Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Ég ætla ekkert að gefast upp“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

„Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðbjörg fékk styttuna eftir fimm ára bið

Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk í dag afhenta styttu frá Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að spila 50 landsleiki fyrir Íslands hönd. Afhendingin kemur í kjölfar gagnrýni á sambandið fyrr í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar mæta HM-liði Filippseyja

Fyrsta opinbera verkefni kvennalandsliðsins í fótbolta á nýju ári er að taka þátt í Pinatar bikarnum en mótið fer fram á Spáni dagana 13. til 21. febrúar næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég bara get ekki útskýrt af hverju“

Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir er án félags þessa stundina eftir að samningur hennar við sænska liðið Örebo rann út um síðustu mánaðamót. Berglind vakti mikla athygli undir lok síðasta tímabils í Svíþjóð þegar hún fór óvænt að raða inn mörkum sem framherji Örebro, eftir að hafa leikið sem miðvörður félagsins allar götur fram að því.

Fótbolti
Fréttamynd

Karólína Lea farin að æfa á ný

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðist loksins vera að ná sér af löngum meiðslum og er farin að æfa með félagsliði sínu, þýska stórveldinu Bayern München, á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vitum að þetta er karl­lægur heimur, þessi knatt­spyrnu­heimur“

Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf

Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Dagný skýtur föstum skotum á KSÍ

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gagnrýnir Knattspyrnusamband Ísland í færslu á Instagram í dag og segir að hún og Glódís Perla Viggósdóttir bíði enn eftir viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 landsleiki á meðan leikmenn karlalandsliðsins hafi fengið sínar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorsteinn velur æfingahóp

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 29 leikmenn í æfingahóp sem kemur saman til æfinga í nóvember. Aðeins eru leikmenn úr félagsliðum hér á landi í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins

Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skroppið til Portúgal í bjór og sól en engan farseðil á HM

Það eru tuttugu klukkustundir síðan vekjaraklukkan hringdi í vesturbæ Reykjavíkur. 183 Íslendingar sitja á flugvellinum í Porto og bíða eftir því að komast aftur á klakann. Síðasti bjórinn teygaður. D-vítamínsöfnun dagsins er lokið. Hið daglega amstur er handan við hornið. HM draumurinn er úti. Þetta hefði alls ekki þurft að enda svona.

Lífið
Fréttamynd

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

Fótbolti
Fréttamynd

Portúgal komst ekki á HM

Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndasyrpa: Sorg í Portúgal

Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“

Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.

Fótbolti