Fuglar

Fréttamynd

Ís­björninn sem reyndist lík­lega álft

Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Katrín létt með lunda í Eyjum

Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar.

Lífið
Fréttamynd

Maður greinist með sjaldgæft afbrigði fuglaflensu

Fertugur kínverskur karlmaður hefur greinst með sjaldgæft afbrigði fuglaflensunnar svokölluðu, fyrstur manna. Engar upplýsingar liggja fyrir um það hvernig maðurinn smitaðist en afbrigðið, H10N3, er ekki talið smitast auðveldlega milli manna.

Erlent
Fréttamynd

Helsingjavarp í Ölfusi vekur athygli

Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum

Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá.

Innlent
Fréttamynd

Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan

Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart.

Erlent
Fréttamynd

Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast

Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað prósent jafnrétti hjá dúfum

Jafnrétti vefst ekki fyrir dúfum því þær eru með það allt upp á tíu því pabbinn liggur tólf tíma á sólarhring á eggjunum og mamman hina tólf tímana. Þá sér karlinn líka um að gefa ungunum mjólkina sína eins og kerlingin gerir líka.

Innlent
Fréttamynd

Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi

Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Vorboði þjóðarinnar, heiðlóan, er komin. Til hennar sást í fjörunni á Stokkseyri í morgun, en fyrstu fregnir af lóunni komu einnig frá Stokkseyrarfjöru fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Látrabjarg friðlýst

Umhverfisráðherra skrifaði undir friðlýsingu Látrabjargs, eins stærsta fuglabjargs Evrópu í dag. Markmið friðlýsingarinnar er sagt að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla.

Innlent
Fréttamynd

Allir út í garð að telja fugla um helgina

Fuglavinir eru hvattir til að fylgjast með öllum fuglum sem koma í garðinn þeirra um helgina og skrá niður tegundir og fjölda því Garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir. Stari og snjótittlingar eru algengastir í görðum landsmanna á þessum tíma árs.

Innlent
Fréttamynd

Boða hertar sótt­varnir vegna skæðrar fugla­flensu

Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir hér á landi frá miðjum febrúar vegna skæðrar fuglaflensu, sem heldur áfram að breiðast út víða um heim. Talsverðar líkur eru taldar á því að fuglaflensan berist hingað með farfuglum og MAST segir afleiðingar smits á stórum alifuglabúum geta verið mjög alvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­vogur verði frið­lýstur

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Borgarbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis

Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna.

Innlent