
Landslið karla í körfubolta

„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“
Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið.

Miðasalan á EM er hafin
Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast.

Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum
Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst.

Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands
Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag.

Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga
Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars.

Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta
Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi.

NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“
NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ.

Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða
Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu.

Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“
Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í körfubolta sem liðsfélagar en vinátta þeirra nær út fyrir körfuboltavöllinn.

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason gat ekki fagnað sætinu á Eurobasket lengi. Hann var kominn langt á eftir í viðskiptafræðinni og mættur í hópverkefni daginn eftir sigurinn á Tyrkjum.

Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi
Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic.

„Ég elska að vera á Íslandi“
Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins.

Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn
Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket.

Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn.

Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Með því að skipta um körfuboltaskó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni.

„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“
Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi.

Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja
Kanadamaðurinn geðþekki Craig Pedersen hefur nú komið íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á þrjú Evrópumót og var einu skoti frá því að koma því á heimsmeistaramót. Samt er tilfinningin að hann ætti að vera í meiri metum hjá íslensku þjóðinni en hann er.

Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“
Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum.

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Einhverrar óánægju gætir vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutun miða á mikilvæga landsleiki í körfubolta, líkt og í gærkvöld þegar Ísland mætti Tyrklandi í leik upp á sæti á EuroBasket. Framkvæmdastjóri KKÍ bendir á að nauðsynlegt sé fyrir sambandið að selja sem flesta miða.

Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“
Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins.

Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót
Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót.

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur
Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar
NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu.

„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“
„Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar.

Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt
Ungverjar unnu sigur á Ítölum í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins í körfubolta í kvöld. Sigurinn dugir þó skammt því sigur Íslands á Tyrkjum gerir það að verkum að Ungverjar sitja eftir með sárt ennið.

Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM
Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn.

Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson komst á fimmtudagskvöldið í hóp þeirra elstu sem hafa skorað 25 stig eða meira í leik með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta.

Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Ísland mætir Tyrkjum í undankeppni Eurobasket í Laugardalshöll annað kvöld en sigur tryggir Íslandi sæti í lokakeppninni.

Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar mikilvægan leik í Laugardalshöllinni annað kvöld og það er ljóst að strákarnir fá góðan stuðning.