Ást er...

Fréttamynd

„Það er al­veg hægt að vinna rifrildið en þá tapar sam­bandið“

„Við vorum ekkert að taka eitt skref í einu, heldur bauð Ásgeir mér á árshátið Stöðvar 2 sem var okkar fyrsta deit enda var hann alveg staðráðinn í því frá fyrsta augnabliki að ég væri sú rétta,“ segir Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, um fyrsta stefnumót hennar og unnusta síns, Ásgeirs Kolbeinssonar, athafna- og fjölmiðlamanns. Þau passa sig á daglegum leiða. 

Lífið
Fréttamynd

Sendi ítar­legan spurningarlista fyrir fyrsta stefnu­mótið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech byrjuðu saman fyrir tæplega sex árum. Saman eiga þau eina stúlku, Elísu Eyþóru sem er eins árs, og er ólétt af þeirra öðru barni sem er væntanlegt í heiminn á næstu vikum. Katrín Edda segir ást ekki snúast um flugelda og sprengingar.

Lífið
Fréttamynd

Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“

„Eftir þrettán ára samband þá höfum við einnig þroskast saman og gengið í gegnum margt sem hefur styrkt okkur enn meira,“ segir Sylvía Erla Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, í viðtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Bannað að ræða fót­bolta og heimilisfjármálin á stefnu­mótum

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og unnusta hans María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, hittust fyrst árið 2008 en felldu ekki hugi saman fyrr en um níu árum síðar. Var það eftir nokkrar viðreynslur Arnars. Parið hefur nú komið sér vel fyrir í Grafarvogi með börnum sínum og hundinum Scully.

Makamál
Fréttamynd

„Ör­lögin leiddu okkur tvö al­veg klár­lega saman“

„Við erum sem sagt frekar klassískt nútíma par og kynnumst á Tinder í byrjun 2020,“ segir Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, um samband hennar og unnustans, Arons Ólafssonar rafvirkjanema. Saman eiga þau eina stúlku, Thalíu sem er þriggja ára, og von á sínu öðru barni í ágúst.

Makamál
Fréttamynd

Hugsar vel um sig til að vera að­laðandi fyrir Línu

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona hafa verið nánast óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. Þau trúlofuðu sig í París í Frakklandi í október 2022 eftir að Gummi bað um hönd Línu í Tuileries Garden, rómantíkin uppmáluð.

Makamál
Fréttamynd

„Eins og verstu ung­lingar í sleepover“

Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor kynntust fyrir fjórum árum í gegnum Instagram þegar Rakel fór að fylgja honum á miðlinum. Eftir fyrsta stefnumótið kviknaði ástin á milli þeirra. Síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg.

Makamál
Fréttamynd

„Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“

Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu.

Makamál
Fréttamynd

„Tíu ár en enginn hringur“

Birta Líf Ólafsdóttir, markaðssérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi, og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir um tíu árum. Síðan þá hafa þau búið í Englandi, verið í fjarbúð og eignast saman eina dóttur, Emblu Líf þriggja ára.

Makamál
Fréttamynd

„Sætasti gaur sem ég þekki“

Tónlistaparið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason kynntust um verslunarmannahelgi árið 2015 á Sjallanum á Akureyri þar sem þau voru bæði að koma fram. Síðan þá hafa þau trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Unu Lóu og Frosta.

Makamál
Fréttamynd

Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi

Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. 

Makamál
Fréttamynd

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 

Makamál
Fréttamynd

Ást er: Segja fjöl­miðla minna þau á aldurs­muninn

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna LXS, og sambýlismaður hennar, Enok Jónsson, kynntust fyrir um tveimur árum síðan á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Enok hélt upp á tvítugsafmæli sitt á staðnum, sem  var á þeim tíma í eigu Birgittu. 

Makamál
Fréttamynd

„Hún sá mig fyrst í Idolinu“

Söngkennarinn og Idolstjarnan Kjalar Martinsson Kollmar og kærastan hans, Metta Sigurrós Eyjólfsdóttir sálfræðinemi kynntust í gegnum samfélagsmiðla í kjölfar Idol-keppninnar í vetur. Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar og hafnaði í öðru sæti.

Makamál
Fréttamynd

Áttu fal­­lega stund í leynilauginni

Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Hólm, kynntist kærustu sinni, Elmu Valgerði Sveinbjörnsdóttur, á djamminu. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara

„Okkur leið eins og unglingum að upplifa fyrstu ástina,“ segir Maríanna Pálsdóttir, pistlahöfundur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur eftir að hún og kærastinn, Guðmundur Ingi, eða Dommi, fóru að stinga saman nefjum fyrir tveimur árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Römbuðu á hvort annað eftir erfiða tíma

Turtildúfurnar Sísí Ingólfsdóttir, listamaður og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður hafa verið bestu vinir frá fyrstu kynnnum. Biggi bað Sísíar þann 17. júní síðastliðinn og hafa þau boðið sínum nánustu til sannkallaðrar ástarhátíðar næsta sumar í Vilnius.

Makamál
Fréttamynd

Fann­ey Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. 

Makamál
Fréttamynd

Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn

Áhrifavaldurinn og áhugaljósmyndarinn Ína María Einarsdóttir og kærastinn hennar, Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta, hafa flakkað heimshorna á milli síðastliðin átta ár sökum atvinnumennskunnar.

Makamál
Fréttamynd

Ó­vænt pálma­tré settu strik í stóra daginn

Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar.

Makamál
Fréttamynd

„Allir staðir eru rómantískir með réttu mann­eskjunni“

Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 

Makamál
Fréttamynd

Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna

Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt.

Áskorun
Fréttamynd

Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“

„Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 

Lífið
  • «
  • 1
  • 2