skoraði aftur sjálfsmark Varnarmaðurin Jonathan Woodgate varð aftur fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir lið sitt Real Madrid í gærkvöldi, þegar það tapaði vináttuleik við Real Zaragoza í vítaspyrnukeppni í gær. Þetta var annað sjálfsmark Woodgate í þremur leikjum fyrir liðið.> Sport 23.10.2005 18:59 Osasuna kemur á óvart á Spáni Osasuna gerði best toppliðanna á Spáni í dag þegar liðið lyfti sér upp í 3. sæti fótboltadeildarinnar La Liga með 1-0 útisigri á Deportivo La Coruna. Inaki Munoz skoraði sigurmarkið á 19. mínútu og er Osasuna með 12 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Getafe sem lagði Valencia í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:01 Real Madrid í 3. sætið Real Madrid færðist upp í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með stórsigri á Mallorca, 4-0. Mörk Real voru albrasilísk í kvöld, Brasilíumaðurinn Roberto Carlos skoraði tvö af mörkum Real og landar hans Ronaldo og nýliðinn Julio Baptista eitt hvor. David Beckham átti stórleik og lagði þrjú af mörkunum. Sport 23.10.2005 15:01 Messi vakti athygli Argentínska ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona átti stórleik fyrir lið sitt í gærkvöldi, þegar spænska liðið vann auðveldan 4-1 sigur á Udinese frá Ítalíu. Þó svo að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi skoraði þrennu í leiknum og verið í fyrirsögnum blaða á Spáni, var það frammistaða unglingsins sem var á allra vörum í gær. Sport 23.10.2005 15:00 Fær spænskan ríkisborgararétt Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marcos Senna hjá Villareal er búinn að fá spænskan ríkisborgararétt. Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Aragones getur því valið hann í spænska landsliðið. Senna er fæddur í Sao Paulo í Brasilíu en gekk í raðir Villareal fyrir þremur árum. Hann er búinn að vera einn besti maður Villareal undanfarin ár. Sport 23.10.2005 15:00 Messi orðinn leikfær með Barcelona Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona er loksins orðinn leikfær með liðinu í deildarkeppninni, eftir að hann fékk spænskan ríkisborgararétt í dag. Hingað til hefur hann aðeins geta leikið með liðinu í Evrópukeppni, því félög á Spáni geta aðeins teflt fram þremur "útlendingum" í hópnum í deildarleikjum. Sport 23.10.2005 14:59 Beckham áfram með landsliðinu David Beckham gefur lítið út á þær vangaveltur sem hafa verið í gangi í breskum fjölmiðlum undanfarið, þar sem menn leiddu líkum að því að hann myndi hætta að leika með enska landsliðinu eins og kollegi hans hjá rugby landsliðinu, Jason Robinson. Sport 23.10.2005 14:59 Real komið aftur í gírinn Real Madrid sigraði nýliða Alaves 3-0 á útivelli í spænsku knattspyrnunni í dag, en þetta var annar sigur liðsins í deildinni á fjórum dögum. Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real og Guti eitt í blálokin. Sport 23.10.2005 14:59 Woodgate þakkaði stuðningsmönnum Hrakfallabálkurinn Jonathan Woodgate þakkaði stuðningsmönnum Real Madrid fyrir að standa við bakið á sér eftir ófarir sínar í leik Real og Bilbao í gær, en þessi fyrsti leikur hans með aðalliði í nær eitt og hálft ár, snerist upp í algjöra martröð eins og áhorfendur Sýnar fengu að verða vitni að í skrautlegum leik í gærkvöld. Sport 23.10.2005 14:58 Real lagði Bilbao Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn. Sport 23.10.2005 14:58 « ‹ 257 258 259 260 261 262 263 264 265 … 268 ›
Helguera samdi til þriggja ára Varnarmaðurinn Ivan Helguera hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðan árið 1999. Honum gafst lítill tími til að ræða við blaðamenn eftir að hafa undirritað samning sinn í dag, því hann brunaði beint á fæðingardeildina þar sem kona hans á von á sér í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir Helguera að fagna þessa dagana. Sport 1.12.2005 16:26
