Vegagerð

Fréttamynd

Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra

Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum

Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Malbikun Hvalfjarðarganga frestað fram á annað kvöld

Uppfært: Framkvæmdum hefur verið frestað vegna veðurs. Þess í stað verður göngunumm lokað frá klukkan 22: 00 á þriðjudagskvöld til sjö að morgni miðvikudags.Hvalfjarðargöng verða lokuð frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið vegna malbikunarframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi

Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar

Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku

Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“

Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.

Innlent
Fréttamynd

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð

„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

„Það stendur enginn hnífur í kúnni“

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir ekki rétt að vanti fjármagn í fyrirhugaða framkvæmd Fjarðarheiðarganga. Stefnan var að hefja framkvæmdir árið 2022, en nú segir ráðherra að kannski byrji grafan ekki fyrr en árið 2023.

Innlent
Fréttamynd

Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú

Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðleiðir Ís­lands

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. 

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra

Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar

Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þverárhlíð fær fyrsta slitlagið

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á 8,5 kílómetra kafla um Þverárhlíð í Borgarfirði. Þetta verður í fyrsta sinn sem vegur í sveitinni er lagður bundnu slitlagi, að sögn Valgeirs Ingólfssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku

Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra.

Innlent