

Þjálfarinn Margrét Magnúsdóttir segir það hafa gefið sér kraft að heyra af efasemdum fólks um að hún ætti skilið að taka við U19-landsliði kvenna í fótbolta. Eftir eitt og hálft ár í starfi er hún á leið með liðið í sjálfa lokakeppni EM í næsta mánuði.
Íslensku landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnússdóttir léku með liðum sínum í norska boltanum fyrr í dag.
Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður í Heimavellinum frá 18.00 til 19.30 að árita hluti fyrir gesti og gangandi. Ef tekið er þátt í leiknum hér að neðan getur þú getur áritaða treyju, stuttbuxur og takkaskó.
Í fyrsta sinn í sögunni fá leikmenn á HM kvenna í knattspyrnu, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar, greitt beint frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu hefðu þannig fengið að minnsta kosti fjórar milljónir króna á mann.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því austurríska í vináttulandsleik á Wiener Neustadt ERGO leikvanginum í Austurríki þann 18.júlí seinna á þessu ári.
Hundrað landsleikjakonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin í starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands en KSÍ tilkynnti um tvo nýja starfsmenn í gær.
Íslensku landsliðin í fótboltanum gætu þurft að spila heimaleiki sína yfir vetrarmánuðina utan Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri KSÍ en hún segir jafnframt að mögulega fari leikirnir fram á Tenerife eða annars staðar í Evrópu.
Nú þegar dregið hefur verið í riðla í fyrstu útgáfu Þjóðadeildar kvenna í fótbolta, sem leikin verður í haust, er orðið skýrara hvað Ísland þarf að gera til að komast aftur á stórmót.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik gegn Finnlandi á Laugardalsvelli þann 14. júlí næstkomandi. Frá þessu greindi Knattspyrnusamband Íslands í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 1-2 útisigur er liðið mætti Sviss í æfingaleik ytra í dag. Þetta var seinni leikur liðsins í yfirstandandi landsliðsglugga en liðið gerði jafntefli við Nýja-Sjáland fyrir helgi.
Íslensku stelpurnar í U19-landsliðinu í fótbolta höfðu þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM þegar þær mættu Úkraínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni í Danmörku í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki ánægður með frammistöðu liðsins gegn Nýja-Sjálandi í vináttuleik í Tyrklandi í dag.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði mark íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Nýja-Sjálandi sem spilaður var í Atsu í Tyrklandi í dag.
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að velja Sviss sem leikstað fyrir næsta Evrópumót kvenna en það fer fram sumarið 2025.
„Þetta er áframhaldandi undirbúningur fyrir Þjóðadeildina í haust. Þurfum að halda áfram að vinna í hlutum sem við byrjuðum á í Pintar og halda áfram að skerpa á þeim,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, eftir að hann tilkynnti hópinn sem verður til taks í vináttuleikjum liðsins í næsta mánuði.
Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta, tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann fer með í tvo vináttulandsleiki í næsta mánuði.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Nýja-Sjálandi í vináttuleik þann 7. apríl. Leikið verður í Tyrklandi.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var hársbreidd frá því að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót í sögunni þegar liðið tapaði í framlengingu í umspilsleik á móti Portúgal í lok síðasta árs.
Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu á Instagram í dag.
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sigur á Pinatar-mótinu í knattspyrnu er liðið vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Filippseyjum í gærkvöldi. KSÍ hefur nú birt myndband þar sem hægt er að sjá mörkin úr leiknum.
Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni.
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sigur á Pinatar-mótinu í fótbolta er liðið vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Filippseyjum í kvöld.
Þorsteinn Halldórsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem munu hefja leik fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er liðið mætir Filippseyjum á Pinatar-mótinu í kvöld.
Íslenska nítján ára landslið kvenna í fótbolta vann 4-1 sigur á Wales í lokaleik sínum á æfingamóti í Portúgal.
„Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni.
Ísland og Wales gerðu markalaust jafntefli á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni.
Guðný Árnadóttir hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum sem leikur á Pinatar Cup á Spáni um þessar mundir vegna meiðsla.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með íslenska A-landsliðinu í gær og jafnaði þar með rúmlega tveggja ára gamalt met.