Samdi við Real til ársins 2011 Markvörðurinn Iker Casillas hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við spænska stórliðið Real Madrid og verður á mála hjá félaginu til ársins 2011. Hinn 24 ára gamli Casillas hafði verið orðaður við fjölda liða eftir að erfiðlega gekk að semja við Real. "Ég hef verið hérna lengi og vil halda áfram að spila með Real þangað til ég dey," sagði Casillas ánægður við undirritun samningsins. Sport 30.11.2005 19:06
Raul meiddur á hné Fyrirliði Real Madrid, framherjinn Raul, er meiddur á hné og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Raul meiddist í tapinu gegn Barcelona um helgina, en forráðamenn Real vona að hann þurfi ekki í aðgerð vegna þessa. Ef allt fer þó á versta veg, gæti það hinsvegar sett strik í reikninginn fyrir þáttöku Raul á HM með Spánverjum næsta sumar. Sport 21.11.2005 15:43
Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58
Ronaldo, Baptista og Zidane klárir gegn Barcelona Real Madrid er nú óðum að fá stjörnur sínar til baka úr meiðslum fyrir leik ársins í spænska boltanum á laugardaginn, en þá mætast erkifjendurnir Barcelona og Real Madrid í uppgjöri stórliðanna á Spáni. Sport 16.11.2005 17:53
Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07
Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár. Sport 10.11.2005 14:12
Verður frá í tvo mánuði Miðvallarleikmaðurinn Mark van Bommel hjá Barcelona verður frá keppni í um tvo mánuði eftir að að hann meiddist illa á æfingu með hollenska landsliðinu. Hann fór í aðhlynningu hjá læknum í Amsterdam og hefur verið ráðlagt að fara ekki strax til Barcelona vegna þess að hann er enn mikið bólginn. Sport 9.11.2005 17:30
Barcelona á siglingu Spánarmeistarar Barcelona unnu fjórða leik sinn í röð í deildinni í gær þegar liðið lagði Getafe 3-1 á útivelli. Þetta var fyrsta tap Getafe á heimavelli í ellefu mánuði. Samuel Eto´o, Ludovic Guily og Thiago Motta skoruðu mörk Barcelona. Real Madrid vann nauman sigur á Zaragoza með marki Roberto Carlos úr víti. Sport 7.11.2005 02:40
Börsungar í stuði í gær Barcelona smellti sér í annað sæti spænsku deildarinnar í gær þegar liðið burstaði Real Sociedad 5-0. Osasuna er í efsta sæti deildarinnar eftir 2-0 á Espanyol í gær. Sport 31.10.2005 03:39
Real Madrid á toppinn Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Sport 30.10.2005 13:42
Getafe missti af toppsætinu Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut. Sport 27.10.2005 21:59
Annað tap Real Madrid í röð Stjörnum prýtt lið Real Madrid steinlá fyrir Deportivo 3-1 í spænska boltanum í gærkvöldi og tapaði þar með öðrum leik sínum í röð í deildinni. Barcelona sigraði Malaga 2-0 með mörkum frá Ronaldinho og Larsson. Sport 27.10.2005 03:45
Spjald Beckham dregið til baka David Beckham verður klár í slaginn með Real Madrid í spænska boltanum annað kvöld eftir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn Valencia um helgina var dregið til baka nú rétt áðan. Sport 25.10.2005 16:02
Félagar Beckham hissa á rauða spjaldinu Pablo Garcia hjá Real Madrid sagðist mjög hissa á dómaranum að reka David Beckham af leikvelli fyrir litlar sakir í tapleiknum gegn Valencia á sunnudagskvöldið. Sport 25.10.2005 05:34
Ekki hrifin af uppátækjum Beckham Íþróttasíður bresku blaðanna eru yfirfullar af myndum af David Beckham í dag, eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyrir fíflagang í leik Real Madrid og Valencia í spænska boltanum í gærkvöldi og dálkahöfundar spyrja sig hvort Beckham sé í raun fyrirliðaefni enska landsliðsins eftir svona framkomu. Sport 24.10.2005 11:05
Real tapaði heima Real Madrid tapaði 2-1 á heimavelli í æsilegum kvöldleik í spænska boltanum nú fyrir stundu. Zinedine Zidane misnotaði vítaspyrnu í leiknum og þeir David Beckham og Thomas Gravesen voru reknir af leikvelli. Sport 23.10.2005 20:53
Laporta ætlar að ná í Henry Joan Laporta, forseti Barcelona, er sagður ætla að tryggja sér áframhaldandi setu í embætti með því að ná að lokka Thierry Henry til félagsins frá Arsenal, ef marka má frétt frá The Daily Star. Sú staðreynd að Henry hefur neitað að ræða nýjan samning við Arsenal, hefur nú ýtt frekar undir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu. Sport 23.10.2005 17:51
