Hlaup í Skaftá

Fréttamynd

Reiknað með stærra hlaupi en 2018

Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan  á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1.

Innlent
Fréttamynd

Engin lífs­hætta nema fólk lendi í sér­stökum að­stæðum

Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið í Eystri-Skaft­ár­katli

Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rennslið fer minnkandi í Skaftá

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig

Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið gæti hafa náð há­marki sínu

Ekki er ólíklegt að hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir að rennslið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu klukkustundir og mælist nú um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Al­manna­varnir lýsa yfir ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup sem hófst fyrir þremur dögum er enn í gangi þó lítið sé

Náttúruvársérfræðingur sagði að í samtölum sínum við landverði í Hólaskjóli hafi komið fram að Skaftá sé óvenjulega gruggug en hvort mikill aur hafi borist niður liggur ekki fyrir. Skaftárhlaup sem hóst fyrir þremur dögum er enn í gangi. Ekki er hægt að segja til um hvort hlaupið hafi náð hámarki sínu, en það sé mjög lítið.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsrennsli og rafleiðni aukist lítillega

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ástæðan fyrir því að hlaupið sé jafn lítið og raun ber vitni í ár sé sú að mikið hlaup kom úr báðum Skaftárkötlum í ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið í Skaftá nú mjög lítið

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir hlaupið í Skaftá nú mjög lítið. Það sem sýni skýr merki hlaups sé hækkuð rafleiðini. Vatnsyfirborð hefur lítið vaxið.

Innlent