Real Madrid komið á toppinn Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller. Sport 23.10.2005 15:04
Spánn: Taplausu liðin töpuðu Spútniklið spænska fótboltans á þessu tímabili, Getafe, mistókst að endurheimta toppsætið í La Liga í dag þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni, 1-0 á útivelli fyrir Real Betis. Osasuna skaust upp í 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á Celta Vigo og er nú jafnt toppliði Real Madrid að stigum. Sport 23.10.2005 15:05
Woodgate skoraði aftur sjálfsmark Varnarmaðurin Jonathan Woodgate varð aftur fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir lið sitt Real Madrid í gærkvöldi, þegar það tapaði vináttuleik við Real Zaragoza í vítaspyrnukeppni í gær. Þetta var annað sjálfsmark Woodgate í þremur leikjum fyrir liðið.> Sport 23.10.2005 18:59
Osasuna kemur á óvart á Spáni Osasuna gerði best toppliðanna á Spáni í dag þegar liðið lyfti sér upp í 3. sæti fótboltadeildarinnar La Liga með 1-0 útisigri á Deportivo La Coruna. Inaki Munoz skoraði sigurmarkið á 19. mínútu og er Osasuna með 12 stig í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Getafe sem lagði Valencia í gærkvöldi. Sport 23.10.2005 15:01
Real Madrid í 3. sætið Real Madrid færðist upp í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með stórsigri á Mallorca, 4-0. Mörk Real voru albrasilísk í kvöld, Brasilíumaðurinn Roberto Carlos skoraði tvö af mörkum Real og landar hans Ronaldo og nýliðinn Julio Baptista eitt hvor. David Beckham átti stórleik og lagði þrjú af mörkunum. Sport 23.10.2005 15:01
Messi vakti athygli Argentínska ungstirnið Lionel Messi hjá Barcelona átti stórleik fyrir lið sitt í gærkvöldi, þegar spænska liðið vann auðveldan 4-1 sigur á Udinese frá Ítalíu. Þó svo að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi skoraði þrennu í leiknum og verið í fyrirsögnum blaða á Spáni, var það frammistaða unglingsins sem var á allra vörum í gær. Sport 23.10.2005 15:00
Fær spænskan ríkisborgararétt Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marcos Senna hjá Villareal er búinn að fá spænskan ríkisborgararétt. Spænski landsliðsþjálfarinn Luis Aragones getur því valið hann í spænska landsliðið. Senna er fæddur í Sao Paulo í Brasilíu en gekk í raðir Villareal fyrir þremur árum. Hann er búinn að vera einn besti maður Villareal undanfarin ár. Sport 23.10.2005 15:00
Messi orðinn leikfær með Barcelona Argentínska undrabarnið Lionel Messi hjá Barcelona er loksins orðinn leikfær með liðinu í deildarkeppninni, eftir að hann fékk spænskan ríkisborgararétt í dag. Hingað til hefur hann aðeins geta leikið með liðinu í Evrópukeppni, því félög á Spáni geta aðeins teflt fram þremur "útlendingum" í hópnum í deildarleikjum. Sport 23.10.2005 14:59
Beckham áfram með landsliðinu David Beckham gefur lítið út á þær vangaveltur sem hafa verið í gangi í breskum fjölmiðlum undanfarið, þar sem menn leiddu líkum að því að hann myndi hætta að leika með enska landsliðinu eins og kollegi hans hjá rugby landsliðinu, Jason Robinson. Sport 23.10.2005 14:59
Real komið aftur í gírinn Real Madrid sigraði nýliða Alaves 3-0 á útivelli í spænsku knattspyrnunni í dag, en þetta var annar sigur liðsins í deildinni á fjórum dögum. Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real og Guti eitt í blálokin. Sport 23.10.2005 14:59
Woodgate þakkaði stuðningsmönnum Hrakfallabálkurinn Jonathan Woodgate þakkaði stuðningsmönnum Real Madrid fyrir að standa við bakið á sér eftir ófarir sínar í leik Real og Bilbao í gær, en þessi fyrsti leikur hans með aðalliði í nær eitt og hálft ár, snerist upp í algjöra martröð eins og áhorfendur Sýnar fengu að verða vitni að í skrautlegum leik í gærkvöld. Sport 23.10.2005 14:58
Real lagði Bilbao Áhorfendur fengu nóg fyrir sinn snúð í leik Real Madrid og Atletic Bilbao í kvöld, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn Extra og er ný lokið. Real hafði sigur 3-1, en þó gekk á ýmsu áður en heimamenn tryggðu sér sigurinn. Sport 23.10.2005 14:58